Betri en Fasteignaskatturinn Davíð Stefán Reynisson skrifar 21. febrúar 2022 08:30 Það hefur ekki farið framhjá neinum að fasteignaverð í Reykjavík hefur hækkað gífurlega síðustu ár og mánuði. Ungt fólk hefur setið á hakanum því kaupmáttur launa hefur ekki hækkað í sama mæli. Flestir eru sammála að þessi staða sé vandamál en þeim kemur ekki saman um hvernig er best að taka á vandanum. Vilja sumir meina að lækka þurfi útlánsvexti bankanna en aðrir vilja meina að þetta sé bara spurning um að byggja meira. Sjálfur fagna ég áætlunum flokkana í Borginni um að byggja meira, hvort sem það er miðsvæðis eða í úthverfunum, enda er bersýnilegur framboðsskortur á húsnæði. Ég tel þessar áætlanir hins vegar ekki taka á meginrót vandans—spákaupmennsku. Spákaupmennska hefur verið og mun halda áfram að vera meginástæða þess að fasteignamarkaðurinn er óaðgengilegur fyrstu kaupendum. Svo lengi sem hægt er að nota land sem fjárfestingartól mun það alltaf endurspeglast í verði þess. Því vil ég tala fyrir lausn sem gerir spákaupmennsku með fasteignir að verri kost fyrir fjárfesta og hvetur núverandi lóðareigendur til að byggja meira og þéttar. Sú lausn felst í að skipta út fasteignaskattinum fyrir lóðamatsskatt. Lóðamatsskattur tekur allt eða hluta af virði óbætts lands sem skattstofn. Þar sem „óbætt land“ er sá hluti fasteignamats sem tekur ekki tillit til bygginga, skólplagna, trjáa og þess háttar. Það er oftar en ekki aukin eftirspurn eftir staðsetningu—ekki baðherbergjum eða bílskúrum, sem leiðir til þess að fasteignaverð hækkar ár frá ári. Þessar aðstæður skapa hvata fyrir fólk til að kaupa fasteignir sem fjárfestingartól en ekki bara sem húsnæði. Húsnæði er nauðsynlegt en það er ekki hagkvæmt til lengdar að nota takmarkaða auðlind líkt og land á þennan veg. Við getum alltaf gefið út ný hlutabréf en við getum ekki framleitt endalaust pláss. Með því að skattleggja óbætt land geta braskarar ekki lengur grætt á síhækkandi eftirspurn eftir þessari takmörkuðu auðlind. Fasteignaskatturinn, sem er næststærsta tekjulind sveitarfélaganna og nemur 0,5% af fasteignamati íbúðaeigna, gerir ekki nægilega mikið til að minnka hvatann til að nota fasteignir sem fjárfestingartól. Þvert á móti, fólk tapar á að byggja við lóðirnar sínar, því skattbyrðinn eykst þegar fasteignamatið er hærra. Þetta leiðir til þess að framboð af húsnæði nær aldrei að mæta eftirspurn og fasteignaverð helst hátt. Lóðamatsskatturinn hefur þveröfug áhrif. Í stað þess að refsa fólki fyrir að byggja við lóðirnar sínar, þá hvetur hann til þess. Þar sem skatturinn tekur bara tillit til virði óbættra lóða, þá borga lóðareigendur sem byggja meira, hlutfallslega minni skatt en þeir sem láta lóðirnar sínar ósnertar. Lóðamatsskatturinn leiðir til þess að þau sem hafa hve mest not af tiltekinni eign hverju sinni, séu þau sem eiga hana. Hugmyndin um lóðamatsskatt kom fyrst fram í lok 19. aldar þegar blaðamaður í New York sá fyrir sér skatt sem gæti komið í stað allra annara. Síðan þá hefur hugmyndin verið í sérstöku dálæti hjá mörgum hagfræðingum þar sem lóðamatsskattinum fylgir fræðilega séð ekkert allratap. Það er vegna þess að framboð lands er bundið lögmálum náttúrunar og því er ekki hægt að minnka eða auka framboð þess ef það reynist dýrara að eiga það. Samanborið við fasteignaskattinn er því hægt að rukka meira án þess að missa hagkvæmni. Fast framboð lands tryggir líka að leigusalar geta ekki skeytt skattinum á leigjendur, þar sem þeir yrðu ósamkeppnishæfir á leigumarkaði. Það fer bráðum að líða að sveitarstjórnarkosningum. Mikið af flottu og framtakssömu fólki er í framboði og tala fyrir alls konar hugmyndum. Ég biðla til þess, óhað því hvar það stendur á pólítíska litrófinu, að endurskoða fasteignaskattinn. Það er til betri kostur. Höfundur er námsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Skattar og tollar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að fasteignaverð í Reykjavík hefur hækkað gífurlega síðustu ár og mánuði. Ungt fólk hefur setið á hakanum því kaupmáttur launa hefur ekki hækkað í sama mæli. Flestir eru sammála að þessi staða sé vandamál en þeim kemur ekki saman um hvernig er best að taka á vandanum. Vilja sumir meina að lækka þurfi útlánsvexti bankanna en aðrir vilja meina að þetta sé bara spurning um að byggja meira. Sjálfur fagna ég áætlunum flokkana í Borginni um að byggja meira, hvort sem það er miðsvæðis eða í úthverfunum, enda er bersýnilegur framboðsskortur á húsnæði. Ég tel þessar áætlanir hins vegar ekki taka á meginrót vandans—spákaupmennsku. Spákaupmennska hefur verið og mun halda áfram að vera meginástæða þess að fasteignamarkaðurinn er óaðgengilegur fyrstu kaupendum. Svo lengi sem hægt er að nota land sem fjárfestingartól mun það alltaf endurspeglast í verði þess. Því vil ég tala fyrir lausn sem gerir spákaupmennsku með fasteignir að verri kost fyrir fjárfesta og hvetur núverandi lóðareigendur til að byggja meira og þéttar. Sú lausn felst í að skipta út fasteignaskattinum fyrir lóðamatsskatt. Lóðamatsskattur tekur allt eða hluta af virði óbætts lands sem skattstofn. Þar sem „óbætt land“ er sá hluti fasteignamats sem tekur ekki tillit til bygginga, skólplagna, trjáa og þess háttar. Það er oftar en ekki aukin eftirspurn eftir staðsetningu—ekki baðherbergjum eða bílskúrum, sem leiðir til þess að fasteignaverð hækkar ár frá ári. Þessar aðstæður skapa hvata fyrir fólk til að kaupa fasteignir sem fjárfestingartól en ekki bara sem húsnæði. Húsnæði er nauðsynlegt en það er ekki hagkvæmt til lengdar að nota takmarkaða auðlind líkt og land á þennan veg. Við getum alltaf gefið út ný hlutabréf en við getum ekki framleitt endalaust pláss. Með því að skattleggja óbætt land geta braskarar ekki lengur grætt á síhækkandi eftirspurn eftir þessari takmörkuðu auðlind. Fasteignaskatturinn, sem er næststærsta tekjulind sveitarfélaganna og nemur 0,5% af fasteignamati íbúðaeigna, gerir ekki nægilega mikið til að minnka hvatann til að nota fasteignir sem fjárfestingartól. Þvert á móti, fólk tapar á að byggja við lóðirnar sínar, því skattbyrðinn eykst þegar fasteignamatið er hærra. Þetta leiðir til þess að framboð af húsnæði nær aldrei að mæta eftirspurn og fasteignaverð helst hátt. Lóðamatsskatturinn hefur þveröfug áhrif. Í stað þess að refsa fólki fyrir að byggja við lóðirnar sínar, þá hvetur hann til þess. Þar sem skatturinn tekur bara tillit til virði óbættra lóða, þá borga lóðareigendur sem byggja meira, hlutfallslega minni skatt en þeir sem láta lóðirnar sínar ósnertar. Lóðamatsskatturinn leiðir til þess að þau sem hafa hve mest not af tiltekinni eign hverju sinni, séu þau sem eiga hana. Hugmyndin um lóðamatsskatt kom fyrst fram í lok 19. aldar þegar blaðamaður í New York sá fyrir sér skatt sem gæti komið í stað allra annara. Síðan þá hefur hugmyndin verið í sérstöku dálæti hjá mörgum hagfræðingum þar sem lóðamatsskattinum fylgir fræðilega séð ekkert allratap. Það er vegna þess að framboð lands er bundið lögmálum náttúrunar og því er ekki hægt að minnka eða auka framboð þess ef það reynist dýrara að eiga það. Samanborið við fasteignaskattinn er því hægt að rukka meira án þess að missa hagkvæmni. Fast framboð lands tryggir líka að leigusalar geta ekki skeytt skattinum á leigjendur, þar sem þeir yrðu ósamkeppnishæfir á leigumarkaði. Það fer bráðum að líða að sveitarstjórnarkosningum. Mikið af flottu og framtakssömu fólki er í framboði og tala fyrir alls konar hugmyndum. Ég biðla til þess, óhað því hvar það stendur á pólítíska litrófinu, að endurskoða fasteignaskattinn. Það er til betri kostur. Höfundur er námsmaður.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun