Er ímyndin ímyndun? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 31. janúar 2022 07:32 Í Garðabæ hefur um langt skeið verið staðið undir afar metnaðarfullu loforði fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur. Þjónusta við börn hefur löngum verið einkenni bæjarins og hingað hafa barnafjölskyldur flutt til að fá góða þjónustu. Þannig viljum við einfaldlega hafa það áfram. Því skiptir máli að halda fókus, með þarfir íbúa í forgrunni. Það á ekki síst við nú þegar Garðabær er í gríðarlega örum vexti, með nýtt hverfi í uppbyggingu, þéttingu í öðru sem sérstaklega á að höfða til ungs fólks og enn annað hverfi í undirbúningi. Til að svo verði þarf fólk í forystu sem hefur kjark og vilja til að mæta þörfum nýrra íbúa. Fólk sem skilur að svona mikilli uppbyggingu þarf að fylgja sú þjónusta sem skiptir nýjum íbúum, sem að megninu til eru ungar barnafjölskyldur, mestu máli. Það þarf að tryggja leikskólapláss og gott rými í grunnskólum. Garðabær hefur alla burði til þess að vera samfélag þar sem áhersla er lögð á íbúa og nauðsynlega grunnþjónustu sem styður við velsæld allra af metnaði. Af hverju lágt útsvar en há leikskólagjöld? Nýverið var tekið gríðarlega mikilvægt skref til þess að mæta barnafjölskyldum í Garðabæ með tekjutengingu við leikskólagjöld, gjaldskrá frístundaheimila og dagforeldra. Þessi ákvörðun byggir á hugmynd frá okkur í Garðabæjarlistanum, sem við höfum rætt á þessu kjörtímabili. Tekjutenging við stærstu útgjöld barnafjölskyldna er gríðarlega mikilvægt skref í átt til samfélagslegrar ábyrgðar í sveitarfélagi sem allir eiga að geta valið til búsetu, óháð efnahag. Í Garðabæ er sérstök ástæða til að stíga þetta skref, þar sem sú stefna hefur ríkt að gott sé að hafa sem hæstar álögur á barnafjölskyldur á meðan almennu útsvari er haldið eins lágu og mögulegt er. Sú stefna kristallast einna best í því að leikskólagjöld þekkjast varla hærri í nokkru sveitarfélagi landsins. Við viljum sameiginlega ábyrgð allra þegar kemur að þátttöku við að tryggja þjónustu og trausta innviði. Með því að fela barnafjölskyldum að standa undir hæstu álögunum og bjóða þannig upp á lægra útsvar en gengur og gerist er dæmi um forgangsröðun meirihlutans. Dæmi um ákvörðun sem kemur niður á barnafjölskyldum. Leikskólagjöld borga ekki byggingu leikskóla en það gera útsvarstekjur. Því skiptir máli þegar staðið er frammi fyrir brýnum verkefnum líkt og byggingu leikskóla að stilla innkomu eftir vexti. Ábyrg fjármálastjórn Í sveitarfélögum er farið með skattfé íbúa og bæjarfulltrúar eiga því að tryggja ábyrga fjármálastjórn. Takmarkað fé er til fjárfestinga og því þarf að forgangsraða því til verkefna sem snúa að uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Við upphaf kjörtímabilsins var verið að ljúka við kostnaðarsama framkvæmd, fjölnota fundasal, hvar bæjarstjórn fundar meðal annars og er staðsettur á Garðatorgi. Framkvæmd sem kostaði um 500 milljónir eða sem nemur helming þess kostnaðar sem einn leikskóli kostar. Við tók svo önnur tilkomumikil framkvæmd fjölnota íþróttahúss sem nú sér fyrir endan á og kostað hefur um 5 milljarða í byggingu eða um 5 góða leikskóla. Framkvæmdirnar á síðastliðnum fjórum árum segja sína sögu um fjárhagslega stöðu og getu sveitarfélagsins til þes að tryggja íbúum þá mikilvægu þjónustu sem leik- og grunnskólar eru, ef forgangsröðunin er rétt. Þess í stað eru grunnskólar sprungnir og við sjáum fram á áframhaldandi óþægindi fyrir barnafjölskyldur vegna skorts á leikskólaplássum. Forgangsröðunin hefur haft í för með sér lélegri þjónustu við íbúa. Á meðan meirihlutinn hefur sett fókusinn á gæluverkefni hefur samfélagið sprungið út á ógnahraða. Íbúum hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, fjölgað meira en einmitt á þessu kjörtímabili og ungar barnafjölskyldur hafa streymt í Garðabæinn. Vegna þess að fókusinn hefur ekki verið réttur eru nýir íbúar ekki að fá þá þjónustu sem það vænti þegar þau ákváðu að flytja til Garðabæjar. Tryggjum innviði í Garðabæ fyrir barnafjölskyldur. Fyrir framtíðina. Höfundur er bæjarfulltrúi er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í Garðabæ hefur um langt skeið verið staðið undir afar metnaðarfullu loforði fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur. Þjónusta við börn hefur löngum verið einkenni bæjarins og hingað hafa barnafjölskyldur flutt til að fá góða þjónustu. Þannig viljum við einfaldlega hafa það áfram. Því skiptir máli að halda fókus, með þarfir íbúa í forgrunni. Það á ekki síst við nú þegar Garðabær er í gríðarlega örum vexti, með nýtt hverfi í uppbyggingu, þéttingu í öðru sem sérstaklega á að höfða til ungs fólks og enn annað hverfi í undirbúningi. Til að svo verði þarf fólk í forystu sem hefur kjark og vilja til að mæta þörfum nýrra íbúa. Fólk sem skilur að svona mikilli uppbyggingu þarf að fylgja sú þjónusta sem skiptir nýjum íbúum, sem að megninu til eru ungar barnafjölskyldur, mestu máli. Það þarf að tryggja leikskólapláss og gott rými í grunnskólum. Garðabær hefur alla burði til þess að vera samfélag þar sem áhersla er lögð á íbúa og nauðsynlega grunnþjónustu sem styður við velsæld allra af metnaði. Af hverju lágt útsvar en há leikskólagjöld? Nýverið var tekið gríðarlega mikilvægt skref til þess að mæta barnafjölskyldum í Garðabæ með tekjutengingu við leikskólagjöld, gjaldskrá frístundaheimila og dagforeldra. Þessi ákvörðun byggir á hugmynd frá okkur í Garðabæjarlistanum, sem við höfum rætt á þessu kjörtímabili. Tekjutenging við stærstu útgjöld barnafjölskyldna er gríðarlega mikilvægt skref í átt til samfélagslegrar ábyrgðar í sveitarfélagi sem allir eiga að geta valið til búsetu, óháð efnahag. Í Garðabæ er sérstök ástæða til að stíga þetta skref, þar sem sú stefna hefur ríkt að gott sé að hafa sem hæstar álögur á barnafjölskyldur á meðan almennu útsvari er haldið eins lágu og mögulegt er. Sú stefna kristallast einna best í því að leikskólagjöld þekkjast varla hærri í nokkru sveitarfélagi landsins. Við viljum sameiginlega ábyrgð allra þegar kemur að þátttöku við að tryggja þjónustu og trausta innviði. Með því að fela barnafjölskyldum að standa undir hæstu álögunum og bjóða þannig upp á lægra útsvar en gengur og gerist er dæmi um forgangsröðun meirihlutans. Dæmi um ákvörðun sem kemur niður á barnafjölskyldum. Leikskólagjöld borga ekki byggingu leikskóla en það gera útsvarstekjur. Því skiptir máli þegar staðið er frammi fyrir brýnum verkefnum líkt og byggingu leikskóla að stilla innkomu eftir vexti. Ábyrg fjármálastjórn Í sveitarfélögum er farið með skattfé íbúa og bæjarfulltrúar eiga því að tryggja ábyrga fjármálastjórn. Takmarkað fé er til fjárfestinga og því þarf að forgangsraða því til verkefna sem snúa að uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Við upphaf kjörtímabilsins var verið að ljúka við kostnaðarsama framkvæmd, fjölnota fundasal, hvar bæjarstjórn fundar meðal annars og er staðsettur á Garðatorgi. Framkvæmd sem kostaði um 500 milljónir eða sem nemur helming þess kostnaðar sem einn leikskóli kostar. Við tók svo önnur tilkomumikil framkvæmd fjölnota íþróttahúss sem nú sér fyrir endan á og kostað hefur um 5 milljarða í byggingu eða um 5 góða leikskóla. Framkvæmdirnar á síðastliðnum fjórum árum segja sína sögu um fjárhagslega stöðu og getu sveitarfélagsins til þes að tryggja íbúum þá mikilvægu þjónustu sem leik- og grunnskólar eru, ef forgangsröðunin er rétt. Þess í stað eru grunnskólar sprungnir og við sjáum fram á áframhaldandi óþægindi fyrir barnafjölskyldur vegna skorts á leikskólaplássum. Forgangsröðunin hefur haft í för með sér lélegri þjónustu við íbúa. Á meðan meirihlutinn hefur sett fókusinn á gæluverkefni hefur samfélagið sprungið út á ógnahraða. Íbúum hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, fjölgað meira en einmitt á þessu kjörtímabili og ungar barnafjölskyldur hafa streymt í Garðabæinn. Vegna þess að fókusinn hefur ekki verið réttur eru nýir íbúar ekki að fá þá þjónustu sem það vænti þegar þau ákváðu að flytja til Garðabæjar. Tryggjum innviði í Garðabæ fyrir barnafjölskyldur. Fyrir framtíðina. Höfundur er bæjarfulltrúi er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar