Viðskipti erlent

Olíurisi gagn­rýndur fyrir að kaupa mikið magn rúss­neskrar hrá­olíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Olíuverð í heiminum hefur ekki verið hærra í mörg ár vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Olíuverð í heiminum hefur ekki verið hærra í mörg ár vegna innrásar Rússa í Úkraínu. AP

Olíurisinn Shell hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að kaupa mikið magn hráolíu frá Rússlandi á föstudaginn var. Olíuverð í heiminum hefur ekki verið hærra í mörg ár vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Ekki er lagt bann við að kaupa rússneska olíu en engu að síður hefur verð á henni lækkað þrátt fyrir hækkanir á heimsmarkaði. Það er vegna þess að margir vilja ekki eiga í viðskiptum við Rússa vegna innrásarinnar, eða óttast að sitja uppi með rússneska olíu, verði sölubanni komið á.

Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínumanna, gagnrýndi Shell harðlega á Twitter síðu sinni og spurði hvort að rússneska olían lykti ekki eins og úkraínskt blóð. Þá kallaði Kuleba eftir því að algert viðskiptabann verði sett á Rússa.

Talsmenn Shell segja hinsvegar að olíukaupin hafi verið gerð í neyð, til að standa við gerða samninga um afhendingu á eldsneyti í Evrópu. Þá segjast forsvarsmenn fyrirtækisins vera hneykslaðir á framferði Rússa og að skrúfað hafi verið fyrir viðskipti við þá að mestu leyti, olíukaupin á föstudag hafi verið undantekningartilfelli.

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að til viðræður væru nú gangi um að setja slíkt sölubann á Rússa á sama tíma.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.