Tónlist

„Ég er mad partý dýr“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn Hugo er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum 2022. 
Tónlistarmaðurinn Hugo er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum 2022.  Instagram @alvoruhugo

Tónlistarmaðurinn Hugo kom fram á sjónarsviðið vorið 2021 þegar hann gaf út lagið HVÍL Í FRIÐI. Það sem einkennir þennan tónlistarmann er kannski fyrst og fremst það að enginn veit hver maðurinn á bak við Hugo er þar sem hann kemur alltaf fram með einhvers konar villikattar hjálm og hefur þetta vakið mikla athygli. Hugo er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Nú styttist óðum í Hlustendaverðlaunin 2022 sem fara fram 19. mars næstkomandi. Nýliði ársins er meðal verðlaunaflokka og eru átta hljómsveitir og tónlistarmenn sem keppast um titilinn. Lífið á Vísi ræddi við allt tónlistarfólkið sem var tilnefnt í þessum flokki og fékk smá innsýn inn í sköpunargleði þeirra og tónlist.

Hver ert þú í þínum eigin orðum?

Ég er mad partý dýr.

Hvenær kviknaði ástríðan fyrir tónlist?

Þegar ég heyrði lagið LaLíf með Kjartani Ólafssyni í fyrsta skiptið þegar ég var fimm ára.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna í tónlist?

Frelsið sem ég hef til þess að prufa mig áfram þangað til eitthvað lendir og hljómar vel. Engin truflun, bara ég og tónlistin.

Hvernig hefur þú sem tónlistarmaður þróast frá því þú komst fyrst fram?

Ég kom fyrst fram í nóvember í fyrra á tónleikum með Herra Hnetusmjör, sem er eitthvað það bilaðasta sem ég hef gert, þannig það hefur ekki mikið breyst.

Ég er enn þá bara ég.

Hvernig var tilfinningin að fá tilnefningu sem nýliði ársins?

Meyr og þakklátur. Fyrsta útvarpsspilunin á fyrsta laginu mínu var líka á FM og því algjör heiður að vera tilnefndur.

Annað sem þið viljið taka fram?

Palli, Frikki og (Aron) Can get at me. Ég er með lag sem við verðum að vinna saman.


Tengdar fréttir

„Ástríðan fyrir tónlistinni einhvern veginn alltaf fylgt mér“

Söngkonan Rakel Sigurðardóttir er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún er nýbyrjuð að gefa út eigið efni en hefur í gegnum tíðina komið fram með fjölda tónlistarfólks og er meðal annars á laginu Ég var að spá sem er tilnefnt sem Lag Ársins á hátíðinni.

„Erum fyrst og fremst bestu vinir í heiminum“

Hljómsveitin Hylur er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2022. Meðlimir sveitarinnar hafa í gegnum tíðina komið fram undir öðrum hljómsveitar nöfnum en alltaf haldið hópinn, enda bestu vinir í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×