Handbolti

Ólafur og Janus Daði lausir úr einangrun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Janus Daði Smárason getur tekið þátt í leiknum gegn Noregi.
Janus Daði Smárason getur tekið þátt í leiknum gegn Noregi. getty/Jure Erzen

Ólafur Guðmundsson og Janus Daði Smárason eru lausir úr einangrun og geta því tekið þátt í leik Íslands og Noregs um 5. sætið á EM í handbolta.

Þetta var ljóst eftir PCR próf landsliðsins í gær. Öll prófin reyndust neikvæð.

Ólafur hefur ekkert leikið með íslenska liðinu á EM síðan í sigrinum á Ungverjalandi, 31-30, í lokaumferð riðlakeppninnar. Janus lék fyrsta leikinn í milliriðli gegn Danmörku en smitaðist síðan af kórónuveirunni.

Björgvin Páll Gústavsson verður hins vegar ekki með í dag líkt og í leiknum gegn Svartfjallalandi á miðvikudaginn. Auk hans eru Daníel Þór Ingason, Arnar Freyr Arnarsson, Vignir Stefánsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Elliði Snær Viðarsson enn í einangrun.

Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan 14:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Viktor Gísli: Barið í borð og einhverjum blótsyrðum hreytt

„Þetta var svolítið súrt að missa undanúrslitasætið. Við kláruðum ekki okkar verkefni gegn Króötum og maður er eiginlega meira svekktur yfir því,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson í gærmorgun en stemningin á hóteli Íslands eftir leik Danmerkur og Frakklands var ekkert sérstök.

Í beinni: Ísland - Noregur | Spilað upp á HM-sæti

Ísland og Noregur mætast í leiknum um 5. sæti á EM karla í handbolta klukkan 14.30. Sigurliðið tryggir sér jafnframt sæti á HM í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári en tapliðið þarf að fara í umspil.

Elvar: Höfum fulla trú á að við getum unnið Norðmenn

Elvar Örn Jónsson kom inn af miklum krafti í leiknum gegn Svartfellingum eftir að hafa hrist af sér Covid-veiruna. Hann virtist líka vera búinn að hrista af sér svekkelsið með að komast ekki í undanúrslit er við hittum hann í gær.

„Eitt mesta svekkelsið á ferlinum“

Bjarki Már Elísson var hundfúll morguninn eftir að ljóst var að Ísland kæmist ekki í undanúrslit á EM og hann fór ekkert leynt með það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×