Ísland skal tryggja grundvallamannréttindi fyrir öll Tatjana Latinovic skrifar 24. febrúar 2022 08:01 Það er sárara en orð fá lýst að geta ekki haldið því kinnroðalaust fram að Ísland og íslensk stjórnvöld standi vörð um réttindi kvenna hér landi. Fyrr í þessum mánuði voru birt drög að nýjum útlendingalögum þar sem brotið er á mannréttindum fólks sem leitar skjóls á Íslandi, og nú á allra seinustu dögum fréttist að dómsmálaráðherra hyggist ekki endurnýja samning við Rauða Kross Íslands um hagsmunagæslu til hælisleitenda, án þess að hafa tryggt hana á viðeigandi hátt. Allar breytingar á löggjöf sem skerða mannréttindi fólks og niðurskurður til samtaka sem vinna að réttargæslu fólks er váleg vegferð á umrótartímum þegar ófriður er í lofti og ástand í heiminum verður sífellt ótryggara. Ég skora á íslensk stjórnvöld að sýna manngæsku og mannúð í verki. Kvenréttindafélag Íslands stendur vörð um jafnrétti allra og þess vegna sendi stjórn félagsins í vikunni eftirfarandi ályktun: Ályktun Kvenréttindafélags Íslands Það vekur ugg að fylgjast með brotum á mannréttindum kvenna sem minnst mega sín og sem koma til Íslands í von að bjarga lífi sínu. Nú hefur dómsmálaráðherra gefið út drög að frumvarpi til laga breytingum á útlendingalögum nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) og lögum um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002 (atvinnuleyfi) þar sem ekki er tekið tillit til sérstakrar stöðu kvenna eða annarra jaðarhópa, ekkert jafnréttismat hefur verið framkvæmt og hunsuð eru þau ólíku áhrif sem breytingum á lögunum hafa á stöðu kynjanna. Það segir eitthvað um stöðu jafnréttismála á Íslandi þegar æðstu stjórnvöld fara ekki eftir sínum eigin reglum um samþættingu jafnréttissjónarmiða. Jafnréttisparadísin Ísland? Íslensk stjórnvöld hafa verið dugleg að hreykja sér af jafnréttisparadísinni okkar við hvert tækifæri bæði heima og erlendis. Konur koma hingað í von að geta fengið sanngjarna meðferð en þeim er oftar en ekki hent út úr landi áður en þær geta talað fyrir sínu máli, sem er grunnkrafa allra lýðræðislega réttarkerfa. Íslendingar eru frægir á alþjóðlegum vettvangi fyrir að hafa þróað alls konar lausnir, lög og reglugerðir til að jafna hlut kynjanna. Þetta á að ná til allra á Íslandi, ekki bara okkar sem innfædd eru heldur einnig til okkar sem flytja hingað og okkar sem leita hér verndar. Aðgerðir til að ná kynjajafnrétti eiga að ná til allra kvenna, líka kvenna á flótta. Kynjasjónarmið þurfa því að vera höfð í huga við úrvinnslu allra mála, líkt og breytingum á útlendingalögum. Kvenréttindafélagið hvetur stjórnvöld til að standa með mannréttindum Samhliða þessum frumvarpsdrögum hafa stjórnvöld rift samningi sínum við einn mikilvægasta málsvari hælisleitenda, Rauða Kross Íslands, svo þau geta ekki lengur haldið uppi lögfræðiaðstoð til hælisleitenda. Þar með er grafið undan þekkingu og reynslu innan stjórnsýslunnar til að sinna málaflokknum. Íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir alþjóðlegar skuldbindingar til að vernda konur, þar með talið þær sem eru á flótta, sáttmála líkt og Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali og Istanbúlsamninginn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum. Kvenréttindafélagi Íslands þykir enn fremur leitt að sjá að ákvarðanir dómsmálaráðherra í útlendingamálum ganga þvert á gildandi stjórnarsáttmála, en þar kemur fram að jafnrétti kynjanna sé mikilvægur þáttur í heilbrigðu samfélagi og verði áfram forgangsmál. Mikilvægt er að stjórnvöld framfylgi stjórnarsáttmálanum og tryggi það að kynjajafnrétti gildi fyrir alla, óháð uppruna og samfélagsstöðu. Stöndum vörð um jafnrétti Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar að standa vörð um konur og enn fremur til að standa vörð grundvallargildi íslensks samfélags, jafnrétti, lýðræði og frelsi einstaklingsins. Kvenréttindafélag Íslands hvetur alþingisfólk til að samþykkja engar breytingar á lögum sem skerða grundvallarmannréttindi. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Mannréttindi Jafnréttismál Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er sárara en orð fá lýst að geta ekki haldið því kinnroðalaust fram að Ísland og íslensk stjórnvöld standi vörð um réttindi kvenna hér landi. Fyrr í þessum mánuði voru birt drög að nýjum útlendingalögum þar sem brotið er á mannréttindum fólks sem leitar skjóls á Íslandi, og nú á allra seinustu dögum fréttist að dómsmálaráðherra hyggist ekki endurnýja samning við Rauða Kross Íslands um hagsmunagæslu til hælisleitenda, án þess að hafa tryggt hana á viðeigandi hátt. Allar breytingar á löggjöf sem skerða mannréttindi fólks og niðurskurður til samtaka sem vinna að réttargæslu fólks er váleg vegferð á umrótartímum þegar ófriður er í lofti og ástand í heiminum verður sífellt ótryggara. Ég skora á íslensk stjórnvöld að sýna manngæsku og mannúð í verki. Kvenréttindafélag Íslands stendur vörð um jafnrétti allra og þess vegna sendi stjórn félagsins í vikunni eftirfarandi ályktun: Ályktun Kvenréttindafélags Íslands Það vekur ugg að fylgjast með brotum á mannréttindum kvenna sem minnst mega sín og sem koma til Íslands í von að bjarga lífi sínu. Nú hefur dómsmálaráðherra gefið út drög að frumvarpi til laga breytingum á útlendingalögum nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) og lögum um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002 (atvinnuleyfi) þar sem ekki er tekið tillit til sérstakrar stöðu kvenna eða annarra jaðarhópa, ekkert jafnréttismat hefur verið framkvæmt og hunsuð eru þau ólíku áhrif sem breytingum á lögunum hafa á stöðu kynjanna. Það segir eitthvað um stöðu jafnréttismála á Íslandi þegar æðstu stjórnvöld fara ekki eftir sínum eigin reglum um samþættingu jafnréttissjónarmiða. Jafnréttisparadísin Ísland? Íslensk stjórnvöld hafa verið dugleg að hreykja sér af jafnréttisparadísinni okkar við hvert tækifæri bæði heima og erlendis. Konur koma hingað í von að geta fengið sanngjarna meðferð en þeim er oftar en ekki hent út úr landi áður en þær geta talað fyrir sínu máli, sem er grunnkrafa allra lýðræðislega réttarkerfa. Íslendingar eru frægir á alþjóðlegum vettvangi fyrir að hafa þróað alls konar lausnir, lög og reglugerðir til að jafna hlut kynjanna. Þetta á að ná til allra á Íslandi, ekki bara okkar sem innfædd eru heldur einnig til okkar sem flytja hingað og okkar sem leita hér verndar. Aðgerðir til að ná kynjajafnrétti eiga að ná til allra kvenna, líka kvenna á flótta. Kynjasjónarmið þurfa því að vera höfð í huga við úrvinnslu allra mála, líkt og breytingum á útlendingalögum. Kvenréttindafélagið hvetur stjórnvöld til að standa með mannréttindum Samhliða þessum frumvarpsdrögum hafa stjórnvöld rift samningi sínum við einn mikilvægasta málsvari hælisleitenda, Rauða Kross Íslands, svo þau geta ekki lengur haldið uppi lögfræðiaðstoð til hælisleitenda. Þar með er grafið undan þekkingu og reynslu innan stjórnsýslunnar til að sinna málaflokknum. Íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir alþjóðlegar skuldbindingar til að vernda konur, þar með talið þær sem eru á flótta, sáttmála líkt og Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali og Istanbúlsamninginn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum. Kvenréttindafélagi Íslands þykir enn fremur leitt að sjá að ákvarðanir dómsmálaráðherra í útlendingamálum ganga þvert á gildandi stjórnarsáttmála, en þar kemur fram að jafnrétti kynjanna sé mikilvægur þáttur í heilbrigðu samfélagi og verði áfram forgangsmál. Mikilvægt er að stjórnvöld framfylgi stjórnarsáttmálanum og tryggi það að kynjajafnrétti gildi fyrir alla, óháð uppruna og samfélagsstöðu. Stöndum vörð um jafnrétti Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar að standa vörð um konur og enn fremur til að standa vörð grundvallargildi íslensks samfélags, jafnrétti, lýðræði og frelsi einstaklingsins. Kvenréttindafélag Íslands hvetur alþingisfólk til að samþykkja engar breytingar á lögum sem skerða grundvallarmannréttindi. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun