Áfram veginn Vanda! Magnús Þór Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 23:00 Haustið 2021 var afdrifaríkur tími í sögu Knattspyrnusambands Íslands, fordæmalaus með öllu enda verið að eiga við verkefni sem áttu fátt skylt við íþróttina sjálfa. Verkefni sem urðu til þess að breytingar urðu á forystu þessarar stærstu fjöldahreyfingar íslensks samfélags. Í þessum ólgusjó öllum fór það svo, á aukaþingi sem sambandið boðaði til í októberbyrjun, að sá sögulegi atburður varð að kona var valin formaður, sú fyrsta til að gegna formannsstöðu knattspyrnusambands í heiminum. Það kallaði á mikið hugrekki að taka að sér verkefni formanns í þeim aðstæðum sem uppi voru á þessum tíma, en það var gæfa fyrir okkur sem unnum þessari íþrótt að Vanda Sigurgeirsdóttir hafði hugrekki til að bjóða fram krafta sína til að takast á við þau og á sama tíma vera með mikla reynslu á ólíkum sviðum knattspyrnunnar á Íslandi. Reynslu sem er byggð á áratuga farsæld á mismunandi stigum ferils hennar sem iðkandi, þjálfari og sjálfboðaliði í íþróttinni. Um komandi helgi er komið að reglulegu ársþingi og þar sem að mótframboð barst gegn sitjandi formanni, fá talsmenn knattspyrnufélaga í landinu að kjósa milli tveggja öflugra einstaklinga. Ég treysti því að þeir sem þingið sitja muni velja Vöndu til að halda áfram að leiða Knattspyrnusamband Íslands. Sá tími sem hún hefur leitt sambandið er vissulega bara 4 mánuðir en á þeim tíma hefur hún, ásamt öflugum hópi starfsmanna KSÍ, bæði leitt vinnu við þau mál sem skóku hreyfinguna til betri vegar auk þess að leiða endurskipulagningu þjálfarateymis karlalandsliðsins með breytingu á aðstoðarþjálfara og ráðningu tæknilegs ráðgjafa sem styðja mun við bak allra landsliða okkar. Nú á allra síðustu dögum hafa svo borist fréttir af árangursríku samstarfi KSÍ og ÍTF þegar kemur að sjónvarpsrétti fyrir knattspyrnuna, þar er stigið mikið framfaraskref. Vanda Sigurgeirsdóttir er leiðtogi. Það sýndi hún allan sinn knattspyrnuferil sem var einstaklega glæsilegur, allt frá því hún var á Sauðárkróki sem unglingur að keppa með strákunum, viðkomuna á Skipaskaga þar sem Íslandsmeistaratitlar byrjuðu að detta inn áður en hún fór í Kópavoginn og raðaði inn titlum sem leikmaður og þjálfari. Hún var í brautryðjendahópi íslenskra kvennalandsliða sem leikmaður á níunda áratugnum og leiddi síðar hópinn sem landsliðsþjálfari, er ótrúlegur liðsmaður með endalaust baráttuþrek. Utan vallar hefur hún náð miklum árangri á sviði erfiðra samskiptamála sem einn ötulasti baráttumaður gegn einelti á Íslandi. Þessa eiginleika höfum við greint frá fyrsta degi hennar sem formaður Knattspyrnusambandsins. Hún hefur þegar hafið samtöl við félögin í landinu um nánara samstarf þeirra og sambandsins. Hún hefur sýnt metnað sinn fyrir landsliðunum í verki og á síðustu dögum farið yfir þá sýn sem hún hefur á frekari vinnu, fái hún traust félaganna í landinu til að halda sínu starfi áfram. Vanda er harðduglegur leiðtogi, vinnusamur liðsmaður með skýra sýn og hugrekki til að taka við stýri í miklum mótvindi. Það er einmitt þannig einstaklingur sem íslensk knattspyrna þarf á að halda nú í dag og til framtíðar. Það er mikil gæfa að eiga kost á að merkja við nafn Vöndu Sigurgeirsdóttur á kosningaseðli ársþings KSÍ laugardaginn 26.febrúar, þakka henni hugrekkið og lýsa yfir stuðningi við áframhaldandi leiðtogastarf hennar fyrir íþróttina. Hún mun vísa veginn til nýrra afreka íþróttarinnar. Höfundur er formaður knattspyrnudeildar ÍR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Magnús Þór Jónsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Haustið 2021 var afdrifaríkur tími í sögu Knattspyrnusambands Íslands, fordæmalaus með öllu enda verið að eiga við verkefni sem áttu fátt skylt við íþróttina sjálfa. Verkefni sem urðu til þess að breytingar urðu á forystu þessarar stærstu fjöldahreyfingar íslensks samfélags. Í þessum ólgusjó öllum fór það svo, á aukaþingi sem sambandið boðaði til í októberbyrjun, að sá sögulegi atburður varð að kona var valin formaður, sú fyrsta til að gegna formannsstöðu knattspyrnusambands í heiminum. Það kallaði á mikið hugrekki að taka að sér verkefni formanns í þeim aðstæðum sem uppi voru á þessum tíma, en það var gæfa fyrir okkur sem unnum þessari íþrótt að Vanda Sigurgeirsdóttir hafði hugrekki til að bjóða fram krafta sína til að takast á við þau og á sama tíma vera með mikla reynslu á ólíkum sviðum knattspyrnunnar á Íslandi. Reynslu sem er byggð á áratuga farsæld á mismunandi stigum ferils hennar sem iðkandi, þjálfari og sjálfboðaliði í íþróttinni. Um komandi helgi er komið að reglulegu ársþingi og þar sem að mótframboð barst gegn sitjandi formanni, fá talsmenn knattspyrnufélaga í landinu að kjósa milli tveggja öflugra einstaklinga. Ég treysti því að þeir sem þingið sitja muni velja Vöndu til að halda áfram að leiða Knattspyrnusamband Íslands. Sá tími sem hún hefur leitt sambandið er vissulega bara 4 mánuðir en á þeim tíma hefur hún, ásamt öflugum hópi starfsmanna KSÍ, bæði leitt vinnu við þau mál sem skóku hreyfinguna til betri vegar auk þess að leiða endurskipulagningu þjálfarateymis karlalandsliðsins með breytingu á aðstoðarþjálfara og ráðningu tæknilegs ráðgjafa sem styðja mun við bak allra landsliða okkar. Nú á allra síðustu dögum hafa svo borist fréttir af árangursríku samstarfi KSÍ og ÍTF þegar kemur að sjónvarpsrétti fyrir knattspyrnuna, þar er stigið mikið framfaraskref. Vanda Sigurgeirsdóttir er leiðtogi. Það sýndi hún allan sinn knattspyrnuferil sem var einstaklega glæsilegur, allt frá því hún var á Sauðárkróki sem unglingur að keppa með strákunum, viðkomuna á Skipaskaga þar sem Íslandsmeistaratitlar byrjuðu að detta inn áður en hún fór í Kópavoginn og raðaði inn titlum sem leikmaður og þjálfari. Hún var í brautryðjendahópi íslenskra kvennalandsliða sem leikmaður á níunda áratugnum og leiddi síðar hópinn sem landsliðsþjálfari, er ótrúlegur liðsmaður með endalaust baráttuþrek. Utan vallar hefur hún náð miklum árangri á sviði erfiðra samskiptamála sem einn ötulasti baráttumaður gegn einelti á Íslandi. Þessa eiginleika höfum við greint frá fyrsta degi hennar sem formaður Knattspyrnusambandsins. Hún hefur þegar hafið samtöl við félögin í landinu um nánara samstarf þeirra og sambandsins. Hún hefur sýnt metnað sinn fyrir landsliðunum í verki og á síðustu dögum farið yfir þá sýn sem hún hefur á frekari vinnu, fái hún traust félaganna í landinu til að halda sínu starfi áfram. Vanda er harðduglegur leiðtogi, vinnusamur liðsmaður með skýra sýn og hugrekki til að taka við stýri í miklum mótvindi. Það er einmitt þannig einstaklingur sem íslensk knattspyrna þarf á að halda nú í dag og til framtíðar. Það er mikil gæfa að eiga kost á að merkja við nafn Vöndu Sigurgeirsdóttur á kosningaseðli ársþings KSÍ laugardaginn 26.febrúar, þakka henni hugrekkið og lýsa yfir stuðningi við áframhaldandi leiðtogastarf hennar fyrir íþróttina. Hún mun vísa veginn til nýrra afreka íþróttarinnar. Höfundur er formaður knattspyrnudeildar ÍR.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar