Nútímaborg sem laðar fram það besta í fólki Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 16:01 Fólk sem fæðist á Íslandi í dag mun í framtíðinni vonandi vera frjálst til að geta valið hvar það vill búa. Ég vil að fólk hafi þetta frelsi og þess vegna finnst mér mikilvægt að skapa aðlaðandi borgarlíf hér á landi svo fólki finnist eftirsóknarverðast að búa hér. Höfuðborgin Reykjavík þarf því að vera í fremstu röð og standast samanburð við aðrar borgir. Hlutverk okkar stjórnmálafólks í borginni er að sjá til þess að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg sem laðar fram það besta í fólki, veitir því tækifærin sem það sækist eftir og lætur því líða vel. Betri borg fyrir börnin Skólakerfið er frumforsenda þess að skapa aðlaðandi borg til framtíðar. Ný menntastefna borgarinnar undir yfirskriftinni „Látum draumana rætast“ hefur því verið frábær innspýting inn í skólastarfið að undanförnu. Hún fangar einmitt þennan anda – Reykjavík á að vera borg þar sem fjölbreyttir draumar geta þrifist og ræst. Við þurfum að geta boðið nemendum upp á framúrskarandi umhverfi og sjá jafnframt til þess að fjarlæg miðstýring hindri ekki kennara í þeirra dýrmæta starfi. Ég hef staðið fyrir því að móta nýjan fjárhagslegan grundvöll fyrir grunnskóla og hlutverk þess er að tryggja aukið frelsi í kerfinu og fjármagn. Börn með sértækan vanda eiga ekki að þurfa að bíða í 18 mánaða greiningarferli. Við erum að bregðast við núna. Þau eiga rétt á skýrum úrræðum við hæfi eins fljótt og auðið er. Þess vegna höfum við farið í átaksverkefni til að stytta þessa biðlista. Það gefur líka auga leið að Reykjavíkurborg á enn fremur að vera borg sem hlúir að andlegu heilbrigði barna og þess vegna þróuðum við verkefnið Betri borg fyrir börn, sem miðar að því að bæta þjónustuna fyrir börnin og færa hana í auknum mæli inn í skólaumhverfið. Þjónusta, virðing og skilningur Í borg eins og Reykjavík eiga fjölskyldur á öllum aldri að geta treyst á aðgengilega, stafræna og góða þjónustu. Hér skortir ekkert til að geta boðið upp á framúrskarandi þjónustu og þar á ávallt að endurspeglast virðing fyrir og skilningur á þörfum fólks. Aldraðir og þau sem glíma við hreyfihömlun eiga að geta treyst fyllilega á þjónustu borgarinnar og við eigum jafnframt að sjá til þess að fólk geti búið eins lengi heima hjá sér og það vill og getur. Eftir það eiga hjúkrunarheimilin að taka fólki opnum örmum án þess að það þurfi að bíða eftir plássi með tilheyrandi óvissu og álagi. Mikil og góð vinna hefur farið fram á sviði velferðarmála síðustu misseri og heimsfaraldurinn hefur haft þau áhrif að margar nýjungar þróast hratt. Fjölbreytt mannlíf þarf fjölbreyttar samgöngur Reykjavík til framtíðar á að vera fjölbreytt, græn og skilvirk. Borgarlínan mun gera að verkum að almenningssamöngur verða að auðveldum og raunhæfum kosti. Vitaskuld þurfum við gott vegakerfi fyrir fólk sem notar einkabílinn til að komast milli staða. En það er brýnt að styðja við fjölbreyttari ferðamáta – íbúar borgarinnar eiga að hafa frelsið til að velja hvað hentar þeim best. Hjólastígar borgarinnar eiga að vera fyrsta flokks, auk þess sem áframhaldandi þétting byggðar á að vera í forgangi. Reykjavík á að vera borg sem leggur áherslu á þjónustu í nærumhverfi borgaranna sem geta sótt helstu þjónustu í sínu hverfi. Grenndarstöðin þín á að vera handan við hornið, snyrtileg og í samræmi við umhverfi sitt. Þá er samræmd sorphirða á höfuðborgarsvæðinu á næsta leiti og í henni munu felast margvísleg tækifæri. Stafræn þjónusta eykur lífsgæði okkar Stafræn tækni er þjónusta sem getur einfaldað líf borgarbúa til muna og aukið þannig lífsgæði þeirra. Þess vegna höfum við stigið stór skref í átt stafrænnar þjónustu á undanförnum misserum og er sú vegferð rétt að byrja. Það er í stutt í það að hægt verði að sækja rafrænt um skólaþjónustu, leikskóla og stuðningsþjónustu. Þess má einnig geta að nýlega vann borgin til verðlauna fyrir nýtt stafrænt umsóknarferli fjárhagsaðstoðar. Hluti af því að það sé gott að búa í borg er að það sé gott að vinna þar. Til þess að Reykjavík sé aðlaðandi og eftirsóknarverð borg þurfum við að styðja við þarfir atvinnulífsins. Þess vegna finnst mér brýnt að stuðla að einfaldara regluverki með góðu aðgengi að stjórnsýslu sem þjónustar fólk í stað þess að flækja líf þess. Borgin sem við elskum Reykjavík á að vera borg sem fólk elskar að búa í. Borg með iðandi mannlífi þar sem sköpunargleði fólks, innblástur og frjáls hugsun fær að njóta sín. Borg sem býður upp á fjölbreytt atvinnutækifæri og samgöngur í heimsklassa og veitir íbúum framúrskarandi góða þjónustu á öllum sviðum. Hlutverk borgaryfirvalda er því að skapa umhverfi sem gerir fólki kleift að blómstra á sínum forsendum. Það er borgin sem ég vil halda áfram að skapa. Viðreisn er stjórnmálaafl sem lætur verkin tala og er óhrætt við að fara nýjar leiðir í því augnamiði að bæta líf borgarbúa. Ég vil vera í þeirri forystu áfram og leita því eftir stuðningi í prófkjöri flokksins. Það eru spennandi vikur framundan sem ég mun nýta vel til að kynna hugsjónir okkar og stefnumál. Saman munum við halda áfram að skapa aðlaðandi, fallega og eftirsóknarverða borg til framtíðar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Fólk sem fæðist á Íslandi í dag mun í framtíðinni vonandi vera frjálst til að geta valið hvar það vill búa. Ég vil að fólk hafi þetta frelsi og þess vegna finnst mér mikilvægt að skapa aðlaðandi borgarlíf hér á landi svo fólki finnist eftirsóknarverðast að búa hér. Höfuðborgin Reykjavík þarf því að vera í fremstu röð og standast samanburð við aðrar borgir. Hlutverk okkar stjórnmálafólks í borginni er að sjá til þess að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg sem laðar fram það besta í fólki, veitir því tækifærin sem það sækist eftir og lætur því líða vel. Betri borg fyrir börnin Skólakerfið er frumforsenda þess að skapa aðlaðandi borg til framtíðar. Ný menntastefna borgarinnar undir yfirskriftinni „Látum draumana rætast“ hefur því verið frábær innspýting inn í skólastarfið að undanförnu. Hún fangar einmitt þennan anda – Reykjavík á að vera borg þar sem fjölbreyttir draumar geta þrifist og ræst. Við þurfum að geta boðið nemendum upp á framúrskarandi umhverfi og sjá jafnframt til þess að fjarlæg miðstýring hindri ekki kennara í þeirra dýrmæta starfi. Ég hef staðið fyrir því að móta nýjan fjárhagslegan grundvöll fyrir grunnskóla og hlutverk þess er að tryggja aukið frelsi í kerfinu og fjármagn. Börn með sértækan vanda eiga ekki að þurfa að bíða í 18 mánaða greiningarferli. Við erum að bregðast við núna. Þau eiga rétt á skýrum úrræðum við hæfi eins fljótt og auðið er. Þess vegna höfum við farið í átaksverkefni til að stytta þessa biðlista. Það gefur líka auga leið að Reykjavíkurborg á enn fremur að vera borg sem hlúir að andlegu heilbrigði barna og þess vegna þróuðum við verkefnið Betri borg fyrir börn, sem miðar að því að bæta þjónustuna fyrir börnin og færa hana í auknum mæli inn í skólaumhverfið. Þjónusta, virðing og skilningur Í borg eins og Reykjavík eiga fjölskyldur á öllum aldri að geta treyst á aðgengilega, stafræna og góða þjónustu. Hér skortir ekkert til að geta boðið upp á framúrskarandi þjónustu og þar á ávallt að endurspeglast virðing fyrir og skilningur á þörfum fólks. Aldraðir og þau sem glíma við hreyfihömlun eiga að geta treyst fyllilega á þjónustu borgarinnar og við eigum jafnframt að sjá til þess að fólk geti búið eins lengi heima hjá sér og það vill og getur. Eftir það eiga hjúkrunarheimilin að taka fólki opnum örmum án þess að það þurfi að bíða eftir plássi með tilheyrandi óvissu og álagi. Mikil og góð vinna hefur farið fram á sviði velferðarmála síðustu misseri og heimsfaraldurinn hefur haft þau áhrif að margar nýjungar þróast hratt. Fjölbreytt mannlíf þarf fjölbreyttar samgöngur Reykjavík til framtíðar á að vera fjölbreytt, græn og skilvirk. Borgarlínan mun gera að verkum að almenningssamöngur verða að auðveldum og raunhæfum kosti. Vitaskuld þurfum við gott vegakerfi fyrir fólk sem notar einkabílinn til að komast milli staða. En það er brýnt að styðja við fjölbreyttari ferðamáta – íbúar borgarinnar eiga að hafa frelsið til að velja hvað hentar þeim best. Hjólastígar borgarinnar eiga að vera fyrsta flokks, auk þess sem áframhaldandi þétting byggðar á að vera í forgangi. Reykjavík á að vera borg sem leggur áherslu á þjónustu í nærumhverfi borgaranna sem geta sótt helstu þjónustu í sínu hverfi. Grenndarstöðin þín á að vera handan við hornið, snyrtileg og í samræmi við umhverfi sitt. Þá er samræmd sorphirða á höfuðborgarsvæðinu á næsta leiti og í henni munu felast margvísleg tækifæri. Stafræn þjónusta eykur lífsgæði okkar Stafræn tækni er þjónusta sem getur einfaldað líf borgarbúa til muna og aukið þannig lífsgæði þeirra. Þess vegna höfum við stigið stór skref í átt stafrænnar þjónustu á undanförnum misserum og er sú vegferð rétt að byrja. Það er í stutt í það að hægt verði að sækja rafrænt um skólaþjónustu, leikskóla og stuðningsþjónustu. Þess má einnig geta að nýlega vann borgin til verðlauna fyrir nýtt stafrænt umsóknarferli fjárhagsaðstoðar. Hluti af því að það sé gott að búa í borg er að það sé gott að vinna þar. Til þess að Reykjavík sé aðlaðandi og eftirsóknarverð borg þurfum við að styðja við þarfir atvinnulífsins. Þess vegna finnst mér brýnt að stuðla að einfaldara regluverki með góðu aðgengi að stjórnsýslu sem þjónustar fólk í stað þess að flækja líf þess. Borgin sem við elskum Reykjavík á að vera borg sem fólk elskar að búa í. Borg með iðandi mannlífi þar sem sköpunargleði fólks, innblástur og frjáls hugsun fær að njóta sín. Borg sem býður upp á fjölbreytt atvinnutækifæri og samgöngur í heimsklassa og veitir íbúum framúrskarandi góða þjónustu á öllum sviðum. Hlutverk borgaryfirvalda er því að skapa umhverfi sem gerir fólki kleift að blómstra á sínum forsendum. Það er borgin sem ég vil halda áfram að skapa. Viðreisn er stjórnmálaafl sem lætur verkin tala og er óhrætt við að fara nýjar leiðir í því augnamiði að bæta líf borgarbúa. Ég vil vera í þeirri forystu áfram og leita því eftir stuðningi í prófkjöri flokksins. Það eru spennandi vikur framundan sem ég mun nýta vel til að kynna hugsjónir okkar og stefnumál. Saman munum við halda áfram að skapa aðlaðandi, fallega og eftirsóknarverða borg til framtíðar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun