Borð fyrir báru Halla Hrund Logadóttir skrifar 31. janúar 2022 13:30 Ísland er eitt auðugasta land í heimi af grænni orku. Við getum hins vegar framleitt mis mikið á milli ára. Við byggjum orkunýtinguna nefnilega á náttúrunni sem hefur sínar sveiflur. Sum ár rignir meira, og þá er meiri vatnsorka í boði. Alveg eins og að sum ár er mikill snjór og þá er skíðavertíðin góð. Þessu þurfa orkufyrirtækin sem selja orkuna að gera ráð fyrir, sérstaklega þegar orkan er seld fram í tímann. Að hafa borð fyrir báru eins og sagt er. Sveigjanleika í anda náttúrunnar sem við nýtum. Umræðan um orkuskort hefur verið áberandi undanfarið. Hún hefur kristallast í því að skerða þurfi raforku til rafkyntra hitaveitna sem hluti íbúa landsins reiða sig á. Þessar mikilvægu veitur nota um 1% af raforku Íslands. Heimilin heilt yfir nota um 5% raforkunnar, en sala til þessa hóps hefur aukist lítið. Að hvetja landsmenn til að spara orku til að koma í veg fyrir orkuskort á Íslandi er því eins og að velja að kreista safa úr rúsínu á vínberjaakri. Ávinningur er minniháttar þó að orkunýtni sé afar mikilvæg og eigi alltaf við. Eins skrítið og það hljómar, þá er „skerðanleg orka“ hins vegar góð leið til að nýta orkuauðlindina vel. Slík samningsákvæði gera okkur kleift að selja meiri orku þegar mikið hefur rignt (eins og að selja fleiri miða í brekkurnar í góðu færi) en draga úr orkusölu þegar minna er í boði. Áskorunin er því fyrst og fremst að tryggja að íbúar sem treysta á rafkyntar veitur sem nota olíu sem varaafl, séu ekki á slíkum samningum, heldur eingöngu kaupendur sem vilja njóta góðs af kjörum þeirra og geta dregið úr orkunotkun þegar við á, eins og nú er gert þegar lítið hefur rignt. Fleira þarf þó að bæta ef vel á að ganga í orkumálum í örri þróun. Skýra þarf ábyrgð aðila á því að hafa borð fyrir báru, útfæra þarf leikreglur markaðarins og gagnaöflun þarf að bæta svo að kerfið virki óháð árferði og fjölda virkjana á hverjum tíma. Það er kjarni málsins. Slík vinna er einnig grunnur þess að vel takist við að ákveða rammaáætlun, orkuskiptin og önnur stór mál sem eru á dagskrá í stjórnarsáttmála. Hér gildir að horfa heildarsamhengið og útfæra hvernig upphafið og endirinn mætast. Vöndum umræðuna og rennum okkur í samlyndi í átt að lausnum í orkumálum fyrir land og þjóð. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Orkuskipti Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er eitt auðugasta land í heimi af grænni orku. Við getum hins vegar framleitt mis mikið á milli ára. Við byggjum orkunýtinguna nefnilega á náttúrunni sem hefur sínar sveiflur. Sum ár rignir meira, og þá er meiri vatnsorka í boði. Alveg eins og að sum ár er mikill snjór og þá er skíðavertíðin góð. Þessu þurfa orkufyrirtækin sem selja orkuna að gera ráð fyrir, sérstaklega þegar orkan er seld fram í tímann. Að hafa borð fyrir báru eins og sagt er. Sveigjanleika í anda náttúrunnar sem við nýtum. Umræðan um orkuskort hefur verið áberandi undanfarið. Hún hefur kristallast í því að skerða þurfi raforku til rafkyntra hitaveitna sem hluti íbúa landsins reiða sig á. Þessar mikilvægu veitur nota um 1% af raforku Íslands. Heimilin heilt yfir nota um 5% raforkunnar, en sala til þessa hóps hefur aukist lítið. Að hvetja landsmenn til að spara orku til að koma í veg fyrir orkuskort á Íslandi er því eins og að velja að kreista safa úr rúsínu á vínberjaakri. Ávinningur er minniháttar þó að orkunýtni sé afar mikilvæg og eigi alltaf við. Eins skrítið og það hljómar, þá er „skerðanleg orka“ hins vegar góð leið til að nýta orkuauðlindina vel. Slík samningsákvæði gera okkur kleift að selja meiri orku þegar mikið hefur rignt (eins og að selja fleiri miða í brekkurnar í góðu færi) en draga úr orkusölu þegar minna er í boði. Áskorunin er því fyrst og fremst að tryggja að íbúar sem treysta á rafkyntar veitur sem nota olíu sem varaafl, séu ekki á slíkum samningum, heldur eingöngu kaupendur sem vilja njóta góðs af kjörum þeirra og geta dregið úr orkunotkun þegar við á, eins og nú er gert þegar lítið hefur rignt. Fleira þarf þó að bæta ef vel á að ganga í orkumálum í örri þróun. Skýra þarf ábyrgð aðila á því að hafa borð fyrir báru, útfæra þarf leikreglur markaðarins og gagnaöflun þarf að bæta svo að kerfið virki óháð árferði og fjölda virkjana á hverjum tíma. Það er kjarni málsins. Slík vinna er einnig grunnur þess að vel takist við að ákveða rammaáætlun, orkuskiptin og önnur stór mál sem eru á dagskrá í stjórnarsáttmála. Hér gildir að horfa heildarsamhengið og útfæra hvernig upphafið og endirinn mætast. Vöndum umræðuna og rennum okkur í samlyndi í átt að lausnum í orkumálum fyrir land og þjóð. Höfundur er orkumálastjóri.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun