Viðskipti innlent

Atli Sigurjónsson til Williams & Halls

Eiður Þór Árnason skrifar
Atli Sigurjónsson er kominn til Williams & Halls ehf.
Atli Sigurjónsson er kominn til Williams & Halls ehf. Samsett

Atli Sigurjónsson lyfjafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu og viðskiptaþróunar hjá íslenska lyfjafyrirtækinu Williams & Halls ehf.

Atli er með B.Sc. og M.Sc. gráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands og starfaði um árabil hjá Medis, dótturfélagi ísraelska lyfjafyrirtækisins Teva, við viðskiptaþróun og eignastýringu. Áður starfaði Atli meðal annars sem leyfishafi heildsölu hjá Lyfjaveri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Williams & Halls. Jón Óskar Hinriksson framkvæmdastjóri segir að ráðningin styrki enn frekar faglega þekkingu og efli sóknarfæri fyrirtækisins.

„Skilaboð til markaðsins eru skýr og þau eru að fyrirtækið ætlar sér enn stærri hluti í náinni framtíð og er ráðning Atla til marks um metnað félagsins til að gera betur.”





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×