Skoðun

Stóra skíta­bombu­á­rásin á SÁÁ

Birgir Dýrfjörð skrifar

Útvarpsmaðurinn Frosti Logason, starfsmaður Sýnar sem á Vísi, segir í viðtali við Vísi að ramkvæmdastjórn SÁÁ sé gríðarlega samheldinn hópur, sem verði fyrir stöðugum árásum, meðal annars í formi tölvupósta, undir forystu fyrrverandi formanns SÁÁ“. (Arnþórs Jónssonar.)

„Hann hefur hent í okkur hverri skítabombunni á fætur annarri allan þennan tíma,“ segir Frosti „gert tölur frá okkur tortryggilegar, rengt ársreikninga. Öll 48 manna stjórnin sér þessa pósta“.

Þvílík ósvífni. Hann kjaftaði í 48 manna stjórnina hvað menn höfðu gert í hennar umboði.

Frosti sagði að fregnir af athugasemdum Sjúkratrygginga og mögulegri lögreglurannsókn hafa komið inn á borð stjórnar í gegnum Arnþór og kallaði eftir stjórnsýsluúttekt á samskiftum Sjúkratrygginga og SÁÁ, og málinu öllu.

Spurt er:

  • Er þá skítabomba frá Arnþóri ástæða þess,að Sjúkratryggingar vilja endurgreiðslu á „3.801 tilhæfulausum reikningum“ frá SÁÁ?
  • Opnaði skítabomba frá Arnþóri augu sjúkratrygginga til að endurkrefja SÁÁ um 108 milljónir.
  • Kærði pesónunefnd SÁÁ til héraðssaksóknara vegna skítabombu?
  • Kærðu Sjúkratryggingar SÁÁ til héraðssaksóknara vegna skítabombu frá Arnþóri Jónssyni?
  • Stjórnar Arnþór Jónsson Sjúkratryggingum? Stjórnar Arnþór líka Ðersónuvernd?
  • Eru engin takmörk fyrir bullinu í því fólki, sem nú stjórnar SÁÁ?
  • Getur verið að stjórnendur SÁÁ séu svo veruleikafirrtir, að þeir trúi sjálfir bullinu í sér?

Sé svo þá er það sönnun þess, að stundum er sitt hvað að vera ódrukkinn og vera allsgáður.

Dramb og hroki eru falli næst.

„Frosti sagði óvirka alkóhólista skiptast í tvo hópa; þá sem væru í bata og lifðu í auðmýkt og hina sem væru að fara áfram á hnefunum, fullir gremju. Arnþór væri í síðarnefnda hópnum“.

Svona ummæli og sleggjudómar eru smánarblettur á samtökum okkar alkóhólista, og síst samboðin fulltrúa í framkvæmdastjórn SÁÁ. Hann verður að kunna, að gæta sóma síns,og samtaka okkar.

Í Lúkasarguðsspjalli, 18.11 segir af bæn faríseans: „Guð ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar, eða þá eins og þessi tollheimtumaður“.

Hér gæti Frosti verið faríseinn. Hann er í bata, og lifir í auðmýkt. Skúrkurinn Arnþór er þá tollheimtumaðurinn. Fullur gremju upplýsti 48 manna stjórn SÁÁ um meint svik og misferli.

Það eru fleiri persónur tilnefndar í dæmisögu Lúkasar. Ég læt þó lesendum eftir að finna fulltrúa í hlutverk Ræningja, ranglátra og hórkarla. Það ætti ekki að vera erfitt.

Höfundur hefur verið óvirkur alkóhólisti í 40 ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×