Barnið mitt er blessun, ekki byrði Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar 2. mars 2022 10:31 Kæri frambjóðandi, Þar sem skólamál tilheyra sveitastjórn er mikilvægt að þú áttir þig á gangi mála áður en haldið skal til kosninga. Ég er móðir drengs sem er að klára sitt fyrsta ár í grunnskóla. Hann er einhverfur og með ADHD. Þegar hann fékk frumgreiningu, aðeins tveggja ára gamall varð ég óttaslegin um hvað biði hans. Aldrei hefði mig grunað að skólakerfið yrði mér erfiðast. Í leikskólanum var hann í algjörri kúlu. Hann fékk mikinn stuðning, mikla þjálfun og fékk oft á dag að kúpla sig út í sérkennslurými án áreita í nærveru við dásamlega sérkennara. Um leið og hann hóf sína skólagöngu sprakk sú kúla algjörlega. Ég vil fá að taka það fram að starfsfólki grunnskólans er alls ekki um að kenna. Skólinn gerir það sem hann getur til þess að mæta honum en sökum fjármagns eða skorti á fjármagni er því miður ekki hægt að mæta honum þar sem hann er staddur. Sonur minn er algjör kærleiksbjörn heima. Hann er ljúfur, dundar sér, sinnir heimavinnu, verndar litla bróður sinn og er mjög meðfærilegur að mörgu leiti. Í skólanum er hins vegar allt önnur saga. Þar tekur hann bræðisköst, bítur frá sér, sýnir mikinn mótþróa og oft stutt í grát. Þessi hegðun endurspeglar ekki drenginn minn heldur það umhverfi sem skólar bjóða upp á. Flúorlýsing, plássleysi, hávaði í öðrum börnum, banana- eða kæfulykt um gangana, bleyta á gólfinu í fataklefanum o.s.frv. Þessir hlutir stuða kannski ekki hið hefðbundna barn en fyrir minn dreng er slíkt áreiti óbærilegt og hefur áhrif á hans líðan og hegðun. Ég er ekki tilbúin að horfa upp á barnið mitt mistakast daglega næsta áratuginn því hann er settur í umhverfi sem hentar honum alls ekki. Ég er ekki tilbúin að bjóða honum upp á skásta kostinn sem er ekki næstum því nógu góður. Ég er ekki tilbúin að sætta mig við það að skólar tapi á barninu mínu, að hann sé fjárhagsleg byrgði. Ég er þreytt á því að fara í vinnuna alla daga með hnút í maganum af því ég veit að barninu mínu líður ekki vel. Ég er þreytt á því að berjast, tuða og vera sífellt á varðbergi á að mögulega sé verið að brjóta á honum. Ég er afar þreytt og hann er bara í fyrsta bekk. Innan skólanna starfar dásamlegt, óeigingjarnt fólk sem vill allt gera fyrir þessi börn. Það sem þarf er einfaldlega meira fjármagn með börnum með sérþarfir. Það er sparnaður í því að hlúa að börnum með sérþarfir, það skilar þeim á töluvert betri stað sem samfélagsþegnar. Ég legg til að sveitarfélög búi til hvata fyrir skóla að taka að sér börn með greiningar og/eða hegðunarvanda. Ég legg einnig til að sveitarfélög samræmi þá þjónustu sem þessum börnum er veitt. Ég legg til að sveitarfélög endurskoði skóla án aðgreiningar, falleg hugmyndafræði en hún einfaldlega gengur ekki upp. Í lögum skóla án aðgreiningar er talað um jöfnuð. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þarf að mæta þeim þar sem þau eru stödd og hlúa að þeim sem ekki þola hið hefðbundna skólaumhverfi. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá er mér óskiljanlegt að mismikið fjármagn fylgi börnum með sérþarfir eftir því í hvaða sveitarfélagi þau búa. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá á það ekki að vera undir foreldrum komið að veita skólum aðhald um að þörfum barna þeirra sé mætt. Kæri frambjóðandi, tökum samtal, ekki bara fyrir barnið mitt heldur alla þá sem passa ekki í þann þrönga stakk sem skólakerfið bíður upp á. Það margborgar sig. Höfundur er með MA í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og starfar sem deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Kæri frambjóðandi, Þar sem skólamál tilheyra sveitastjórn er mikilvægt að þú áttir þig á gangi mála áður en haldið skal til kosninga. Ég er móðir drengs sem er að klára sitt fyrsta ár í grunnskóla. Hann er einhverfur og með ADHD. Þegar hann fékk frumgreiningu, aðeins tveggja ára gamall varð ég óttaslegin um hvað biði hans. Aldrei hefði mig grunað að skólakerfið yrði mér erfiðast. Í leikskólanum var hann í algjörri kúlu. Hann fékk mikinn stuðning, mikla þjálfun og fékk oft á dag að kúpla sig út í sérkennslurými án áreita í nærveru við dásamlega sérkennara. Um leið og hann hóf sína skólagöngu sprakk sú kúla algjörlega. Ég vil fá að taka það fram að starfsfólki grunnskólans er alls ekki um að kenna. Skólinn gerir það sem hann getur til þess að mæta honum en sökum fjármagns eða skorti á fjármagni er því miður ekki hægt að mæta honum þar sem hann er staddur. Sonur minn er algjör kærleiksbjörn heima. Hann er ljúfur, dundar sér, sinnir heimavinnu, verndar litla bróður sinn og er mjög meðfærilegur að mörgu leiti. Í skólanum er hins vegar allt önnur saga. Þar tekur hann bræðisköst, bítur frá sér, sýnir mikinn mótþróa og oft stutt í grát. Þessi hegðun endurspeglar ekki drenginn minn heldur það umhverfi sem skólar bjóða upp á. Flúorlýsing, plássleysi, hávaði í öðrum börnum, banana- eða kæfulykt um gangana, bleyta á gólfinu í fataklefanum o.s.frv. Þessir hlutir stuða kannski ekki hið hefðbundna barn en fyrir minn dreng er slíkt áreiti óbærilegt og hefur áhrif á hans líðan og hegðun. Ég er ekki tilbúin að horfa upp á barnið mitt mistakast daglega næsta áratuginn því hann er settur í umhverfi sem hentar honum alls ekki. Ég er ekki tilbúin að bjóða honum upp á skásta kostinn sem er ekki næstum því nógu góður. Ég er ekki tilbúin að sætta mig við það að skólar tapi á barninu mínu, að hann sé fjárhagsleg byrgði. Ég er þreytt á því að fara í vinnuna alla daga með hnút í maganum af því ég veit að barninu mínu líður ekki vel. Ég er þreytt á því að berjast, tuða og vera sífellt á varðbergi á að mögulega sé verið að brjóta á honum. Ég er afar þreytt og hann er bara í fyrsta bekk. Innan skólanna starfar dásamlegt, óeigingjarnt fólk sem vill allt gera fyrir þessi börn. Það sem þarf er einfaldlega meira fjármagn með börnum með sérþarfir. Það er sparnaður í því að hlúa að börnum með sérþarfir, það skilar þeim á töluvert betri stað sem samfélagsþegnar. Ég legg til að sveitarfélög búi til hvata fyrir skóla að taka að sér börn með greiningar og/eða hegðunarvanda. Ég legg einnig til að sveitarfélög samræmi þá þjónustu sem þessum börnum er veitt. Ég legg til að sveitarfélög endurskoði skóla án aðgreiningar, falleg hugmyndafræði en hún einfaldlega gengur ekki upp. Í lögum skóla án aðgreiningar er talað um jöfnuð. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þarf að mæta þeim þar sem þau eru stödd og hlúa að þeim sem ekki þola hið hefðbundna skólaumhverfi. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá er mér óskiljanlegt að mismikið fjármagn fylgi börnum með sérþarfir eftir því í hvaða sveitarfélagi þau búa. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá á það ekki að vera undir foreldrum komið að veita skólum aðhald um að þörfum barna þeirra sé mætt. Kæri frambjóðandi, tökum samtal, ekki bara fyrir barnið mitt heldur alla þá sem passa ekki í þann þrönga stakk sem skólakerfið bíður upp á. Það margborgar sig. Höfundur er með MA í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og starfar sem deildarstjóri á leikskóla.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun