Fjármálaafglöp í glerhúsi Valgerður Sigurðardóttir skrifar 25. febrúar 2022 07:01 Borgarstjóri fór mikinn í fjölmiðlum á miðvikudag þar sem hann sagði söluna á eignarhlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun til ríkisins árið 2006 vera mestu fjármálaafglöp sögunnar á sveitarstjórnarstigi. Þetta er stór fullyrðing og merkilegt að henni sé kastað fram á þessum tímapunkti þegar stutt er í kosningar. Fátt annað hefur verið í umræðunni á þessu kjörtímabili en fjármálaafglöp þess meirihluta er borgarstjóri fer fyrir. Þar sem hvert málið hefur rekið annað, sem hafa kostað okkur skattgreiðendur Reykjavíkurborgar háar fjárhæðir. Mál sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum verið dugleg að gagnrýna, enda fjármál Reykjavíkurborgar í ólestri. Þrátt fyrir tekjuaukningu ár eftir ár á kjörtímabilinu hafa útgjöld verið langt umfram innkomu og því hafa skuldir hlaðist upp. Í upphafi kjörtímabilsins voru skuldir Reykjavíkur 299 milljarðar en eru nú 400 milljarðar. Kjörtímabilið hófst með braggamálinu og síðan hefur hver málið rekið annað. Engin svör hafa fengist um hver kostnaður vegna Fossvogsskóla er orðinn á kjörtímabilinu. Þeim erindum hefur einfaldlega ekki verið svarað og því hef ég orðið að leita til innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar og óska eftir því að hann skoði mál Fossvogsskóla. Eitt er víst að sá kostnaður hleypur á háum upphæðum og vonandi skýrist það fljótlega hver heildarkostnaður er orðinn. Þessi tímasetning Hvers vegna er borgarstjóri að henda þessu máli núna inn í umræðuna. Er það vegna þess að 16 árum síðar sé þetta það sem brennur helst á honum eða getur það verið til þess að breiða yfir eitthvað annað? Gæti það verið vegna fréttar Viðskiptablaðsins um að „ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur í tvígang sent innviðaráðuneytinu bréf þar sem óskað er eftir rökstuðningi á reikningsskilum Reykjavíkurborgar sem kunna að vera í trássi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Hingað til hafa Félagsbústaðir, dótturfélag borgarinnar, metið fasteignir sínar á gangvirði fremur en kostnaðarverði. Neyðist félagið til að breyta um matsaðferð gæti það leitt til hátt í 70 milljarða króna niðurfærslu á virði fasteignasafnsins.“ Getur mögulega verið að með því að kasta fram máli frá árinu 2006 sé borgarstjóri einfaldlega að kasta ryki í augu borgarbúa? Á kjörtímabilinu höfum við Sjálfstæðismenn verið dugleg að benda á þá staðreynd að sú reikniskilaaðferð sem nýtt hefur verið vegna Félagsbústaða sé ekki rétt, enda hefur þessi aðferð gert að verkum að eignir sem ekki á að selja hafa skekkt ársreikninga Reykjavíkurborgar um 70 milljarða ef rétt reynist. Niðurfærsla Reykjavíkurborgar á um 70 milljörðum vegna húsnæðis félagsbústaða væri mikið fjárhagslegt högg fyrir Reykjavíkurborg. Er það möguleiki að þegar saga þessa kjörtímabils verði skrifuð sé það saga mestu fjármálaafglapa Reykjavíkurborgar? Að minnsta kosti er borgarstjóri í grjótkasti úr glerhúsi þegar hann gagnrýnir fjármálastjórn forvera sinna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Valgerður Sigurðardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Borgarstjóri fór mikinn í fjölmiðlum á miðvikudag þar sem hann sagði söluna á eignarhlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun til ríkisins árið 2006 vera mestu fjármálaafglöp sögunnar á sveitarstjórnarstigi. Þetta er stór fullyrðing og merkilegt að henni sé kastað fram á þessum tímapunkti þegar stutt er í kosningar. Fátt annað hefur verið í umræðunni á þessu kjörtímabili en fjármálaafglöp þess meirihluta er borgarstjóri fer fyrir. Þar sem hvert málið hefur rekið annað, sem hafa kostað okkur skattgreiðendur Reykjavíkurborgar háar fjárhæðir. Mál sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum verið dugleg að gagnrýna, enda fjármál Reykjavíkurborgar í ólestri. Þrátt fyrir tekjuaukningu ár eftir ár á kjörtímabilinu hafa útgjöld verið langt umfram innkomu og því hafa skuldir hlaðist upp. Í upphafi kjörtímabilsins voru skuldir Reykjavíkur 299 milljarðar en eru nú 400 milljarðar. Kjörtímabilið hófst með braggamálinu og síðan hefur hver málið rekið annað. Engin svör hafa fengist um hver kostnaður vegna Fossvogsskóla er orðinn á kjörtímabilinu. Þeim erindum hefur einfaldlega ekki verið svarað og því hef ég orðið að leita til innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar og óska eftir því að hann skoði mál Fossvogsskóla. Eitt er víst að sá kostnaður hleypur á háum upphæðum og vonandi skýrist það fljótlega hver heildarkostnaður er orðinn. Þessi tímasetning Hvers vegna er borgarstjóri að henda þessu máli núna inn í umræðuna. Er það vegna þess að 16 árum síðar sé þetta það sem brennur helst á honum eða getur það verið til þess að breiða yfir eitthvað annað? Gæti það verið vegna fréttar Viðskiptablaðsins um að „ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur í tvígang sent innviðaráðuneytinu bréf þar sem óskað er eftir rökstuðningi á reikningsskilum Reykjavíkurborgar sem kunna að vera í trássi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Hingað til hafa Félagsbústaðir, dótturfélag borgarinnar, metið fasteignir sínar á gangvirði fremur en kostnaðarverði. Neyðist félagið til að breyta um matsaðferð gæti það leitt til hátt í 70 milljarða króna niðurfærslu á virði fasteignasafnsins.“ Getur mögulega verið að með því að kasta fram máli frá árinu 2006 sé borgarstjóri einfaldlega að kasta ryki í augu borgarbúa? Á kjörtímabilinu höfum við Sjálfstæðismenn verið dugleg að benda á þá staðreynd að sú reikniskilaaðferð sem nýtt hefur verið vegna Félagsbústaða sé ekki rétt, enda hefur þessi aðferð gert að verkum að eignir sem ekki á að selja hafa skekkt ársreikninga Reykjavíkurborgar um 70 milljarða ef rétt reynist. Niðurfærsla Reykjavíkurborgar á um 70 milljörðum vegna húsnæðis félagsbústaða væri mikið fjárhagslegt högg fyrir Reykjavíkurborg. Er það möguleiki að þegar saga þessa kjörtímabils verði skrifuð sé það saga mestu fjármálaafglapa Reykjavíkurborgar? Að minnsta kosti er borgarstjóri í grjótkasti úr glerhúsi þegar hann gagnrýnir fjármálastjórn forvera sinna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Valgerður Sigurðardóttir
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun