Innlent

Gróður­hús með á­tján þúsund jarða­r­berja­­plöntum stór­­skemmt

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Miklar skemmdir urðu á gróðurhúsinu í nótt í Laugarási í Biskupstungum í Bláskógabyggð í nótt.
Miklar skemmdir urðu á gróðurhúsinu í nótt í Laugarási í Biskupstungum í Bláskógabyggð í nótt. Hólmfríður Geirsdóttir

„Það verða engin ber héðan út þetta ár og fram á mitt næsta að minnsta kosti,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Jarðarberjalands í Reykholti í Bláskógabyggð.

Gróðurhús hennar fór illa í óveðrinu í nótt. Tjónið er mikið.

„Við vorum búin að stilla upp í heilsársræktun og frá okkur fara vikulega fjögur til fimm hundruð kíló af berjum á veturna. Á sumrin eru þau 1000-1500 kíló. Gróðurhúsið, sem skemmdist í nótt er um tvö þúsund fermetrar, þannig að tjónið er mikið,“

Hún segist ekki geta metið heildartjónið að svo stöddu. Þó sé alveg ljóst að ræktunarárið sé farið. 

Ársframleiðsla stöðvarinnar er 31 til 32 tonn af berjum. 18.200 jarðarberjaplöntur eru í húsinu, sem er nú ónýtt.

Að neðan má sjá myndir af gróðurhúsinu eftir storminn.

Hér sést inn í gróðurhúsið og skemmdirnar.Hólmfríður Geirsdóttir

Hólmfríður Geirsdóttir á og rekur garðyrkjustöðina Jarðarberjaland með manni sínum.

Eyðileggingin er mikil.

Ljóst er að stórt skarð er höggvið í jarðarberjaræktina hér á landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×