Vandi sem varðar líf og dauða Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 21:00 Á Íslandi hafa framlög til geðheilbrigðismála í gegnum tíðina almennt mætt afgangi. Í kjölfar efnahagskreppunnar, árið 2008, hljóðaði niðurskurðurinn upp á 17% á geðsviði á árunum 2008 til 2012. Um svipað leyti fjölgaði komum á bráðaþjónustunni. Að sækja sér geðheilbrigðisþjónustu hefur ekki alltaf verið á færi allra. Skortur er á geðlæknum hérlendis og kostnaðurinn sem fylgir því að fara til sálfræðings getur verið gífurlegur. Árið 2020 var frumvarp um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu samþykkt á Alþingi og fögnuðu margir þeim áformum. En svo kom á daginn að það reyndist einvörðungu í orði en ekki á borði. Þingmaður Viðreisnar kom fram í fréttum fyrr í mánuðinum og talaði um að heimildin til niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu hafi ekki verið nýtt þar sem ekki hafi fylgt fjármagn frá ríkisstjórninni. Að sögn þingmannsins væri heimild til niðurgreiðslu til staðar en ekki fjármagn og það endurspeglaði fyrst og fremst pólitískan vilja og áhugaleysi í málinu. Á síðustu misserum hefur mikið verið rætt um nauðsyn þess að grípa einstaklinga áður en í óefni er komið. Vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi þess að hlúa að geðheilsunni jafnfætis þeirri líkamlegu. Nú til dags er talað um fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun í veitingu þjónustu. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru besti kosturinn fjárhagslega, sem og fyrir einstaklinginn. Að bregðast við eins fljótt og auðið er dregur úr þjáningu og gefur flestum færi á að missa sem minnst úr vinnu eða námi. Snör inngrip og samþætting í þjónustuveitingu, auk fjölbreyttra úrræða í samfélaginu, sem einstaklingar hafa tök á að sækja á eigin forsendum, geta stuðlað að aukinni virkni. Samhliða væru hverfandi líkur á að fólk þyrfti með tímanum að reiða sig á bætur frá almannatryggingakerfinu vegna skertrar starfsorku. Þrátt fyrir áðurnefnda vitundarvakningu er víða þörf á viðhorfsbreytingu varðandi þjónustu við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir. Í fyrra kom fram í fréttum á RÚV að biðtími eftir þjónustu, eftir meðferð átröskunarteymis á Landspítala, hafi sjöfaldast á fjórum árum. Einnig hefur komið fram að umtalsvert fleiri hafi látist af völdum sjálfsvíga á undanförnum árum heldur en af völdum COVID-19. Framlög til geðheilbrigðismála árið 2022 eru ekki í takt við hina raunverulegu þörf. Geðheilbrigðismál er umfangsmikill málaflokkur sem í gegnum tíðina hefur oftar en ekki setið á hakanum. Fjármagni er oft veitt í tímabundin verkefni líkt og verið sé að plástra sár. Ætla má að kvíði og almenn vanlíðan hafi aukist meðal landsmanna á þeim óvissutímum sem við höfum búið við. Tíðni heimilisofbeldis hefur vaxið og ætla má að notkun vímuefna hafi sömuleiðis tekið kipp. Bæði fagfólk og samfélagið í heild sinni mætti huga betur að rót vandans hjá einstaklingum í stað þess að einblína fyrst og fremst á einkenni, eins og tíðkast hefur í gegnum tíðina. Geðlyfjanotkun á Íslandi er gífurleg í samanburði við mörg önnur Evrópulönd. Ef aðgengi að sálfræðiþjónustu væri betra myndi lyfjanotkun landsmanna að öllum líkindum minnka með tímanum og atvinnuþátttaka aukast. Fjármagni hefur verið varið í svokölluð geðheilsuteymi á landsvísu. Þau eru ætluð einstaklingum sem þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda. Nýlega var tryggt fjármagn fyrir áframhaldandi starfsemi geðheilsuteymi fanga. Einnig er í vinnslu að byggja upp geðheilsuteymi fyrir börn. Heilbrigðisráðherra skipaði stýrihóp tímabundið til að vakta óbein áhrif COVID-19 á geðheilsu og skilaði hópurinn skýrslu í maí sl. um áhrif faraldursins á börn og ungmenni. Fram kemur í skýrslunni að stýrihópurinn leggi til að farið verði í aðgerðir til að stytta bið eftir sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu á BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans). Biðlistar þar hafa aukist umtalsvert. Sem stendur er geðsvið Landspítalans heldur ekki með í áformum um nýjan spítala, þrátt fyrir úreltar og óaðgengilegar byggingar sem standast ekki nútímakröfur. Nýtt geðsvið hefur ekki einu sinni verið á teikniborðinu hjá framkvæmdaraðilum. Áætla má að erfitt ástand sé í vændum sem vinda þarf ofan af. Margt eldra fólk ásamt einstaklingum í áhættuhópum hafa lokað sig af og einangrast enn meir í gegnum heimsfaraldurinn. Unga fólkið okkar hefur heldur ekki fengið að upplifa eðlileg félagsleg samskipti sem ættu að einkenna menntaskólaárin. Líkt og komið hefur fram er langur biðlisti á BUGL og getur bið eftir þjónustu barnasálfræðings á stofu sömuleiðis verið löng. Á síðustu misserum hefur umboðsmaður barna oft bent á það óásættanlega úrræðaleysi að börnum í leit að nauðsynlegri þjónustu sé vísað frá og jafnvel sett á biðlista. Upplýsingar um bið eftir ýmiss konar þjónustu fyrir börn má finna hér. Snemmtæk íhlutun skiptir sköpum á fyrstu árum í lífi barns. Hún er lykilatriði í farsæld barna og ungmenna um ókomna tíð. Ég skora því á stjórnvöld að leggja áherslu á heilsu þjóðarinnar nú þegar almenningur hefur búið við mikið óvissuástand undanfarin ár. Vissulega er óvissa fylgifiskur mannlegrar tilveru en nú er svo sannarlega þörf á mótvægisaðgerðum sem stuðla að bættri lýðheilsu þjóðarinnar! Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Á Íslandi hafa framlög til geðheilbrigðismála í gegnum tíðina almennt mætt afgangi. Í kjölfar efnahagskreppunnar, árið 2008, hljóðaði niðurskurðurinn upp á 17% á geðsviði á árunum 2008 til 2012. Um svipað leyti fjölgaði komum á bráðaþjónustunni. Að sækja sér geðheilbrigðisþjónustu hefur ekki alltaf verið á færi allra. Skortur er á geðlæknum hérlendis og kostnaðurinn sem fylgir því að fara til sálfræðings getur verið gífurlegur. Árið 2020 var frumvarp um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu samþykkt á Alþingi og fögnuðu margir þeim áformum. En svo kom á daginn að það reyndist einvörðungu í orði en ekki á borði. Þingmaður Viðreisnar kom fram í fréttum fyrr í mánuðinum og talaði um að heimildin til niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu hafi ekki verið nýtt þar sem ekki hafi fylgt fjármagn frá ríkisstjórninni. Að sögn þingmannsins væri heimild til niðurgreiðslu til staðar en ekki fjármagn og það endurspeglaði fyrst og fremst pólitískan vilja og áhugaleysi í málinu. Á síðustu misserum hefur mikið verið rætt um nauðsyn þess að grípa einstaklinga áður en í óefni er komið. Vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi þess að hlúa að geðheilsunni jafnfætis þeirri líkamlegu. Nú til dags er talað um fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun í veitingu þjónustu. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru besti kosturinn fjárhagslega, sem og fyrir einstaklinginn. Að bregðast við eins fljótt og auðið er dregur úr þjáningu og gefur flestum færi á að missa sem minnst úr vinnu eða námi. Snör inngrip og samþætting í þjónustuveitingu, auk fjölbreyttra úrræða í samfélaginu, sem einstaklingar hafa tök á að sækja á eigin forsendum, geta stuðlað að aukinni virkni. Samhliða væru hverfandi líkur á að fólk þyrfti með tímanum að reiða sig á bætur frá almannatryggingakerfinu vegna skertrar starfsorku. Þrátt fyrir áðurnefnda vitundarvakningu er víða þörf á viðhorfsbreytingu varðandi þjónustu við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir. Í fyrra kom fram í fréttum á RÚV að biðtími eftir þjónustu, eftir meðferð átröskunarteymis á Landspítala, hafi sjöfaldast á fjórum árum. Einnig hefur komið fram að umtalsvert fleiri hafi látist af völdum sjálfsvíga á undanförnum árum heldur en af völdum COVID-19. Framlög til geðheilbrigðismála árið 2022 eru ekki í takt við hina raunverulegu þörf. Geðheilbrigðismál er umfangsmikill málaflokkur sem í gegnum tíðina hefur oftar en ekki setið á hakanum. Fjármagni er oft veitt í tímabundin verkefni líkt og verið sé að plástra sár. Ætla má að kvíði og almenn vanlíðan hafi aukist meðal landsmanna á þeim óvissutímum sem við höfum búið við. Tíðni heimilisofbeldis hefur vaxið og ætla má að notkun vímuefna hafi sömuleiðis tekið kipp. Bæði fagfólk og samfélagið í heild sinni mætti huga betur að rót vandans hjá einstaklingum í stað þess að einblína fyrst og fremst á einkenni, eins og tíðkast hefur í gegnum tíðina. Geðlyfjanotkun á Íslandi er gífurleg í samanburði við mörg önnur Evrópulönd. Ef aðgengi að sálfræðiþjónustu væri betra myndi lyfjanotkun landsmanna að öllum líkindum minnka með tímanum og atvinnuþátttaka aukast. Fjármagni hefur verið varið í svokölluð geðheilsuteymi á landsvísu. Þau eru ætluð einstaklingum sem þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda. Nýlega var tryggt fjármagn fyrir áframhaldandi starfsemi geðheilsuteymi fanga. Einnig er í vinnslu að byggja upp geðheilsuteymi fyrir börn. Heilbrigðisráðherra skipaði stýrihóp tímabundið til að vakta óbein áhrif COVID-19 á geðheilsu og skilaði hópurinn skýrslu í maí sl. um áhrif faraldursins á börn og ungmenni. Fram kemur í skýrslunni að stýrihópurinn leggi til að farið verði í aðgerðir til að stytta bið eftir sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu á BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans). Biðlistar þar hafa aukist umtalsvert. Sem stendur er geðsvið Landspítalans heldur ekki með í áformum um nýjan spítala, þrátt fyrir úreltar og óaðgengilegar byggingar sem standast ekki nútímakröfur. Nýtt geðsvið hefur ekki einu sinni verið á teikniborðinu hjá framkvæmdaraðilum. Áætla má að erfitt ástand sé í vændum sem vinda þarf ofan af. Margt eldra fólk ásamt einstaklingum í áhættuhópum hafa lokað sig af og einangrast enn meir í gegnum heimsfaraldurinn. Unga fólkið okkar hefur heldur ekki fengið að upplifa eðlileg félagsleg samskipti sem ættu að einkenna menntaskólaárin. Líkt og komið hefur fram er langur biðlisti á BUGL og getur bið eftir þjónustu barnasálfræðings á stofu sömuleiðis verið löng. Á síðustu misserum hefur umboðsmaður barna oft bent á það óásættanlega úrræðaleysi að börnum í leit að nauðsynlegri þjónustu sé vísað frá og jafnvel sett á biðlista. Upplýsingar um bið eftir ýmiss konar þjónustu fyrir börn má finna hér. Snemmtæk íhlutun skiptir sköpum á fyrstu árum í lífi barns. Hún er lykilatriði í farsæld barna og ungmenna um ókomna tíð. Ég skora því á stjórnvöld að leggja áherslu á heilsu þjóðarinnar nú þegar almenningur hefur búið við mikið óvissuástand undanfarin ár. Vissulega er óvissa fylgifiskur mannlegrar tilveru en nú er svo sannarlega þörf á mótvægisaðgerðum sem stuðla að bættri lýðheilsu þjóðarinnar! Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar