Hver er umboðsmaður íslenska hestsins? Ólafur R. Rafnsson skrifar 2. febrúar 2022 09:01 Þann 8. apríl 2003 gerðu landbúnaðarráðherra, samgönguráðherra og utanríkisráðherra samkomulag um átaksverkefni til kynningar og markaðssetningar á íslenska hestinum árin 2003 - 2007. Markmið þessa verkefnis var að efla jákvæða ímynd hrossaræktar og hestamennsku með áherslu á hlutverk Íslands sem upprunalands íslenska hestsins og forystuhlutverk þess í kynbótum, ræktun og fagmennsku á sviði hestamennsku. Jafnframt að auka sölu á íslenska hestinum og hestatengdri vöru og þjónustu innanlands og utan. Einnig var unnið að því að efla almennan áhuga á hestamennsku m.a. með fræðslu og kynningum í grunnskólum og framhaldsskólum. Til þessa verkefnis var fenginn Jónas R. Jónsson sem forstöðumaður verkefnisins en Jónas hafði reynslu af fjölmiðlastörfum og alþjóðaviðskiptum. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson sagði m.a. að Jónas hafi unnið að mörgum góðum verkefnum, ekki síst varðandi atvinnuleyfi tamningamanna í Bandaríkjunum sem var mikill áfangi fyrir íslenska hestamenn. Þar á meðal má nefna lausn hinnar miklu deilu um skattamál við Þjóðverja sem umboðsmaður hafi komið verulega að. Árið 2008 skipaði þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson, nefnd um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Skilaði nefndin skýrslu um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis í árslok 2009. Íslandsstofa hefur verið með markaðsverkefni um íslenska hestinn sem var ýtt úr vör í apríl 2015 með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni, Íslandsstofu og stjórnvalda. Nú stendur yfir stefnumótunarvinna. Þjóðverjar eru stærsti hópur kaupenda íslenska hestsins undanfarin ár. Fjallað var ítarlega um blóðmerar á Íslandi í fréttaþættinum Plusminus á einni vinsælustu sjónvarpsstöð Þýskalands, Das Erste sem er með um 2.8 milljónir áhorfenda. Þá hafa alþjóðleg dýraverndunarsamtök sett Ísland á lista yfir lönd sem stunda dýraníð og er ekkert útlit fyrir að þau muni hætta herferð gegn blóðmerahaldi á Íslandi á næstunni. Lítil sem engin umfjöllun hefur verið í íslenskum fjölmiðum um þennan fréttaþátt í Þýskalandi, ein grein í Fréttablaðinu það er allt og sumt. Frásagnir af ömurlegri aðstöðu, þvingunaraðferðum og verulegum áhrifum á hryssur á meðan og eftir blóðtöku eru því miður staðan. Sýnt hefur verið fram á að verulega er gengið á blóðmagn í þessum hryssum, langt umfram alþjóðleg viðmið. Það er mjög mikil andstaða við þennan búskap um heim allan og líklegt er að Evrópusambandið muni banna viðskipti með efnið sem unnið er úr blóðinu og þá mun það sama líklega gilda um Ísland. Orðspor landsins og þeirra sem hafa unnið ötullega að því að markaðssetja íslenska hestinn og uppruna hans hér á landi hefur orðið fyrir skaða sem ekki fyrirséður. Hér eru miklum hagsmunum fórnað, meðan enn er heimilt að stunda blóðtöku úr fylfullum hryssum. Á Íslandi eru Dýraverndunarsamtök Íslands, félagasamtök sem íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar leita mikið til vegna umræðu um blóðmerahald. Hafa samtökin sent frá sér umsögn um frumvarp við bann á blóðtöku án þess að taka afgerandi afstöðu gegn henni. Þeir sem eru í forsvari fyrir þessi samtök, aðallega formaður, hafa beitt sér mikið á ýmsum miðlum þrátt fyrir að hafa ekki umboð til þess þar sem óreiða er á stjórnarháttum samtakanna. Ekki hefur verið haldinn aðalfundur í þessu félagi frá 2018 þannig að umboð þeirra sem nú telja sig vera í forsvari fyrir félagið rann út 2020. Mikil ólga er innan raða félagsmanna og aðila sem berjast fyrir dýravelferð á orðræðu núverandi forsvarsaðila og að mínu mati ótækt þegar svo mikilvægt málefni um velferð hestsins er annars vegar. Spurningunni er því ósvarað hver er umboðsmaður íslenska hestsins eða kannski má umorða hana. Hvar er umboðsmaður íslenska hestsins? Höfundur er hestamaður og ráðgjafi við innleiðingu og úttekt á gæðastjórnunarkerfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýr Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 8. apríl 2003 gerðu landbúnaðarráðherra, samgönguráðherra og utanríkisráðherra samkomulag um átaksverkefni til kynningar og markaðssetningar á íslenska hestinum árin 2003 - 2007. Markmið þessa verkefnis var að efla jákvæða ímynd hrossaræktar og hestamennsku með áherslu á hlutverk Íslands sem upprunalands íslenska hestsins og forystuhlutverk þess í kynbótum, ræktun og fagmennsku á sviði hestamennsku. Jafnframt að auka sölu á íslenska hestinum og hestatengdri vöru og þjónustu innanlands og utan. Einnig var unnið að því að efla almennan áhuga á hestamennsku m.a. með fræðslu og kynningum í grunnskólum og framhaldsskólum. Til þessa verkefnis var fenginn Jónas R. Jónsson sem forstöðumaður verkefnisins en Jónas hafði reynslu af fjölmiðlastörfum og alþjóðaviðskiptum. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson sagði m.a. að Jónas hafi unnið að mörgum góðum verkefnum, ekki síst varðandi atvinnuleyfi tamningamanna í Bandaríkjunum sem var mikill áfangi fyrir íslenska hestamenn. Þar á meðal má nefna lausn hinnar miklu deilu um skattamál við Þjóðverja sem umboðsmaður hafi komið verulega að. Árið 2008 skipaði þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson, nefnd um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Skilaði nefndin skýrslu um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis í árslok 2009. Íslandsstofa hefur verið með markaðsverkefni um íslenska hestinn sem var ýtt úr vör í apríl 2015 með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni, Íslandsstofu og stjórnvalda. Nú stendur yfir stefnumótunarvinna. Þjóðverjar eru stærsti hópur kaupenda íslenska hestsins undanfarin ár. Fjallað var ítarlega um blóðmerar á Íslandi í fréttaþættinum Plusminus á einni vinsælustu sjónvarpsstöð Þýskalands, Das Erste sem er með um 2.8 milljónir áhorfenda. Þá hafa alþjóðleg dýraverndunarsamtök sett Ísland á lista yfir lönd sem stunda dýraníð og er ekkert útlit fyrir að þau muni hætta herferð gegn blóðmerahaldi á Íslandi á næstunni. Lítil sem engin umfjöllun hefur verið í íslenskum fjölmiðum um þennan fréttaþátt í Þýskalandi, ein grein í Fréttablaðinu það er allt og sumt. Frásagnir af ömurlegri aðstöðu, þvingunaraðferðum og verulegum áhrifum á hryssur á meðan og eftir blóðtöku eru því miður staðan. Sýnt hefur verið fram á að verulega er gengið á blóðmagn í þessum hryssum, langt umfram alþjóðleg viðmið. Það er mjög mikil andstaða við þennan búskap um heim allan og líklegt er að Evrópusambandið muni banna viðskipti með efnið sem unnið er úr blóðinu og þá mun það sama líklega gilda um Ísland. Orðspor landsins og þeirra sem hafa unnið ötullega að því að markaðssetja íslenska hestinn og uppruna hans hér á landi hefur orðið fyrir skaða sem ekki fyrirséður. Hér eru miklum hagsmunum fórnað, meðan enn er heimilt að stunda blóðtöku úr fylfullum hryssum. Á Íslandi eru Dýraverndunarsamtök Íslands, félagasamtök sem íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar leita mikið til vegna umræðu um blóðmerahald. Hafa samtökin sent frá sér umsögn um frumvarp við bann á blóðtöku án þess að taka afgerandi afstöðu gegn henni. Þeir sem eru í forsvari fyrir þessi samtök, aðallega formaður, hafa beitt sér mikið á ýmsum miðlum þrátt fyrir að hafa ekki umboð til þess þar sem óreiða er á stjórnarháttum samtakanna. Ekki hefur verið haldinn aðalfundur í þessu félagi frá 2018 þannig að umboð þeirra sem nú telja sig vera í forsvari fyrir félagið rann út 2020. Mikil ólga er innan raða félagsmanna og aðila sem berjast fyrir dýravelferð á orðræðu núverandi forsvarsaðila og að mínu mati ótækt þegar svo mikilvægt málefni um velferð hestsins er annars vegar. Spurningunni er því ósvarað hver er umboðsmaður íslenska hestsins eða kannski má umorða hana. Hvar er umboðsmaður íslenska hestsins? Höfundur er hestamaður og ráðgjafi við innleiðingu og úttekt á gæðastjórnunarkerfum.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun