Viðskipti innlent

Ás­dís, Ey­dís og Grettir til Aton.JL

Atli Ísleifsson skrifar
Ásdís Sigurbergsdóttir, Eydís Blöndal og Grettir Gautason.
Ásdís Sigurbergsdóttir, Eydís Blöndal og Grettir Gautason. Aton.JL

Grettir Gautason, Ásdís Sigurbergsdóttir og Eydís Blöndal hafa verið ráðin til samskiptafélagsins Aton.JL.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Grettir og Ásdís komi inn í ráðgjafastörf og Eydís sem texta- og hugmyndasmiður.

„Grettir starfaði áður í almannatengslum hjá H:N markaðssamskiptum og sem sölu- og verkefnastjóri hjá vefmiðlinum Kjarnanum. Grettir er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands auk þess sem hann er að ljúka MA-námi í almannatengslum og markaðssetningu við Universidade Fernando Pessoa í Portúgal.

Ásdís er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og mun í vor ljúka MA gráðu í opinberri stjórnsýslu. Hún fór í skiptinám til Indlands og Svíþjóðar, þar sem hún bjó um tíma.

Ásdís starfaði áður sem ráðgjafi á stefnumótunar- og fjármálasviði Capacent á Íslandi og sem sérfræðingur á stefnuskrifstofu í forsætisráðuneytinu, í tímabundnum verkefnum á sviði stefnumótunar. Síðustu ár hefur Ásdís einnig tekið að sér aðstoðarkennslu við stjórnmálafræðideild HÍ.

Eydís er með BA gráðu í heimspeki með hagfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands. Hún hefur gefið út þrjár ljóðabækur og ásamt því verið í stórum sem smáum verkefnum fyrir hin ýmsu fyrirtæki, meðal annars JÖMM og Siðmennt,“ segir í tilkynningunni. 

Aton.JL veitir ráðgjöf um skipulögð samskipti fyrirtækja og stofnana með greiningu, vöktun, stefnumótun, vörumerkjastjórn, skapandi hugmyndavinnu, almannatengslum og auglýsingagerð. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.