Leiðtogi framtíðarinnar í borginni Jensína Edda Hermannsdóttir skrifar 5. mars 2022 08:31 Ég var svo lánsöm að fá að starfa með Þórdísi Sigurðardóttur, sem nú býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík í fimm ár. Ég get með sanni sagt að það sem einkennir hana er afar mikill metnaður og kjarkur til að vilja gera betur, þora og brenna fyrir árangri. Þórdís Sigurðardóttir blæs samstarfsfólki sínu byr í brjóst með metnaði sínum, virðingu og gáfum. Þórdís vinnur af heilindum og treystir fólki til verka, en hvort tveggja er lykilatriði að mínu mati til að ná settu marki og einnig aðalsmerki góðra stjórnmálamanna. Styrkur og leiðtogahæfni Það er heillavænlegast í lífinu að við séum öll saman á árunum, samtaka um að skapa samfélag sem lyftir okkur og grípur. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og við eigum að láta okkur varða um velferð hvers annars. Góður skóli skipar stóran í velgengni samfélaga. Mín reynsla er að góður skóli getur lyft fjölskyldum og stækkað samfélagið í kringum sig með framlagi sínu. Það væri mikill ávinningur að fá Þórdísi til starfa fyrir Reykjavíkurborg og sjá hana beita sér í skólamálum í þágu borgarinnar allrar. Ég hef innilega trú á henni, því ég þekki hana af góðum verkum, í henni býr mikill kraftur, innri styrkur, leiðtogahæfni og brennandi sýn á betra samfélag. Lyftum upp kvennastéttum Ég hef unnið að skólamálum og velferð barna og fjölskyldna síðan á síðustu öld og ég veit af eigin raun að ef það er eitthvað sem þarfnast viðsnúnings þá er það að finna lausnir fyrir fjölskyldur og börn. Kerfið er þungt í vöfum en treysta þarf skólafólki fyrir störfunum sínum, því í trausti verður til afl. Um leið væri líka verið að lyfta heilli stétt, því sannarlega eru í skólunum kvennastéttir. Það væri bæði eftirsóknarvert og aðdáunarvert framtak. Með því að valdefla fólkið sem starfar með börnunum væri verið að valdefla konur og það er stórt jafnréttismál og væri stökk inn í betri og bjartari framtíð. Skóli er fólkið sem er þar og gott fólk gerir góðan skóla. Skólafólkið sjálft ber ábyrgð á að skapa góðar aðstæður á hverjum degi fyrir börn. Barni sem líður vel er nám eðlislægt. Það er svo mikið lykilatriði að hver og ein manneskja sem kemur að barni finni að sér er treyst og hafi umboð yfir sínu starfi. Fólk sem vinnur saman sem ein heild nær lengra. Viðreisnarfólkí Reykjavík er lánsamt að eiga kost á því að geta kosið leiðtoga eins og Þórdísi Sigurðardóttur í 1. sæti. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ég var svo lánsöm að fá að starfa með Þórdísi Sigurðardóttur, sem nú býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík í fimm ár. Ég get með sanni sagt að það sem einkennir hana er afar mikill metnaður og kjarkur til að vilja gera betur, þora og brenna fyrir árangri. Þórdís Sigurðardóttir blæs samstarfsfólki sínu byr í brjóst með metnaði sínum, virðingu og gáfum. Þórdís vinnur af heilindum og treystir fólki til verka, en hvort tveggja er lykilatriði að mínu mati til að ná settu marki og einnig aðalsmerki góðra stjórnmálamanna. Styrkur og leiðtogahæfni Það er heillavænlegast í lífinu að við séum öll saman á árunum, samtaka um að skapa samfélag sem lyftir okkur og grípur. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og við eigum að láta okkur varða um velferð hvers annars. Góður skóli skipar stóran í velgengni samfélaga. Mín reynsla er að góður skóli getur lyft fjölskyldum og stækkað samfélagið í kringum sig með framlagi sínu. Það væri mikill ávinningur að fá Þórdísi til starfa fyrir Reykjavíkurborg og sjá hana beita sér í skólamálum í þágu borgarinnar allrar. Ég hef innilega trú á henni, því ég þekki hana af góðum verkum, í henni býr mikill kraftur, innri styrkur, leiðtogahæfni og brennandi sýn á betra samfélag. Lyftum upp kvennastéttum Ég hef unnið að skólamálum og velferð barna og fjölskyldna síðan á síðustu öld og ég veit af eigin raun að ef það er eitthvað sem þarfnast viðsnúnings þá er það að finna lausnir fyrir fjölskyldur og börn. Kerfið er þungt í vöfum en treysta þarf skólafólki fyrir störfunum sínum, því í trausti verður til afl. Um leið væri líka verið að lyfta heilli stétt, því sannarlega eru í skólunum kvennastéttir. Það væri bæði eftirsóknarvert og aðdáunarvert framtak. Með því að valdefla fólkið sem starfar með börnunum væri verið að valdefla konur og það er stórt jafnréttismál og væri stökk inn í betri og bjartari framtíð. Skóli er fólkið sem er þar og gott fólk gerir góðan skóla. Skólafólkið sjálft ber ábyrgð á að skapa góðar aðstæður á hverjum degi fyrir börn. Barni sem líður vel er nám eðlislægt. Það er svo mikið lykilatriði að hver og ein manneskja sem kemur að barni finni að sér er treyst og hafi umboð yfir sínu starfi. Fólk sem vinnur saman sem ein heild nær lengra. Viðreisnarfólkí Reykjavík er lánsamt að eiga kost á því að geta kosið leiðtoga eins og Þórdísi Sigurðardóttur í 1. sæti. Höfundur er leikskólastjóri.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar