Hvar er hinn sértæki húsnæðismarkaður fatlaðs fólks? María Pétursdóttir skrifar 5. febrúar 2022 10:00 Um 15% landsmanna búa við fötlun og enn fleiri við erfiðar efnahagslegar aðstæður. Lítið fer þó fyrir sértækum úrræðum á fasteignamarkaði fyrir þann hóp. Jafnan er talað um hinn almenna markað en hinn sértæki er vandfundinn. Varla er hann að finna í hlutdeildarlánum þar sem eini möguleiki einstaklings er að fjárfesta í glænýrri íbúð á verðbili sem jafnan finnst ekki á höfuðborgarsvæðinu. Ef farið er yfir vaxtaþróun og aðgerðir sem og aðgerðarleysi stjórnvalda frá upphafi efnahagskreppunnar varðandi húsnæðismarkaðinn, má færa sterk rök fyrir því að hér hafi ríkt heimatilbúið bóluástand undanfarin misseri. Söguleg vaxtalækkun varð í upphafi Covid tímabilsins sem hafði í för með sér að almenningur tók í vaxandi mæli óverðtryggð húsnæðislán svo vaxtatakturinn varð loksins í samræmi við það sem þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Hins vegar má ætla að forsjálni hafi skort auk reglulegs stöðumats og nauðsynlegrar lagasetningar til að tryggja að verðlag á fasteignamarkaði færi ekki úr böndunum. Þá hefur heimsfaraldurinn vafalaust valdið verðhækkunum á fasteignum og byggingarefnum eins og þekkt er og bólan varð til. Afleiðingarnar eru þær að nú ríkir verulegur skortur á húsnæði og verðlag fer enn hækkandi. Betur stæðir foreldrar kaupa húsnæði fyrir uppkomin börn sín og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) bendir á úreltar úthlutunarreglur hlutdeildarlána. Hámarksgreiðslubyrði Í lok september voru settar reglur um hámarksgreiðslubyrði fasteignalána. Samkvæmt þeim reglum má greiðslubyrði nýrra fasteignalána ekki vera meiri en 35% af heildarráðstöfunartekjum neytenda sem áður var 40%. Hámarkshlutfallið má vera 40% fyrir fyrstu kaupendur. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins var gert jafnréttismat þar sem tiltekin voru áhrif þess að setja slíkar reglur. Áhrifanna gætti aðallega á aðgang kvenna að fasteignamarkaði þar sem þær væru að meðaltali með lægri tekjur en karlar. Að því má leiða að áhrifin koma einnig niður á fötluðu fólki á örorkulífeyri og tekjulágum einstaklingum. Því spyrjum við okkur hvers vegna ekki sé gert sambærilegt mat á áhrifum þessa á mismunandi stéttir, samhliða jafnréttisgreiningu? Þessi viðmið takmarka getu fólks til þess að taka húsnæðislán, en endurspegla samt engan veginn það greiðsluhlutfall sem fólk á leigumarkaði þarf að búa við.Í nýlegri skýrslu HMS um leigumarkaðinn kemur fram að þriðjungur öryrkja greiðir meira en 50% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu og einn af hverjum tíu greiðir yfir 70% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu. Þessi hópur kemst ekki í gegnum greiðslumat bankanna til að eignast eigið húsnæði, þrátt fyrir að greiðslubyrði myndi lækka og að fyrir liggi greiðslusaga um hærri húsnæðiskostnað. Fötlun og sértækar aðgerðir Það er skortur á lánsúrræðum en það er vel mögulegt að auka hlutdeild ríkisins í hlutdeildarlánum svo eitthvað sé nefnt og lengja lánstíma enda mikilvægara að fólk ráði við afborganir en að eign sé greidd upp á stuttum tíma. Þá er mikilvægt að fatlað fólk sem á eignir geti sinnt endurfjármögnun og viðhaldi til jafns við aðra, á kjörum sem henta þeirra innkomu og því afar mikilvægt að greiðslumat bankanna og lánsúrræði sé ekki allt sniðið í sama mót eða fyrir sama notendahóp. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál skorar á ríkisstjórnina að þróa sértækan húsnæðismarkað, með sérsniðnu greiðslumati og nýjum lánaflokkum, svo fatlað fólk komist í gegnum greiðslumat og geti eignast eigið húsnæði eða sinnt viðhaldi eigna sinna á eðlilegum kjörum, en þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum á grimmum leigumarkaði eða „almennum” húsnæðismarkaði. Höfundur fer fyrir málefnahópi ÖBÍ um húsnæðismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um 15% landsmanna búa við fötlun og enn fleiri við erfiðar efnahagslegar aðstæður. Lítið fer þó fyrir sértækum úrræðum á fasteignamarkaði fyrir þann hóp. Jafnan er talað um hinn almenna markað en hinn sértæki er vandfundinn. Varla er hann að finna í hlutdeildarlánum þar sem eini möguleiki einstaklings er að fjárfesta í glænýrri íbúð á verðbili sem jafnan finnst ekki á höfuðborgarsvæðinu. Ef farið er yfir vaxtaþróun og aðgerðir sem og aðgerðarleysi stjórnvalda frá upphafi efnahagskreppunnar varðandi húsnæðismarkaðinn, má færa sterk rök fyrir því að hér hafi ríkt heimatilbúið bóluástand undanfarin misseri. Söguleg vaxtalækkun varð í upphafi Covid tímabilsins sem hafði í för með sér að almenningur tók í vaxandi mæli óverðtryggð húsnæðislán svo vaxtatakturinn varð loksins í samræmi við það sem þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Hins vegar má ætla að forsjálni hafi skort auk reglulegs stöðumats og nauðsynlegrar lagasetningar til að tryggja að verðlag á fasteignamarkaði færi ekki úr böndunum. Þá hefur heimsfaraldurinn vafalaust valdið verðhækkunum á fasteignum og byggingarefnum eins og þekkt er og bólan varð til. Afleiðingarnar eru þær að nú ríkir verulegur skortur á húsnæði og verðlag fer enn hækkandi. Betur stæðir foreldrar kaupa húsnæði fyrir uppkomin börn sín og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) bendir á úreltar úthlutunarreglur hlutdeildarlána. Hámarksgreiðslubyrði Í lok september voru settar reglur um hámarksgreiðslubyrði fasteignalána. Samkvæmt þeim reglum má greiðslubyrði nýrra fasteignalána ekki vera meiri en 35% af heildarráðstöfunartekjum neytenda sem áður var 40%. Hámarkshlutfallið má vera 40% fyrir fyrstu kaupendur. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins var gert jafnréttismat þar sem tiltekin voru áhrif þess að setja slíkar reglur. Áhrifanna gætti aðallega á aðgang kvenna að fasteignamarkaði þar sem þær væru að meðaltali með lægri tekjur en karlar. Að því má leiða að áhrifin koma einnig niður á fötluðu fólki á örorkulífeyri og tekjulágum einstaklingum. Því spyrjum við okkur hvers vegna ekki sé gert sambærilegt mat á áhrifum þessa á mismunandi stéttir, samhliða jafnréttisgreiningu? Þessi viðmið takmarka getu fólks til þess að taka húsnæðislán, en endurspegla samt engan veginn það greiðsluhlutfall sem fólk á leigumarkaði þarf að búa við.Í nýlegri skýrslu HMS um leigumarkaðinn kemur fram að þriðjungur öryrkja greiðir meira en 50% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu og einn af hverjum tíu greiðir yfir 70% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu. Þessi hópur kemst ekki í gegnum greiðslumat bankanna til að eignast eigið húsnæði, þrátt fyrir að greiðslubyrði myndi lækka og að fyrir liggi greiðslusaga um hærri húsnæðiskostnað. Fötlun og sértækar aðgerðir Það er skortur á lánsúrræðum en það er vel mögulegt að auka hlutdeild ríkisins í hlutdeildarlánum svo eitthvað sé nefnt og lengja lánstíma enda mikilvægara að fólk ráði við afborganir en að eign sé greidd upp á stuttum tíma. Þá er mikilvægt að fatlað fólk sem á eignir geti sinnt endurfjármögnun og viðhaldi til jafns við aðra, á kjörum sem henta þeirra innkomu og því afar mikilvægt að greiðslumat bankanna og lánsúrræði sé ekki allt sniðið í sama mót eða fyrir sama notendahóp. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál skorar á ríkisstjórnina að þróa sértækan húsnæðismarkað, með sérsniðnu greiðslumati og nýjum lánaflokkum, svo fatlað fólk komist í gegnum greiðslumat og geti eignast eigið húsnæði eða sinnt viðhaldi eigna sinna á eðlilegum kjörum, en þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum á grimmum leigumarkaði eða „almennum” húsnæðismarkaði. Höfundur fer fyrir málefnahópi ÖBÍ um húsnæðismál.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun