Styðjum starfsmenn til náms Sigmar Vilhjálmsson skrifar 5. febrúar 2022 13:34 Í veitingarekstri er hátt hlutfall starfsmanna hlutastarfsmenn. Ungt fólk sem er að vinna á kvöldin og um helgar samhliða námi. Námsmenn búa við ansi erfitt umhverfi oft á tíðum og það er kostnaðarsamt að stunda nám. Undirritaður hefur í þó nokkur ár gengið með hugmynd í maganum um hvernig hægt sé að styðja góða starfsmenn sem annaðhvort stunda nám eða hafa hug á því. Þessi hugmynd heitir „Skólastyrkur“ og er loksins orðin að veruleika í nýju félagi sem ber heitið Munnbitinn. Til þess að koma þessari hugmynd af stað þurfti framsýna stjórn og hluthafa. Skólastyrkur Munnbitans er hugsaður fyrir framúrskarandi starfsmenn Munnbitans sem stunda nám samhliða starfi. Skólastyrkurinn er ætlaður að létta undir með starfsmanni á meðan á námi stendur með tilfærslum á vöktum vegna anna og með fjárhagsstuðningi. Einnig tekur Skólastyrkurinn mið af því að tryggja starfsmanni örugga sumarvinnu á milli anna í skólanum og létta með því áhyggjur af sumarstarfi sem er þekkt áhyggjuefni hjá mörgum námsmönnum. Skólastyrkurinn felur í sér fjárhagslegan stuðning með eftirfarandi hætti: ·Skólagjöld eru greidd af félaginu. Séu gjöld verulega há, þá er gert sér samkomulag um það. ·Launataxtar hækkaðir. Lagðar eru kr. 347,- ofan á laun fyrir hverja unna klukkustund. Miðað er við að starfsmaður vinni að lágmarki 50 klukkustundir í mánuði. Skólastyrkurinn er hagur starfsmanns og félagsins. Með skólastyrknum er félagið að hjálpa starfsmanninum að ná sýnum markmiðum í náminu og um leið er starfsmaðurinn að hjálpa félaginu að ná sínum markmiðum sem er minni starfsmannavelta og þá einnig sterkari liðsheild í starfsmannahópnum. En hvað er frammúrskarandi starfsmaður? Líklega er misjafnt hvernig vinnustaðir meta frammistöðu, en í okkar félagi eru þetta þau sex atriði sem einkenna frammúrskarandi starfsmann: Áreiðanlegur starfsmaður: Mæting á réttum tíma. Lítið um breytingar á vöktum. Ábyrgur starfsmaður: Vinnur að heilindum og kemur sér ekki undan verkum. Góður félagi: Vel metinn af samstarfsfólki. Gleðin að leiðarljósi: Jákvætt viðmót gagnvart þeim verkefnum sem eru fyrir hendi. Traustur starfsmaður: Hægt að treysta starfsmanni fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir. Frumkvæði: Starfsmaður sýnir frumkvæði í úrlausnum og hugmyndum til úrbóta. Við viljum deila þessari hugmynd og sýn okkar með öðrum atvinnurekendum og hvetja þá til að styðja sitt fólk til ná markmiðum sínum. Höfundur er framkvæmdastjóri Munnbitans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Vinnumarkaður Veitingastaðir Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Í veitingarekstri er hátt hlutfall starfsmanna hlutastarfsmenn. Ungt fólk sem er að vinna á kvöldin og um helgar samhliða námi. Námsmenn búa við ansi erfitt umhverfi oft á tíðum og það er kostnaðarsamt að stunda nám. Undirritaður hefur í þó nokkur ár gengið með hugmynd í maganum um hvernig hægt sé að styðja góða starfsmenn sem annaðhvort stunda nám eða hafa hug á því. Þessi hugmynd heitir „Skólastyrkur“ og er loksins orðin að veruleika í nýju félagi sem ber heitið Munnbitinn. Til þess að koma þessari hugmynd af stað þurfti framsýna stjórn og hluthafa. Skólastyrkur Munnbitans er hugsaður fyrir framúrskarandi starfsmenn Munnbitans sem stunda nám samhliða starfi. Skólastyrkurinn er ætlaður að létta undir með starfsmanni á meðan á námi stendur með tilfærslum á vöktum vegna anna og með fjárhagsstuðningi. Einnig tekur Skólastyrkurinn mið af því að tryggja starfsmanni örugga sumarvinnu á milli anna í skólanum og létta með því áhyggjur af sumarstarfi sem er þekkt áhyggjuefni hjá mörgum námsmönnum. Skólastyrkurinn felur í sér fjárhagslegan stuðning með eftirfarandi hætti: ·Skólagjöld eru greidd af félaginu. Séu gjöld verulega há, þá er gert sér samkomulag um það. ·Launataxtar hækkaðir. Lagðar eru kr. 347,- ofan á laun fyrir hverja unna klukkustund. Miðað er við að starfsmaður vinni að lágmarki 50 klukkustundir í mánuði. Skólastyrkurinn er hagur starfsmanns og félagsins. Með skólastyrknum er félagið að hjálpa starfsmanninum að ná sýnum markmiðum í náminu og um leið er starfsmaðurinn að hjálpa félaginu að ná sínum markmiðum sem er minni starfsmannavelta og þá einnig sterkari liðsheild í starfsmannahópnum. En hvað er frammúrskarandi starfsmaður? Líklega er misjafnt hvernig vinnustaðir meta frammistöðu, en í okkar félagi eru þetta þau sex atriði sem einkenna frammúrskarandi starfsmann: Áreiðanlegur starfsmaður: Mæting á réttum tíma. Lítið um breytingar á vöktum. Ábyrgur starfsmaður: Vinnur að heilindum og kemur sér ekki undan verkum. Góður félagi: Vel metinn af samstarfsfólki. Gleðin að leiðarljósi: Jákvætt viðmót gagnvart þeim verkefnum sem eru fyrir hendi. Traustur starfsmaður: Hægt að treysta starfsmanni fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir. Frumkvæði: Starfsmaður sýnir frumkvæði í úrlausnum og hugmyndum til úrbóta. Við viljum deila þessari hugmynd og sýn okkar með öðrum atvinnurekendum og hvetja þá til að styðja sitt fólk til ná markmiðum sínum. Höfundur er framkvæmdastjóri Munnbitans.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun