Af hverju er þessi hraði vöxtur mögulegur í Svf. Árborg? Tómas Ellert Tómasson skrifar 28. febrúar 2022 09:01 Vöxturinn á Suðurlandi undanfarin ár hefur verið ævintýralegur. Sú mikla uppbygging er mjög áberandi þeim sem leið eiga um landshlutann. Vöxturinn endurspeglast meðal annars í þeim miklu framkvæmdum sem eiga sér nú stað í landshlutanum og þá sérstaklega á Stór-Árborgar svæðinu. Sterk iðnaðarmannahefð Frá því að Höfuðstaður Suðurlands, Selfoss byrjaði að byggjast upp og tók við keflinu af Eyrarbakka sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi með tilkomu Ölfusárbrúar (1891), Mjólkurbús Flóamanna (1929) og Kaupfélags Árnesinga (1930) hefur vöxtur Selfossbæjar og íbúafjölgun nær óslitið verið töluvert yfir landsmeðaltali. Við lok seinni heimstyrjaldar bjuggu á Selfossi um 700 íbúar, 0,5% íslensku þjóðarinnar. Í dag búa um 9.400 íbúar á Selfossi, 2,5% íslensku þjóðarinnar. Að meðtöldum hreppunum þremur Eyrarbakka, Stokkseyri og Sandvík sem mynda Svf. Árborg ásamt Selfossbæ búa tæplega 11.000 íbúar í sveitarfélaginu. Það segir sig eiginlega sjálft að þegar íbúaþróun er með þessum hætti eins og sést á myndriti að þá hafa Selfyssingar og nágrannar þeirra alla tíð þurft að hafa hraðari hendur en aðrir landsmenn við uppbyggingu innviða og ýmissa annarra mannvirkja auk stoðþjónustu og alls annars sem fylgir ört stækkandi bæ. Sú staðreynd hefur meðal annars getið af sér sterka iðnaðarmannahefð og öflug iðnfyrirtæki sem þekkt eru um allt land og jafnvel utan landsteinana fyrir útsjónarsemi, dugnað og fagleg vinnubrögð. Sífellt ögrandi umhverfi getur af sér fagfólk sem kann til verka Sem bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar sem heldur utanum framkvæmdir Svf. Árborgar og Selfossveitna, að þá hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með starfsmönnum sveitarfélagsins og þeim ráðgjöfum, fyrirtækjum og einstaklingum sem unnið hafa verkin fyrir okkur. Á kjörtímabilinu hafa samtals um 600 verkefni fyrir um 15 milljarða króna verið sett af stað í framkvæmd á vegum sveitarfélagsins og kláruð. Nokkur stærri verkefni sem sett voru af stað fyrr á kjörtímabilinu eru enn í framkvæmd s.s. Stekkjaskóli og gatnagerð í Björkustykki. Hreinsistöð fráveitu fer svo í framkvæmd á vormánuðum. Verkefni sveitarfélagsins á kjörtímabilinu hafa heilt yfir gengið vel og verið innan tíma og kostnaðarmarka, þökk sé frábærum verktökum. Fáein verkefni hafa þó dregist á langinn vegna ýmissa ástæðna eins og gengur og gerist þegar slíkur fjöldi verkefna er í gangi og aðeins eitt verkefni af þessum sex hundruð hafði vegna tafa, bein áhrif á þjónustu við íbúa svo til tímabundinna vandræða horfði. Það verkefni leystist farsællega og er því verki nú lokið, mannvirkið komið í notkun og reynist notendum vel. Auk alls þess sem að Svf. Árborg er að framkvæma þá standa ríki og einkaaðilar einnig í stórræðum á svæðinu. Vegagerðin vinnur nú að nokkrum brýnum vegaframkvæmdum, auk þess sem bygging nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá er í undirbúningi og mun hún verða tekin í gagnið 2025 eða 2026 ef allt gengur eftir. Fyrirtæki og félagasamtök eru svo einnig afar dugleg við að taka þátt í uppbyggingunni og nú er í framkvæmd, við jaðar byggðarinnar á Selfossi, 18 holu golfvöllur ásamt útivistarsvæði sem óhætt er að segja að verði eitt það glæsilegasta á landinu að ógleymdu Brávöllum, íþróttasvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Þessi vöxtur sem á sér stað er mögulegur vegna þess að sögulega höfum við frá upphafi byggðar á Selfossi og nágrennis þurft að hugsa stórt og hafa hraðar hendur við að leysa öll þau verkefni sem fylgir örum vexti byggðarinnar. Í slíku, sífellt ögrandi umhverfi verður til fólk sem kann til verka. Fagfólk sem leysir verkefnin hratt og vel. Fagfólk sem lítur á öll mál sem verkefni til lausnar en ekki sem óleysanleg vandamál. Sá öflugi mannauður mun nýtast samfélaginu vel nú þegar við stöndum frammi fyrir ekki bara áframhaldandi vexti sveitarfélagsins, heldur veldisvexti á öllum sviðum hins mannlega. Höfundur er byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar Svf. Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Miðflokkurinn Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Vöxturinn á Suðurlandi undanfarin ár hefur verið ævintýralegur. Sú mikla uppbygging er mjög áberandi þeim sem leið eiga um landshlutann. Vöxturinn endurspeglast meðal annars í þeim miklu framkvæmdum sem eiga sér nú stað í landshlutanum og þá sérstaklega á Stór-Árborgar svæðinu. Sterk iðnaðarmannahefð Frá því að Höfuðstaður Suðurlands, Selfoss byrjaði að byggjast upp og tók við keflinu af Eyrarbakka sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi með tilkomu Ölfusárbrúar (1891), Mjólkurbús Flóamanna (1929) og Kaupfélags Árnesinga (1930) hefur vöxtur Selfossbæjar og íbúafjölgun nær óslitið verið töluvert yfir landsmeðaltali. Við lok seinni heimstyrjaldar bjuggu á Selfossi um 700 íbúar, 0,5% íslensku þjóðarinnar. Í dag búa um 9.400 íbúar á Selfossi, 2,5% íslensku þjóðarinnar. Að meðtöldum hreppunum þremur Eyrarbakka, Stokkseyri og Sandvík sem mynda Svf. Árborg ásamt Selfossbæ búa tæplega 11.000 íbúar í sveitarfélaginu. Það segir sig eiginlega sjálft að þegar íbúaþróun er með þessum hætti eins og sést á myndriti að þá hafa Selfyssingar og nágrannar þeirra alla tíð þurft að hafa hraðari hendur en aðrir landsmenn við uppbyggingu innviða og ýmissa annarra mannvirkja auk stoðþjónustu og alls annars sem fylgir ört stækkandi bæ. Sú staðreynd hefur meðal annars getið af sér sterka iðnaðarmannahefð og öflug iðnfyrirtæki sem þekkt eru um allt land og jafnvel utan landsteinana fyrir útsjónarsemi, dugnað og fagleg vinnubrögð. Sífellt ögrandi umhverfi getur af sér fagfólk sem kann til verka Sem bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar sem heldur utanum framkvæmdir Svf. Árborgar og Selfossveitna, að þá hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með starfsmönnum sveitarfélagsins og þeim ráðgjöfum, fyrirtækjum og einstaklingum sem unnið hafa verkin fyrir okkur. Á kjörtímabilinu hafa samtals um 600 verkefni fyrir um 15 milljarða króna verið sett af stað í framkvæmd á vegum sveitarfélagsins og kláruð. Nokkur stærri verkefni sem sett voru af stað fyrr á kjörtímabilinu eru enn í framkvæmd s.s. Stekkjaskóli og gatnagerð í Björkustykki. Hreinsistöð fráveitu fer svo í framkvæmd á vormánuðum. Verkefni sveitarfélagsins á kjörtímabilinu hafa heilt yfir gengið vel og verið innan tíma og kostnaðarmarka, þökk sé frábærum verktökum. Fáein verkefni hafa þó dregist á langinn vegna ýmissa ástæðna eins og gengur og gerist þegar slíkur fjöldi verkefna er í gangi og aðeins eitt verkefni af þessum sex hundruð hafði vegna tafa, bein áhrif á þjónustu við íbúa svo til tímabundinna vandræða horfði. Það verkefni leystist farsællega og er því verki nú lokið, mannvirkið komið í notkun og reynist notendum vel. Auk alls þess sem að Svf. Árborg er að framkvæma þá standa ríki og einkaaðilar einnig í stórræðum á svæðinu. Vegagerðin vinnur nú að nokkrum brýnum vegaframkvæmdum, auk þess sem bygging nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá er í undirbúningi og mun hún verða tekin í gagnið 2025 eða 2026 ef allt gengur eftir. Fyrirtæki og félagasamtök eru svo einnig afar dugleg við að taka þátt í uppbyggingunni og nú er í framkvæmd, við jaðar byggðarinnar á Selfossi, 18 holu golfvöllur ásamt útivistarsvæði sem óhætt er að segja að verði eitt það glæsilegasta á landinu að ógleymdu Brávöllum, íþróttasvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Þessi vöxtur sem á sér stað er mögulegur vegna þess að sögulega höfum við frá upphafi byggðar á Selfossi og nágrennis þurft að hugsa stórt og hafa hraðar hendur við að leysa öll þau verkefni sem fylgir örum vexti byggðarinnar. Í slíku, sífellt ögrandi umhverfi verður til fólk sem kann til verka. Fagfólk sem leysir verkefnin hratt og vel. Fagfólk sem lítur á öll mál sem verkefni til lausnar en ekki sem óleysanleg vandamál. Sá öflugi mannauður mun nýtast samfélaginu vel nú þegar við stöndum frammi fyrir ekki bara áframhaldandi vexti sveitarfélagsins, heldur veldisvexti á öllum sviðum hins mannlega. Höfundur er byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar Svf. Árborgar.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun