Skóli án aðgreiningar án fagfólks Stein Olav Romslo skrifar 9. febrúar 2022 07:30 Kennarar eru frábærir! Þeir sinna óeigingjörnu starfi og leggja sig mikið fram á hverjum einasta degi. Ég veit það af því ég vinn með þeim. En það eru sker í sjónum. Verkefni og úrlausnarefni kennara verða sífellt fleiri og flóknari án þess að næg úrræði komi á móti. Það er til dæmis allt annað starf að vera umsjónarkennari í dag en fyrir einungis nokkrum árum – það segja reyndir kennarar sem ég tala við. Skóli án aðgreiningar er mikilvæg stefna og hugmyndafræði en eykur álag kennara sem þegar er mikið fyrir. Kennarar sinna ákveðnu hlutverki í uppeldi barna, er treyst fyrir trúnaðarupplýsingum um og frá nemendum, veita félagslegan stuðning og fleira. Ég er sjálfur að taka mín fyrstu skref sem umsjónarkennari og þetta er miklu víðtækara starf en ég hefði nokkurn tímann séð fyrir mér – þó svo að ég sé búinn að vinna í grunnskóla í meira en þrjú ár. Það þarf að bæta úrræði og stuðning við kennara og draga úr álagi okkar. Ein helsta áskorun barna og unglinga í dag er geðheilsa þeirra sem verður með árunum mun stærri hluti af starfi kennara og annarra sem vinna í skólum. Það hefur lengi verið kallað eftir fleiri og bættum lausnum fyrir þau – og ákallið frá þeim sjálfum er skýrt! Ég þekki dæmi úr Hagaskóla. Þar hafa nemendur unnið stjórnmálaverkefni í mörg ár þar sem þau búa til stjórnmálaflokka og ákveða stefnumál. Eitt stefnumál sem kemur aftur og aftur og aftur er að fá sálfræðinga í skólann. Ég tel að sálfræðingar í skóla væri frábær og ekki síður mikilvæg viðbót við það starfsfólk sem vinnur með börnum okkar í skólum. Þá eru nemendur líklegri til að leita sér aðstoðar í nærumhverfi sínu og því væri það mikil bragarbót fyrir þau sem gæti hjálpað svo mörgum. Bæði fyrir þau sem þurfa á aukinni aðstoð að halda og einnig þau sem vilja bara fara í reglulegt tékk – eins og að fara til tannlæknis! Í skólum borgarinnar vinna ekki einungis kennarar, heldur er þar til staðar yfirgripsmikil starfsemi fyrir börnin okkar. Undanfarin ár hef ég meðal annars kynnst starfi þroskaþjálfa sem sinna lykilhlutverki fyrir skóla án aðgreiningar. Ég hef þar af leiðandi trú á því að við séum á réttri leið þegar öllum börnum er gert kleift að sækja skóla í sínu nærumhverfi. Síðustu mánuði höfum við í Hagaskóla fengið til liðs við okkur öflugan tómstunda- og félagsfræðing. Hann getur náð til nemenda á allt öðruvísi hátt en við kennararnir og tengir starf félagsmiðstöðvarinnar betur við skólastarfið sem styður enn betur við félagslega hlutverk skólans. Fleira fagfólk í skólana, eins og til dæmis það sem ég hef nefnt að ofan, myndi stórauka þverfaglega nálgun í skólunum og styðja betur við skólasamfélagið sem heild. Þannig er betur unnt að koma til móts við mismunandi þarfir fjölbreytts hóps nemenda. Höldum áfram á þessari braut við að stórefla skólana í borginni með áherslu á þverfagleika innan þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 12.-13. febrúar nk. Heimasíða framboðsins er steinolav.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Kennarar eru frábærir! Þeir sinna óeigingjörnu starfi og leggja sig mikið fram á hverjum einasta degi. Ég veit það af því ég vinn með þeim. En það eru sker í sjónum. Verkefni og úrlausnarefni kennara verða sífellt fleiri og flóknari án þess að næg úrræði komi á móti. Það er til dæmis allt annað starf að vera umsjónarkennari í dag en fyrir einungis nokkrum árum – það segja reyndir kennarar sem ég tala við. Skóli án aðgreiningar er mikilvæg stefna og hugmyndafræði en eykur álag kennara sem þegar er mikið fyrir. Kennarar sinna ákveðnu hlutverki í uppeldi barna, er treyst fyrir trúnaðarupplýsingum um og frá nemendum, veita félagslegan stuðning og fleira. Ég er sjálfur að taka mín fyrstu skref sem umsjónarkennari og þetta er miklu víðtækara starf en ég hefði nokkurn tímann séð fyrir mér – þó svo að ég sé búinn að vinna í grunnskóla í meira en þrjú ár. Það þarf að bæta úrræði og stuðning við kennara og draga úr álagi okkar. Ein helsta áskorun barna og unglinga í dag er geðheilsa þeirra sem verður með árunum mun stærri hluti af starfi kennara og annarra sem vinna í skólum. Það hefur lengi verið kallað eftir fleiri og bættum lausnum fyrir þau – og ákallið frá þeim sjálfum er skýrt! Ég þekki dæmi úr Hagaskóla. Þar hafa nemendur unnið stjórnmálaverkefni í mörg ár þar sem þau búa til stjórnmálaflokka og ákveða stefnumál. Eitt stefnumál sem kemur aftur og aftur og aftur er að fá sálfræðinga í skólann. Ég tel að sálfræðingar í skóla væri frábær og ekki síður mikilvæg viðbót við það starfsfólk sem vinnur með börnum okkar í skólum. Þá eru nemendur líklegri til að leita sér aðstoðar í nærumhverfi sínu og því væri það mikil bragarbót fyrir þau sem gæti hjálpað svo mörgum. Bæði fyrir þau sem þurfa á aukinni aðstoð að halda og einnig þau sem vilja bara fara í reglulegt tékk – eins og að fara til tannlæknis! Í skólum borgarinnar vinna ekki einungis kennarar, heldur er þar til staðar yfirgripsmikil starfsemi fyrir börnin okkar. Undanfarin ár hef ég meðal annars kynnst starfi þroskaþjálfa sem sinna lykilhlutverki fyrir skóla án aðgreiningar. Ég hef þar af leiðandi trú á því að við séum á réttri leið þegar öllum börnum er gert kleift að sækja skóla í sínu nærumhverfi. Síðustu mánuði höfum við í Hagaskóla fengið til liðs við okkur öflugan tómstunda- og félagsfræðing. Hann getur náð til nemenda á allt öðruvísi hátt en við kennararnir og tengir starf félagsmiðstöðvarinnar betur við skólastarfið sem styður enn betur við félagslega hlutverk skólans. Fleira fagfólk í skólana, eins og til dæmis það sem ég hef nefnt að ofan, myndi stórauka þverfaglega nálgun í skólunum og styðja betur við skólasamfélagið sem heild. Þannig er betur unnt að koma til móts við mismunandi þarfir fjölbreytts hóps nemenda. Höldum áfram á þessari braut við að stórefla skólana í borginni með áherslu á þverfagleika innan þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 12.-13. febrúar nk. Heimasíða framboðsins er steinolav.is.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar