Hverjir eru þingmenn Sósíalista? Indriði Ingi Stefánsson skrifar 7. febrúar 2022 07:01 Í síðustu kosningum vöktu Sósíalistar verðskuldaða athygli. En árangurinn varð ekki sá sem útlit var fyrir og Sósíalistar fengu engan þingmann. Framboð þeirra hafði engu að síður þó nokkur áhrif á niðurstöður kosninga. Þingmenn Sósíalista eru í Framsókn og Sjálfstæðisflokki Þrátt fyrir að það sé óljóst hvort framboð Pírata eða Samfylkingar höfðuðu til kjósenda Sósíalista, mætti telja líklegt að framboð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gerðu það enn síður. Þó er það svo að ef atkvæði Sósíalista hefðu skipst jafnt milli Pírata og Samfylkingar hefði þingmönnum þeirra fjölgað um einn og tvo, á kostnað Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. En hvað ef Sósíalistar hefðu boði fram með Pírötum? Það er óljóst hvort Sósíalistar og Píratar hefðu áhuga á að vera undir sama listabókstaf en prófum að skoða hvað myndi gerast. Kosningalög leyfa sömu stjórnmálasamtökum að bjóða fram tvo lista í kjördæmi. Þetta hefði engu breytt um kjördæmakjörna þingmenn en þegar kæmi að úthlutun uppbótarmanna þá teldu atkvæði Sósíalista og Pírata saman. Vissulega væri enn sá veikleiki í kosningakerfinu að uppbótarmenn væru of fáir, en þá fengju Píratar einn uppbótarmann til viðbótar, og það sem meira er - einn af uppbótarþingmönnum Pírata kæmi af lista Sósíalista í Reykjavík Norður á kostnað Vinstri Grænna.. En hvað ef Sósíalistar hefðu boðið fram með Samfylkingu? Eins og í dæminu að ofan er óljóst hvort Sósíalistar og Samfylking hefðu áhuga á að bjóða fram undir sama listabókstaf. En prófum að setja upp sama dæmi. Nú bættust tveir þingmenn við hjá Samfylkingu sem kæmu frá Pírötum og Vinstri grænum, en í þetta skiptið fengi Samfylkingin alla þingmennina. Fleiri dæmi Hefðu Flokkur fólksins og Dögun gert með sér kosningabandalag árið 2016 hefði það tryggt þessum flokkum uppbótarþingmenn sem hefðu varla orðið færri en þrír. Árið 2013 voru sex flokkar með samanlagt 11,4% fylgi sem hefðu sópað til sín uppbótarþingmönnum. Flestir hefðu væntanlega skilað sér til Dögunar, Flokks heimilanna og Lýðræðisvaktarinnar. Það er engin leið að spá fyrir um hvaða áhrif þetta hefði haft en ljóst er að þau hefðu verið töluverð í störfum Alþingis. En hvað með sveitarstjórnarkosningar? Úthlutun uppbótarþingsæta er ætlað að tempra áhrif kjördæmakerfisins en í sveitarstjórnarkosningum koma afleiðingar kosningakerfisins að fullu fram. Þar er vel mögulegt að ná hreinum meirihluta með minnihluta atkvæða. Árið 2018 náði Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hreinum meirihluta með 46,3% atkvæða. Í tilfellum Grindavíkur, Borgarbyggðar, Vestmannaeyja, Árborgar, Mosfellsbæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar voru listar með á bilinu 33-38% atkvæða sem eru einum fulltrúa frá meirihluta, og því í oddastöðu við myndun meirihluta. Það er afar brýnt að við tökum þennan lýðræðishalla alvarlega; til dæmis með því að fjölga kjörnum fulltrúum svo að fleiri framboð nái árangri, og breyta reiknireglum kosningakerfisins til að draga úr þessum yfirburðum stærri flokkanna. Í mörgum nágrannalöndum er þegar búið að gera slíkar breytingar, við værum því svo sannarlega ekki að finna upp hjólið, heldur aðeins að auka vægi vilja kjósenda. Svo er ekki úr vegi að hvetja minni framboð til, samvinnu hver veit nema það gæti skilað árangri. Höfundur er varaþingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Indriði Stefánsson Píratar Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu kosningum vöktu Sósíalistar verðskuldaða athygli. En árangurinn varð ekki sá sem útlit var fyrir og Sósíalistar fengu engan þingmann. Framboð þeirra hafði engu að síður þó nokkur áhrif á niðurstöður kosninga. Þingmenn Sósíalista eru í Framsókn og Sjálfstæðisflokki Þrátt fyrir að það sé óljóst hvort framboð Pírata eða Samfylkingar höfðuðu til kjósenda Sósíalista, mætti telja líklegt að framboð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gerðu það enn síður. Þó er það svo að ef atkvæði Sósíalista hefðu skipst jafnt milli Pírata og Samfylkingar hefði þingmönnum þeirra fjölgað um einn og tvo, á kostnað Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. En hvað ef Sósíalistar hefðu boði fram með Pírötum? Það er óljóst hvort Sósíalistar og Píratar hefðu áhuga á að vera undir sama listabókstaf en prófum að skoða hvað myndi gerast. Kosningalög leyfa sömu stjórnmálasamtökum að bjóða fram tvo lista í kjördæmi. Þetta hefði engu breytt um kjördæmakjörna þingmenn en þegar kæmi að úthlutun uppbótarmanna þá teldu atkvæði Sósíalista og Pírata saman. Vissulega væri enn sá veikleiki í kosningakerfinu að uppbótarmenn væru of fáir, en þá fengju Píratar einn uppbótarmann til viðbótar, og það sem meira er - einn af uppbótarþingmönnum Pírata kæmi af lista Sósíalista í Reykjavík Norður á kostnað Vinstri Grænna.. En hvað ef Sósíalistar hefðu boðið fram með Samfylkingu? Eins og í dæminu að ofan er óljóst hvort Sósíalistar og Samfylking hefðu áhuga á að bjóða fram undir sama listabókstaf. En prófum að setja upp sama dæmi. Nú bættust tveir þingmenn við hjá Samfylkingu sem kæmu frá Pírötum og Vinstri grænum, en í þetta skiptið fengi Samfylkingin alla þingmennina. Fleiri dæmi Hefðu Flokkur fólksins og Dögun gert með sér kosningabandalag árið 2016 hefði það tryggt þessum flokkum uppbótarþingmenn sem hefðu varla orðið færri en þrír. Árið 2013 voru sex flokkar með samanlagt 11,4% fylgi sem hefðu sópað til sín uppbótarþingmönnum. Flestir hefðu væntanlega skilað sér til Dögunar, Flokks heimilanna og Lýðræðisvaktarinnar. Það er engin leið að spá fyrir um hvaða áhrif þetta hefði haft en ljóst er að þau hefðu verið töluverð í störfum Alþingis. En hvað með sveitarstjórnarkosningar? Úthlutun uppbótarþingsæta er ætlað að tempra áhrif kjördæmakerfisins en í sveitarstjórnarkosningum koma afleiðingar kosningakerfisins að fullu fram. Þar er vel mögulegt að ná hreinum meirihluta með minnihluta atkvæða. Árið 2018 náði Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hreinum meirihluta með 46,3% atkvæða. Í tilfellum Grindavíkur, Borgarbyggðar, Vestmannaeyja, Árborgar, Mosfellsbæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar voru listar með á bilinu 33-38% atkvæða sem eru einum fulltrúa frá meirihluta, og því í oddastöðu við myndun meirihluta. Það er afar brýnt að við tökum þennan lýðræðishalla alvarlega; til dæmis með því að fjölga kjörnum fulltrúum svo að fleiri framboð nái árangri, og breyta reiknireglum kosningakerfisins til að draga úr þessum yfirburðum stærri flokkanna. Í mörgum nágrannalöndum er þegar búið að gera slíkar breytingar, við værum því svo sannarlega ekki að finna upp hjólið, heldur aðeins að auka vægi vilja kjósenda. Svo er ekki úr vegi að hvetja minni framboð til, samvinnu hver veit nema það gæti skilað árangri. Höfundur er varaþingmaður Pírata
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun