Vinirnir vinnandi í Ástralíu en ekki ég… af því að ég er Íslendingur! Bjarni Þór Hannesson skrifar 4. mars 2022 14:01 Sumarið 2004 upplifði ég ótrúlegt óréttlæti. Af því að ég er Íslendingur, þá mátti ég ekki fara að vinna í Ástralíu yfir veturinn á meðan allir vinir mínir (erlendir) fóru. Það er nefnilega rannsóknarefni af hverju íslensk stjórnvöld hafa ekki séð til þess að tryggja ungu fólki sama rétt og öll okkar viðmiðunarlönd telja sjálfsagðan hlut. Út af því missti ég af tækifæri lífs míns. Hvað sagðir þú að þú gerðir?! Ég tilheyri starfsstétt grasvallafræðinga. Við erum sérfræðingar í viðhaldi á gras íþróttavöllum, s.s. golfvellir, knattspyrnuvellir, krikketvellir o.s.fr. Eitt af því sem einkennir mína stétt er að á upphafsárum starfsframa okkar viljum við prófa að vinna um allan heim í mismunandi veðurfari. Þannig öðlumst við mestu reynsluna og skilning á gras plöntunni. Einnig byggir maður upp mikilvægt tengslanet sem er manni ómetanlegt. Leitin að endalausa sumrinu Á fyrstu árum starfs ferilsins er auðvelt að komast í sumarstarf, en þeim mun erfiðara að næla sér í heilsársstarf, enda reynslubankinn ekki orðin stór. Besta leiðin til að hlaða í reynslubankann er að nýta sér sumrin fyrir sunnan miðbaug (okt. til apríl). Þannig fara ansi margir grasvallafræðingar og vinna í 6 mánuði í Ástralíu/Nýja Sjálandi/Suður Afríku (o.fl. löndum) og vinna svo næstu 6 einhversstaðar í Evrópu eða N. Ameríku. Hið endalausa sumar hljómar vel núna þegar hver stormurinn á fætur öðrum herjar á okkur. Höfnunin Þetta var einmitt það sem ég ætlaði að gera að loknu námi í Skotlandi árið 2004. Ég kvaddi bekkjabræður mína og samstarfsfélaga. Kevin fór til Ástralíu. Robbie fór til Nýja Sjálands. Ég… ég fór að selja túbusjónvörp í BT í Kringlunni. Þá var ég í hópi 4 mest menntuðu Íslendinga í grasvallafræðum (af um 40 manns þá). Ferillinn tók smá pásu. Ég hefði kannski hrökklast úr faginu og farið og gert eitthvað annað. Sérhæft mig í sölu Mini Disk spilara og Zip drifa. Það var jú framtíðin þá. Áhugalaus stjórnvöld Þarna um sumarið komst ég að því að Ísland var ekki með neina “Youth mobility scheme” samninga við Ástrali eða Nýsjálendinga. Þetta eru tímabundnar vegabréfsáritanir (12 mánuðir) fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára. Með heimildinni fylgir atvinnuleyfi. Þú að vísu mátt ekki vinna lengur en í 6 mánuði á sama stað, en það er fullkomið fyrir golfvallageirann. Árið 2004 var einfaldlega ekki heimild í lögum að gera slíka samninga og takmarkaður áhugi hjá stjórnvöldum að standa í slíku samstarfi. Árið 2008 var hins vegar sett í lög heimild sem leyfði slíkt, en þá var miðað við úreltar aldursreglur upp á 18-26 ár. Allar þjóðir miðuðu þá við 18-30 ár eða jafnvel 18-35 ár. Enn sem komið er eru engir slíkir samningar við lönd sunnan miðbaug, að hluta vegna þessarar úreldu aldursreglu. Utanríkisráðherra með skikkju á hvítum hesti Ég hoppaði hæð mína nú um daginn þegar ég sá að utanríkisráðherra ætlar að leggja til lagabreytingu sem heimilar gerð slíkra samninga með aldursviðmið upp á 18-30 ár. Þetta er nauðsynlegur hluti af Brexit samkomulagi Íslands og Breta. Þar er auðvitað “Youth Mobility Scheme” samkomulag. Bretunum finnst það sjálfsagður hlutur. Staðan í dag er sú að 30 ára Íslendingar meiga vinna í Bretlandi, en við leyfum engum Breta yfir 26 ára aldri að fá þessa vegabréfsheimild. Það er eitthvað sem gengur ekki upp. Girðum okkur í brók og jöfnum stöðuna fyrir unga Íslendinga Ég ætla því að skora á framkvæmdarvaldið að fara strax í að klára samninga við lönd á borð við Ástralíu og Nýja Sjáland. Skortur á þessum samningum hefur haft mjög neikvæð áhrif á endurnýjun í mínu fagi. Það skiptir okkur miklu máli að geta sent ungt fólk sem hefur áhuga á faginu, suður fyrir miðbaug á veturna til að safna í reynslubankann. Við missum allt of marga út úr faginu þar sem þau ná ekki að gera þetta að 12 mánaða starfi á fyrstu árum ferilsins. Íslensk ungmenni eiga sömu tækifæri skilið og nágrannaþjóðir okkar telja sjálfsögð. Klárum þetta mikilvæga mál sem fyrst. Höfundur er grasvallatæknifræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Sumarið 2004 upplifði ég ótrúlegt óréttlæti. Af því að ég er Íslendingur, þá mátti ég ekki fara að vinna í Ástralíu yfir veturinn á meðan allir vinir mínir (erlendir) fóru. Það er nefnilega rannsóknarefni af hverju íslensk stjórnvöld hafa ekki séð til þess að tryggja ungu fólki sama rétt og öll okkar viðmiðunarlönd telja sjálfsagðan hlut. Út af því missti ég af tækifæri lífs míns. Hvað sagðir þú að þú gerðir?! Ég tilheyri starfsstétt grasvallafræðinga. Við erum sérfræðingar í viðhaldi á gras íþróttavöllum, s.s. golfvellir, knattspyrnuvellir, krikketvellir o.s.fr. Eitt af því sem einkennir mína stétt er að á upphafsárum starfsframa okkar viljum við prófa að vinna um allan heim í mismunandi veðurfari. Þannig öðlumst við mestu reynsluna og skilning á gras plöntunni. Einnig byggir maður upp mikilvægt tengslanet sem er manni ómetanlegt. Leitin að endalausa sumrinu Á fyrstu árum starfs ferilsins er auðvelt að komast í sumarstarf, en þeim mun erfiðara að næla sér í heilsársstarf, enda reynslubankinn ekki orðin stór. Besta leiðin til að hlaða í reynslubankann er að nýta sér sumrin fyrir sunnan miðbaug (okt. til apríl). Þannig fara ansi margir grasvallafræðingar og vinna í 6 mánuði í Ástralíu/Nýja Sjálandi/Suður Afríku (o.fl. löndum) og vinna svo næstu 6 einhversstaðar í Evrópu eða N. Ameríku. Hið endalausa sumar hljómar vel núna þegar hver stormurinn á fætur öðrum herjar á okkur. Höfnunin Þetta var einmitt það sem ég ætlaði að gera að loknu námi í Skotlandi árið 2004. Ég kvaddi bekkjabræður mína og samstarfsfélaga. Kevin fór til Ástralíu. Robbie fór til Nýja Sjálands. Ég… ég fór að selja túbusjónvörp í BT í Kringlunni. Þá var ég í hópi 4 mest menntuðu Íslendinga í grasvallafræðum (af um 40 manns þá). Ferillinn tók smá pásu. Ég hefði kannski hrökklast úr faginu og farið og gert eitthvað annað. Sérhæft mig í sölu Mini Disk spilara og Zip drifa. Það var jú framtíðin þá. Áhugalaus stjórnvöld Þarna um sumarið komst ég að því að Ísland var ekki með neina “Youth mobility scheme” samninga við Ástrali eða Nýsjálendinga. Þetta eru tímabundnar vegabréfsáritanir (12 mánuðir) fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára. Með heimildinni fylgir atvinnuleyfi. Þú að vísu mátt ekki vinna lengur en í 6 mánuði á sama stað, en það er fullkomið fyrir golfvallageirann. Árið 2004 var einfaldlega ekki heimild í lögum að gera slíka samninga og takmarkaður áhugi hjá stjórnvöldum að standa í slíku samstarfi. Árið 2008 var hins vegar sett í lög heimild sem leyfði slíkt, en þá var miðað við úreltar aldursreglur upp á 18-26 ár. Allar þjóðir miðuðu þá við 18-30 ár eða jafnvel 18-35 ár. Enn sem komið er eru engir slíkir samningar við lönd sunnan miðbaug, að hluta vegna þessarar úreldu aldursreglu. Utanríkisráðherra með skikkju á hvítum hesti Ég hoppaði hæð mína nú um daginn þegar ég sá að utanríkisráðherra ætlar að leggja til lagabreytingu sem heimilar gerð slíkra samninga með aldursviðmið upp á 18-30 ár. Þetta er nauðsynlegur hluti af Brexit samkomulagi Íslands og Breta. Þar er auðvitað “Youth Mobility Scheme” samkomulag. Bretunum finnst það sjálfsagður hlutur. Staðan í dag er sú að 30 ára Íslendingar meiga vinna í Bretlandi, en við leyfum engum Breta yfir 26 ára aldri að fá þessa vegabréfsheimild. Það er eitthvað sem gengur ekki upp. Girðum okkur í brók og jöfnum stöðuna fyrir unga Íslendinga Ég ætla því að skora á framkvæmdarvaldið að fara strax í að klára samninga við lönd á borð við Ástralíu og Nýja Sjáland. Skortur á þessum samningum hefur haft mjög neikvæð áhrif á endurnýjun í mínu fagi. Það skiptir okkur miklu máli að geta sent ungt fólk sem hefur áhuga á faginu, suður fyrir miðbaug á veturna til að safna í reynslubankann. Við missum allt of marga út úr faginu þar sem þau ná ekki að gera þetta að 12 mánaða starfi á fyrstu árum ferilsins. Íslensk ungmenni eiga sömu tækifæri skilið og nágrannaþjóðir okkar telja sjálfsögð. Klárum þetta mikilvæga mál sem fyrst. Höfundur er grasvallatæknifræðingur
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar