Handbolti

Viktor Gísli: Barið í borð og einhverjum blótsyrðum hreytt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Viktor Gísli hefur sprungið út á EM.
Viktor Gísli hefur sprungið út á EM. vísir/getty

„Þetta var svolítið súrt að missa undanúrslitasætið. Við kláruðum ekki okkar verkefni gegn Króötum og maður er eiginlega meira svekktur yfir því,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson í gærmorgun en stemningin á hóteli Íslands eftir leik Danmerkur og Frakklands var ekkert sérstök.

„Ég heyrði einhvern berja í borð og einhverjum blótsyrðum hreytt. Það var erfitt að horfa á þetta.“

Stjarna Viktors Gísla hefur skinið skært í síðustu leikjum og hann hefur heldur betur stimplað sig inn á stóra sviðinu.

„Það hefur verið gaman að fá að sýna loksins hvað maður getur. Þetta er búið að vera öðruvísi tímabil en ég er vanur því ég hef verið mikið á bekknum. Búið að vera gaman að spila handbolta í 60 mínútur,“ sagði markvörðurinn stóri og stæðilegi.

„Maður þarf stundum smá tíma inn á vellinum til að komast í takt við vörnina og fá að gleyma sér. Noregsleikurinn verður hörkuleikur og við þekkjum þá vel. Þeir eru með sterka og þunga menn.“

Klippa: Viktor Gísli ánægður með sína frammistöðu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×