Uppbygging nýrra hverfa - Urriðaholt Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 23:01 Uppbyggingu fylgja fjárfestingar og vöxtur kallar á uppbyggingu innviða. Félagslegir innviðir eru jafnmikilvægir og götur og brýr – og við getum gert betur. Gæðin sem felast í því að geta sótt leik- og grunnskóla sem næst heimili barnsins eru mikil, það einfaldar líf okkar, er umhverfisvænna og tengir saman börn og fjölskyldur sem búa í sama hverfi. Ákjósanlegt er að systkini geti verið í sama skóla ef það hentar fjölskyldunni. Leikskóli í nálægð við lítil börn er lykilatriði í sterku samfélagi. Við þurfum að huga betur að uppbyggingu skóla samhliða uppbyggingu nýrra hverfa. Leik- og grunnskólar eru líka skipulagsmál. Félagslegir innviðir – gerum betur Í Garðabæ höfum við þegar hafið undirbúning að öðrum áfanga Urriðaholtsskóla og útboð fyrir þriðja áfanga er í undirbúningi. Áætluð verklok eru haustið 2023. Á næsta ári verður nýr leikskóli við Holtsveg tekinn í notkun. Haldin var samkeppni um hönnun leikskólans og teikningar liggja nú fyrir. Útboð á byggingu skólans verður svo á næstu vikum. Starfsemi er hafin á Mánahvoli við Vífilsstaði og í undirbúningi er að bjóða leikskólapláss við Kauptún en starfsemi getur hafist þar í haust. Á Urriðaholti mun rísa íþróttahús og sundlaug. Endanleg hönnun liggur ekki fyrir en hefja þarf undirbúning sem fyrst. Gott samtal og samráð við íbúa Urriðaholts er mikilvægt. Þar geta verið spennandi tækifæri til að auka þjónustu við íbúa með aðgengi að heitum pottum og gufu. Flýtum framkvæmdum og uppbyggingu Leik- og grunnskólar ásamt íþrótta- og sundaðstöðu eru mikilvægir hlekkir í öflugum félagslegum innviðum og þeir skipta máli þegar bjóða á góða þjónustu. Mikil fylgni er á milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa. Flýta þarf framkvæmdum og uppbyggingu þannig að við getum boðið fyrsta flokks þjónustu í Urriðaholti. Við þurfum einnig að bæta þjónustu fyrir eldri bæjarbúa í Urriðaholti. Huga þarf að uppbyggingu og félagsstarfi því nauðsynlegt er að íbúar á öllum aldri hafi aðgengi að góðri þjónustu í nærumhverfi sínu. Tengjum Garðabæ og aukum öryggi Gott skipulag hefur ekki aðeins áhrif á það að við komumst örugglega á milli staða heldur hefur það líka áhrif á líðan okkar. Góð tenging á milli hverfa er jafn mikilvæg og tenging við ósnortna náttúru. Bætum tengingar milli bæjarhluta, í miðbæinn og við skóla- og íþróttasvæði. Tengjum Urriðaholtið betur við Vífilsstaðahraun, Heiðmörk og Urriðavöll með göngu- og hjólastígum. Með betra stígakerfi og bættum samgöngum aukum við öryggi íbúa, jafnt barna sem fullorðinna. Urriðaholtið er lifandi og skemmtilegt hverfi, meirihluti íbúanna er undir fertugu og hlutfall barna er hátt. Þetta er fagnaðarefni. Unnið er að uppbyggingu á opnum leiksvæðum og er leiksvæðið Miðgarður einstaklega spennandi. Veitinga- og kaffihús rísa ásamt fjölbreyttri verslun og þjónustu. Þetta er mikilvægt enda viljum við öfluga hverfiskjarna sem nýtast íbúum og auka lífsgæði. Góð þjónusta, hvort sem hún er á vegum sveitarfélagsins eða annarra, gerir líf okkar betra. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Uppbyggingu fylgja fjárfestingar og vöxtur kallar á uppbyggingu innviða. Félagslegir innviðir eru jafnmikilvægir og götur og brýr – og við getum gert betur. Gæðin sem felast í því að geta sótt leik- og grunnskóla sem næst heimili barnsins eru mikil, það einfaldar líf okkar, er umhverfisvænna og tengir saman börn og fjölskyldur sem búa í sama hverfi. Ákjósanlegt er að systkini geti verið í sama skóla ef það hentar fjölskyldunni. Leikskóli í nálægð við lítil börn er lykilatriði í sterku samfélagi. Við þurfum að huga betur að uppbyggingu skóla samhliða uppbyggingu nýrra hverfa. Leik- og grunnskólar eru líka skipulagsmál. Félagslegir innviðir – gerum betur Í Garðabæ höfum við þegar hafið undirbúning að öðrum áfanga Urriðaholtsskóla og útboð fyrir þriðja áfanga er í undirbúningi. Áætluð verklok eru haustið 2023. Á næsta ári verður nýr leikskóli við Holtsveg tekinn í notkun. Haldin var samkeppni um hönnun leikskólans og teikningar liggja nú fyrir. Útboð á byggingu skólans verður svo á næstu vikum. Starfsemi er hafin á Mánahvoli við Vífilsstaði og í undirbúningi er að bjóða leikskólapláss við Kauptún en starfsemi getur hafist þar í haust. Á Urriðaholti mun rísa íþróttahús og sundlaug. Endanleg hönnun liggur ekki fyrir en hefja þarf undirbúning sem fyrst. Gott samtal og samráð við íbúa Urriðaholts er mikilvægt. Þar geta verið spennandi tækifæri til að auka þjónustu við íbúa með aðgengi að heitum pottum og gufu. Flýtum framkvæmdum og uppbyggingu Leik- og grunnskólar ásamt íþrótta- og sundaðstöðu eru mikilvægir hlekkir í öflugum félagslegum innviðum og þeir skipta máli þegar bjóða á góða þjónustu. Mikil fylgni er á milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa. Flýta þarf framkvæmdum og uppbyggingu þannig að við getum boðið fyrsta flokks þjónustu í Urriðaholti. Við þurfum einnig að bæta þjónustu fyrir eldri bæjarbúa í Urriðaholti. Huga þarf að uppbyggingu og félagsstarfi því nauðsynlegt er að íbúar á öllum aldri hafi aðgengi að góðri þjónustu í nærumhverfi sínu. Tengjum Garðabæ og aukum öryggi Gott skipulag hefur ekki aðeins áhrif á það að við komumst örugglega á milli staða heldur hefur það líka áhrif á líðan okkar. Góð tenging á milli hverfa er jafn mikilvæg og tenging við ósnortna náttúru. Bætum tengingar milli bæjarhluta, í miðbæinn og við skóla- og íþróttasvæði. Tengjum Urriðaholtið betur við Vífilsstaðahraun, Heiðmörk og Urriðavöll með göngu- og hjólastígum. Með betra stígakerfi og bættum samgöngum aukum við öryggi íbúa, jafnt barna sem fullorðinna. Urriðaholtið er lifandi og skemmtilegt hverfi, meirihluti íbúanna er undir fertugu og hlutfall barna er hátt. Þetta er fagnaðarefni. Unnið er að uppbyggingu á opnum leiksvæðum og er leiksvæðið Miðgarður einstaklega spennandi. Veitinga- og kaffihús rísa ásamt fjölbreyttri verslun og þjónustu. Þetta er mikilvægt enda viljum við öfluga hverfiskjarna sem nýtast íbúum og auka lífsgæði. Góð þjónusta, hvort sem hún er á vegum sveitarfélagsins eða annarra, gerir líf okkar betra. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar