Frestað! Hildur Björnsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 12:00 Byggingarfulltrúi í Reykjavík tók til afgreiðslu á dögunum, 88 mál á fimm klukkustunda fundi. Það fór ekki betur en svo að 63 málanna var frestað. Torsótt er að kynna sér ástæður frestunar. Höfuðborgin miðlar nefnilega illa fundargerðum sem þó innihalda einhverjar mikilvægustu hagtölur landsins. Ekki má með góðu móti afla upplýsinga eða vakta afgreiðslur eins mikilvægasta embættis landsins - allra síst með hjálp hugbúnaðar - þrátt fyrir að borgin hafi þegar varið milljörðum í stafræna þróun. En hvers vegna ætli tæplega 72% mála á fimm klukkustunda fundi hafi verið frestað og aðeins 25% samþykkt? Til samanburðar er samþykktarhlutfall byggingafulltrúa nágrannasveitarfélaga nær 90%. Munurinn er sláandi, jafnvel þó málafjöldinn sé minni. Ekki síst í ljósi þess að allir byggingarfulltrúar landsins starfa eftir sömu lögum og reglugerðum. Gæti verið að munurinn felist í verklagi og viðhorfi til uppbyggingaraðila? Reykjavík ætti með réttu að vera draumasveitarfélag verktaka, hönnuða, uppbyggingaraðila og fasteignaeiganda. Ef svo ætti að vera þyrfti hins vegar gagnkvæmt traust og virðing að ríkja milli þessara aðila og höfuðborgarinnar. Upplýsingagjöf verður að vera skilvirk, stafræn og að mestu sjálfvirk. Dýrmætum tíma sérfræðinga á ekki að eyða í óþarfa fyrirspurnir sem leysa mætti með einföldum tæknilausnum. Fyrst og síðast þarf að finna lausnir sem flýta afgreiðslu mála, liðka fyrir samskiptum, draga úr flækjustigi og skapa umhverfi þarf sem jákvæð þjónustulund er í fyrirrúmi. Þegar miklum meirihluta mála er frestað með tilheyrandi kostnaði, sem á endanum flyst út í verðlag, er úrbóta þörf. Velta þarf öllum steinum við, skoða hvernig tíma starfsfólks er best varið, fjölga afgreiðslufundum, útvista verkefnum þar sem það á við og þróa stafrænar lausnir í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtæki á frjálsum markaði. Þegar kemur að skipulags- og byggingarmálum á borgin vera leiðandi í þjónustu- og ráðgjafarhlutverki. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa eiga að vera stökkpallur fyrir spennandi verkefni, ekki stórkostleg hraðahindrun eða fenblaut mýri geðþóttaákvarðana. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Byggingarfulltrúi í Reykjavík tók til afgreiðslu á dögunum, 88 mál á fimm klukkustunda fundi. Það fór ekki betur en svo að 63 málanna var frestað. Torsótt er að kynna sér ástæður frestunar. Höfuðborgin miðlar nefnilega illa fundargerðum sem þó innihalda einhverjar mikilvægustu hagtölur landsins. Ekki má með góðu móti afla upplýsinga eða vakta afgreiðslur eins mikilvægasta embættis landsins - allra síst með hjálp hugbúnaðar - þrátt fyrir að borgin hafi þegar varið milljörðum í stafræna þróun. En hvers vegna ætli tæplega 72% mála á fimm klukkustunda fundi hafi verið frestað og aðeins 25% samþykkt? Til samanburðar er samþykktarhlutfall byggingafulltrúa nágrannasveitarfélaga nær 90%. Munurinn er sláandi, jafnvel þó málafjöldinn sé minni. Ekki síst í ljósi þess að allir byggingarfulltrúar landsins starfa eftir sömu lögum og reglugerðum. Gæti verið að munurinn felist í verklagi og viðhorfi til uppbyggingaraðila? Reykjavík ætti með réttu að vera draumasveitarfélag verktaka, hönnuða, uppbyggingaraðila og fasteignaeiganda. Ef svo ætti að vera þyrfti hins vegar gagnkvæmt traust og virðing að ríkja milli þessara aðila og höfuðborgarinnar. Upplýsingagjöf verður að vera skilvirk, stafræn og að mestu sjálfvirk. Dýrmætum tíma sérfræðinga á ekki að eyða í óþarfa fyrirspurnir sem leysa mætti með einföldum tæknilausnum. Fyrst og síðast þarf að finna lausnir sem flýta afgreiðslu mála, liðka fyrir samskiptum, draga úr flækjustigi og skapa umhverfi þarf sem jákvæð þjónustulund er í fyrirrúmi. Þegar miklum meirihluta mála er frestað með tilheyrandi kostnaði, sem á endanum flyst út í verðlag, er úrbóta þörf. Velta þarf öllum steinum við, skoða hvernig tíma starfsfólks er best varið, fjölga afgreiðslufundum, útvista verkefnum þar sem það á við og þróa stafrænar lausnir í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtæki á frjálsum markaði. Þegar kemur að skipulags- og byggingarmálum á borgin vera leiðandi í þjónustu- og ráðgjafarhlutverki. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa eiga að vera stökkpallur fyrir spennandi verkefni, ekki stórkostleg hraðahindrun eða fenblaut mýri geðþóttaákvarðana. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar