Leiguþak er lífsnauðsynleg kjarabót fyrir verkafólk Anna Steina Finnsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 09:30 Langvarandi húsnæðisskortur á Íslandi hefur gert leigumarkaðinn að kjöraðstæðum fyrir fjármagnseigendur til þess að okra á þeim eignaminni. Lágtekjufólki er gert ómögulegt að kaupa sér húsnæði vegna ríkulegra áætlana á útgjöldum einstaklings við greiðslumat en á sama tíma er þeim gert að greiða húsaleigu sem er langtum hærri en afborganir og rekstur húsnæðis gæti verið. Margar breytingar hafa orðið á húsnæðiskerfinu á undanförnum áratugum og erum við nú komin á byrjunarreit. Verkalýðurinn á hvorki möguleika á að leigja né kaupa fasteign nema fórna þeim lúxus að borða heita máltíð á hverjum degi. Öll viljum við búa okkur og fjölskyldum okkar öruggt heimili, en því miður er það ekki möguleiki fyrir alla. Á Íslandi er húsnæðiskostnaður helsta ástæða fátæktar. A-listinn sem er í framboði til stjórnar Eflingar leggur mikla áherslu á umbætur á húsnæðismarkaði til að vernda ávinninga kjarasamninga frá því að hverfa í vasa auðmanna. Við viljum auka vernd leigjenda og byggja upp tryggt leiguumhverfi. Víða um heim hefur verið komið á leiguþaki og leigubremsum til að beisla okur sem viðgengst og teljum við mikilvægt að verkalýðsfélög berjist fyrir slíku kerfi hérlendis. Við viljum koma á fót bremsu á leigusamningum þannig að leigusalar geti ekki hækkað leiguverðið án rökstuðnings. Við þurfum ekki að leita lengra en til frændfólks okkar í Danmörku til þess að finna góða fyrirmynd að lögum og reglugerðum er snúa að verndun leigutaka, regluverk sem virka líka sanngjörn fyrir leigusala. Þar er skýrt regluverk þar sem hámarks leiguverð er reiknað út frá mörgum þáttum eins og staðsetningu, stærð, gerð og ástandi eignar. Leigutakar geta sótt aðstoð frá sérstökum lögfræðistofum telji þeir að verið sé að svindla á þeim, til dæmis með of hárri leigu eða ef leigusalar sinna ekki nauðsynlegu viðhaldi á eignum. Einnig geta leigusalar leitað sér aðstoðar hjá slíkum stofnunum ef þeir telja leiguna of lága. Húseigendum er heimilt að hækka leigu, ef gæði húsnæðis eru bætt, eins og ef eldhús er endurinnrétt. Regluverkið gætir ekki aðeins að hagsmunum leigutaka heldur er leigusala tryggður sá réttur að reka leigjenda úr íbúð ef greiðslur á leigu tefjast eða ef leigjandi gerist að öðru leiti brotlegur við leigusamning. Við upphaf leigutíma er leigjanda boðið að gera ástandsskoðun á íbúðinni og koma með ábendingar til leigusala ef hann telur að eitthvað sé ábótavant. Við skil á íbúð á leigjandi að skila henni í sama ástandi og hann tók við henni. Ef íbúðin var til Dæmis Nýmáluð getur leigusali krafist þess að leigutaki máli áður en hann skilar eða dregið af tryggingu fé sem nemur málningarkostnaði, en leigusali getur krafist tryggingarfjár að upphæð sem nemur að hámarki 3 mánaða leigu við upphafi leigutíma. Þessar reglur veita leigutaka og leigusala langtímaöryggi og stuðla að virkum og heilbrigðum leigumarkaði. Í haust var rætt á Alþingi um þak sem gerði ráð fyrir 10% hámarkshækkun árlega. Slík hækkun er ekki skynsamleg, enda hefur leiguverð fengið að hækka óhindrað síðustu ár. Sú hækkun sem orðið hefur á íslenskum leigumarkaði er að sliga íslensk heimili og hafa af verkafólki allann ágóða lífskjarasamningsins. Hætt var við þessi áform, enda 10% hækkun árlega allt of hátt þak. Við í Eflingarlistanum ætlum að vera leiðandi afl í umræðu um leigubremsu þar sem leigusalar mættu aðeins hækka leiguna að ákveðnum skilyrðum uppfylltum eins og endurnýjun íbúðar, hækkun vaxtarstigs eða hækkun verðlags. Hinn almenni leigumarkaður annar þó ekki eftirspurn og því er mikilvægt að auka verulega uppbyggingu hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. Saman mun aukin uppbygging á ódýru leiguhúsnæði með aðkomu lífeyrissjóða okkar og skýrt regluverk skapa jafnvægi og öryggi á leigumarkaði. Það mun hækka ráðstöfunartekjur verkafólks og vera dýrmæt kjarabót til viðbótar við þær launahækkanir sem við förum fram á í komandi kjarasamningum. Nú standa yfir stjórnarkosningar hjá Eflingu, en þeim lýkur í dag klukkan átta, og því fer hver að verða síðastur til þess að kjósa. Farðu á efling.is til að taka þátt og kjósa Eflingarlistann X-A fyrir framtíð þar sem hagsmunir verkafólks eru í fyrirrúmi. Höfundur er frambjóðandi á Eflingarlistanum (X-A) í stjórnarkosningu Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Langvarandi húsnæðisskortur á Íslandi hefur gert leigumarkaðinn að kjöraðstæðum fyrir fjármagnseigendur til þess að okra á þeim eignaminni. Lágtekjufólki er gert ómögulegt að kaupa sér húsnæði vegna ríkulegra áætlana á útgjöldum einstaklings við greiðslumat en á sama tíma er þeim gert að greiða húsaleigu sem er langtum hærri en afborganir og rekstur húsnæðis gæti verið. Margar breytingar hafa orðið á húsnæðiskerfinu á undanförnum áratugum og erum við nú komin á byrjunarreit. Verkalýðurinn á hvorki möguleika á að leigja né kaupa fasteign nema fórna þeim lúxus að borða heita máltíð á hverjum degi. Öll viljum við búa okkur og fjölskyldum okkar öruggt heimili, en því miður er það ekki möguleiki fyrir alla. Á Íslandi er húsnæðiskostnaður helsta ástæða fátæktar. A-listinn sem er í framboði til stjórnar Eflingar leggur mikla áherslu á umbætur á húsnæðismarkaði til að vernda ávinninga kjarasamninga frá því að hverfa í vasa auðmanna. Við viljum auka vernd leigjenda og byggja upp tryggt leiguumhverfi. Víða um heim hefur verið komið á leiguþaki og leigubremsum til að beisla okur sem viðgengst og teljum við mikilvægt að verkalýðsfélög berjist fyrir slíku kerfi hérlendis. Við viljum koma á fót bremsu á leigusamningum þannig að leigusalar geti ekki hækkað leiguverðið án rökstuðnings. Við þurfum ekki að leita lengra en til frændfólks okkar í Danmörku til þess að finna góða fyrirmynd að lögum og reglugerðum er snúa að verndun leigutaka, regluverk sem virka líka sanngjörn fyrir leigusala. Þar er skýrt regluverk þar sem hámarks leiguverð er reiknað út frá mörgum þáttum eins og staðsetningu, stærð, gerð og ástandi eignar. Leigutakar geta sótt aðstoð frá sérstökum lögfræðistofum telji þeir að verið sé að svindla á þeim, til dæmis með of hárri leigu eða ef leigusalar sinna ekki nauðsynlegu viðhaldi á eignum. Einnig geta leigusalar leitað sér aðstoðar hjá slíkum stofnunum ef þeir telja leiguna of lága. Húseigendum er heimilt að hækka leigu, ef gæði húsnæðis eru bætt, eins og ef eldhús er endurinnrétt. Regluverkið gætir ekki aðeins að hagsmunum leigutaka heldur er leigusala tryggður sá réttur að reka leigjenda úr íbúð ef greiðslur á leigu tefjast eða ef leigjandi gerist að öðru leiti brotlegur við leigusamning. Við upphaf leigutíma er leigjanda boðið að gera ástandsskoðun á íbúðinni og koma með ábendingar til leigusala ef hann telur að eitthvað sé ábótavant. Við skil á íbúð á leigjandi að skila henni í sama ástandi og hann tók við henni. Ef íbúðin var til Dæmis Nýmáluð getur leigusali krafist þess að leigutaki máli áður en hann skilar eða dregið af tryggingu fé sem nemur málningarkostnaði, en leigusali getur krafist tryggingarfjár að upphæð sem nemur að hámarki 3 mánaða leigu við upphafi leigutíma. Þessar reglur veita leigutaka og leigusala langtímaöryggi og stuðla að virkum og heilbrigðum leigumarkaði. Í haust var rætt á Alþingi um þak sem gerði ráð fyrir 10% hámarkshækkun árlega. Slík hækkun er ekki skynsamleg, enda hefur leiguverð fengið að hækka óhindrað síðustu ár. Sú hækkun sem orðið hefur á íslenskum leigumarkaði er að sliga íslensk heimili og hafa af verkafólki allann ágóða lífskjarasamningsins. Hætt var við þessi áform, enda 10% hækkun árlega allt of hátt þak. Við í Eflingarlistanum ætlum að vera leiðandi afl í umræðu um leigubremsu þar sem leigusalar mættu aðeins hækka leiguna að ákveðnum skilyrðum uppfylltum eins og endurnýjun íbúðar, hækkun vaxtarstigs eða hækkun verðlags. Hinn almenni leigumarkaður annar þó ekki eftirspurn og því er mikilvægt að auka verulega uppbyggingu hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. Saman mun aukin uppbygging á ódýru leiguhúsnæði með aðkomu lífeyrissjóða okkar og skýrt regluverk skapa jafnvægi og öryggi á leigumarkaði. Það mun hækka ráðstöfunartekjur verkafólks og vera dýrmæt kjarabót til viðbótar við þær launahækkanir sem við förum fram á í komandi kjarasamningum. Nú standa yfir stjórnarkosningar hjá Eflingu, en þeim lýkur í dag klukkan átta, og því fer hver að verða síðastur til þess að kjósa. Farðu á efling.is til að taka þátt og kjósa Eflingarlistann X-A fyrir framtíð þar sem hagsmunir verkafólks eru í fyrirrúmi. Höfundur er frambjóðandi á Eflingarlistanum (X-A) í stjórnarkosningu Eflingar.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun