Viðskipti innlent

Daði hættir hjá Fossum mörkuðum

Atli Ísleifsson skrifar
Arnar Geir Sæmundsson og Daði Kristjánsson.
Arnar Geir Sæmundsson og Daði Kristjánsson. Aðsend

Daði Kristjánsson hefur látið af störfum hjá Fossum mörkuðum en hann mun taka við starfi framkvæmdastjóra hjá nýstofnuðu félagi, Viska Digital Assets ehf., sem vinnur að því að koma á fót sérhæfðum fagfjárfestasjóði með áherslu á rafmyntir og bálkakeðjutækni.

Frá þessu segir í tilkynningu, en við starfslok Daða kemur Arnar Geir Sæmundsson yfir í teymi markaðsviðskipta hjá Fossum mörkuðum eftir feril í teymi fyrirtækjaráðgjafar Fossa.

„Arnar Geir býr að víðtækri reynslu á sviði fjármálaþjónustu, en áður en hann kom til starfa hjá Fossum fyrir tæpu ári síðan starfaði hann á fjárfestingasviði TM hf. og sem forstöðumaður fjárstýringar hjá Lykli fjármögnun hf. Þar áður starfaði hann í markaðsviðskiptum Arctica Finance hf. og H.F. Verðbréfum hf. 

Hann er með B.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavik og Masters in Finance gráðu frá London Business School, auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×