Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 29. janúar 2022 08:01 Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. Ég hef gaman af svona pistlum og ég hló upphátt nokkrum sinnum því litlaus og dauf eru ekki lýsingarorð sem ég myndi hvorki nota yfir sjálfa mig, sem fékk þau burtfararorð úr Seljaskóla hér forðum að ég væri kraftmikil stelpa en kjaftfor og erfið, né um kollega mína Líf Magneudóttir og Dóru Björt en saman leiðum við frábæran hóp borgarfulltrúa. En ég var eftir lesturinn hugsi. Það er greinilegt að við kunnum ekki að hafa marga flokka sem vinna saman sem einn. Og er þetta ekki einum of mikil leiðtogadýrkun? Þarf alltaf bara að vera einn flokkur eða leiðtogi? Reyndin er sú í dag að völd fjórflokksins eru liðin undir lok og við verðum að venjast þeirri tilhugsun að fjölflokka meirihlutar eru framtíðin. Samstarf og málamiðlanir eru það sem koma skal, því verðum við að venjast. Þessi veruleiki kallar á það að saman vinna nokkrir leiðtogar sem allir verða að fá sitt svið. Meirihlutinn í borginni er einmitt gott dæmi um það. Við unnum gott samkomulag í upphafi sem var byggt á afar skýrri sameiginlegri sýn á framtíð og þróun borgarinnar. Það þýðir ekki að við séum öll eins og sammála um allt, það er af og frá og það var einmitt það sem Dagur sagði í umræddum fréttatíma “Þetta eru ólíkir flokkar en það er styrkur.“ Við ræðum opinskátt saman um þau málefni sem aðgreina okkur og komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Við erum, hvert og eitt í meirihlutanum, dugleg að ýta á þau málefni sem við brennum fyrir og minna á sjónarmið ef við teljum að eitthvað hafi gleymst. Við í Viðreisn höfum verið óþreytandi að benda á mikilvægi einkaframtaksins og atvinnulífsins, ýta á eftir því að bilið verði brúað milli fæðingarorlofs og leikskóla, leitað leiða til að bæta þjónustu borgarinnar með stafrænum skrefum, bæta skipulag hennar og ferla. Og að fjármálin verði tekin föstum tökum. Aðrir flokkar hafa haft sínar áherslur. En verk þessa meirihluta væru ekki þau sömu ef bara einn flokkur væri við völd, sem hefði ekki ólíka aðlia að semja við sig til niðurstöðu. Það er vissulega verkefni framundan að draga fram sérstöðu hvers og eins flokks en það verður ekki erfitt og er í raun alveg skýrt í dag ef fólk opnar augun fyrir því. Opna augun og hlusta er kannski lykilþáttur í þessu öllu. Opnum augun fyrir því að hér eru margir flokkar með mismunandi áherslur. Hlustum á fullrúa flokkana með opnum hug en reynum ekki alltaf að troða öllu sem þeir segja í fyrirframgefna mynd fjórflokksins eða leiðtogadýrkun tuttugustu aldarinnar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Skoðun Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. Ég hef gaman af svona pistlum og ég hló upphátt nokkrum sinnum því litlaus og dauf eru ekki lýsingarorð sem ég myndi hvorki nota yfir sjálfa mig, sem fékk þau burtfararorð úr Seljaskóla hér forðum að ég væri kraftmikil stelpa en kjaftfor og erfið, né um kollega mína Líf Magneudóttir og Dóru Björt en saman leiðum við frábæran hóp borgarfulltrúa. En ég var eftir lesturinn hugsi. Það er greinilegt að við kunnum ekki að hafa marga flokka sem vinna saman sem einn. Og er þetta ekki einum of mikil leiðtogadýrkun? Þarf alltaf bara að vera einn flokkur eða leiðtogi? Reyndin er sú í dag að völd fjórflokksins eru liðin undir lok og við verðum að venjast þeirri tilhugsun að fjölflokka meirihlutar eru framtíðin. Samstarf og málamiðlanir eru það sem koma skal, því verðum við að venjast. Þessi veruleiki kallar á það að saman vinna nokkrir leiðtogar sem allir verða að fá sitt svið. Meirihlutinn í borginni er einmitt gott dæmi um það. Við unnum gott samkomulag í upphafi sem var byggt á afar skýrri sameiginlegri sýn á framtíð og þróun borgarinnar. Það þýðir ekki að við séum öll eins og sammála um allt, það er af og frá og það var einmitt það sem Dagur sagði í umræddum fréttatíma “Þetta eru ólíkir flokkar en það er styrkur.“ Við ræðum opinskátt saman um þau málefni sem aðgreina okkur og komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Við erum, hvert og eitt í meirihlutanum, dugleg að ýta á þau málefni sem við brennum fyrir og minna á sjónarmið ef við teljum að eitthvað hafi gleymst. Við í Viðreisn höfum verið óþreytandi að benda á mikilvægi einkaframtaksins og atvinnulífsins, ýta á eftir því að bilið verði brúað milli fæðingarorlofs og leikskóla, leitað leiða til að bæta þjónustu borgarinnar með stafrænum skrefum, bæta skipulag hennar og ferla. Og að fjármálin verði tekin föstum tökum. Aðrir flokkar hafa haft sínar áherslur. En verk þessa meirihluta væru ekki þau sömu ef bara einn flokkur væri við völd, sem hefði ekki ólíka aðlia að semja við sig til niðurstöðu. Það er vissulega verkefni framundan að draga fram sérstöðu hvers og eins flokks en það verður ekki erfitt og er í raun alveg skýrt í dag ef fólk opnar augun fyrir því. Opna augun og hlusta er kannski lykilþáttur í þessu öllu. Opnum augun fyrir því að hér eru margir flokkar með mismunandi áherslur. Hlustum á fullrúa flokkana með opnum hug en reynum ekki alltaf að troða öllu sem þeir segja í fyrirframgefna mynd fjórflokksins eða leiðtogadýrkun tuttugustu aldarinnar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun