Börnin eru mikilvægust Guðný Maja Riba skrifar 27. janúar 2022 19:01 Það eru til fátæk börn í Reykjavík, og fátækar fjölskyldur. Þær fjölskyldur sem verst standa eru einstæðir foreldrar. Og einstæðir foreldrar búa í þeim hverfum þar sem húsnæði er ódýrast. Húsnæðiskreppa höfuðborgarsvæðisins bitnar verst á tekjulágum hópum. Börn hafa margs konar þarfir sem þarf að sinna í uppvexti þeirra. Þau þurfa að eiga þess kost að alast upp við tilfinningalegt öryggi. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við efnislegan skort. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við félagslega einangrun eða útskúfun. Og þau eiga rétt á að búa í öruggu húsnæði. Reykjavík er rík borg. Ísland er ríkt land. Það er stutt síðan að samfélag okkar var meira sveit en borg, tengsl fólks betri og sterkari, lífið að sumu leyti einfaldara. Við snúum ekki þangað aftur en við getum lært af fortíðinni. Við getum rifjað upp samheldnina, tengslin, óvæntar heimsóknir, að líta hvert eftir öðru og hafa augun opin fyrir þeim sem hafa það ekki jafn gott og aðrir. Reykjavíkurborg getur auðveldað tekjulágum fjölskyldum lífið með margvíslegum hætti. Talið er að um 10% grunnskólabarna fái ekki heitan mat í hádeginu vegna þess að foreldrarnir hafa ekki efni á að greiða fyrir hann. Það er pólitísk ákvörðun að öll börn, óháð stétt og stöðu foreldra fái hollan og góðan mat í hádeginu á skólatíma. Sama gildir um frístundarstarfið. Borgin hefur komið vel til móts við fjölskyldur með frístundakortinu. En við þurfum að gera betur. Við þurfum að vinna að því að öll börn njóti frístundarinnar með vinum og skólafélögum. Og við þurfum að vera hugmyndarík og nærgætin þegar við nálgumst foreldra og fjölskyldur sem af mörgum mismunandi ástæðum notfæra sér ekki styrkinn. Við getum byggt starfið á fyrirmyndum úr íþróttahreyfingunni, við ættum að skoða stöðu þeirra barna sem ekki mæta í skipulagt tómstundarstarf og styrkja félagslega stöðu þeirra með auknum stuðning við foreldra. Við getum átt samtal og nýtt okkur þekkingu þeirra sem vinna á vettvangi. Tekju- og eignaójöfnuður hefur aukist og við sem vinnum með börnum og unglingum og erum nærri vettvangi sjáum hvar og hvernig afleiðingarnar birtast.og höfum skýra sýn á hvernig vandi þessara barna birtist því birtingarmyndir fátæktar geta verið margvíslegar. Eins hefur það sýnt sig að tómstundastarf hefur gríðarlegt forvarnargildi. Tómstundir eru allajafna mikilvægur þáttur í að efla sjálfsmynd og byggja einstaklinginn upp félagslega. Börn efnaminni foreldra eiga það til að einangrast frá vinum, einfaldlega vegna þess að þau standa þeim ekki jafnfætis. Það er staðreynd að börn eru neyslufrek og verða snemma virkir neytendur. Þau gera miklar kröfur innan hópsins og þau skapa sitt eigið neytendasamfélag en neysluhegðunin getur orðið verulegur hluti af félagslegum samskiptum. Til að falla inn í vinahópinn verður barn að standast ákveðin efnahagleg viðmið. Einangrun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir barn og eru áhrifin oft varanleg fram á fullorðinsár. Það er þess vegna brýnt að halda vel utan um börn tekjulægstu foreldranna til að þau séu jafnvíg félögum sínum og forðast að þau einangrist og upplifi félagslegan ójöfnuð. Reynslan hefur sýnt að ef stjórnvöld huga ekki að þessum hópi barna getur orðið til ný kynslóð fátækra. Mig langar til að fá tækifæri til starfa í kraftmiklum jafnaðarflokki og vinna að því sem á hug minn allan og ég tel að muni gera samfélagið okkar betra, að auknum jöfnuði og réttlæti. Við verðum að muna að hver manneskja er aðeins einu sinni barn. Það er ekki hægt að endurtaka uppeldi og þróun til sálræns jafnvægis og félagsþroska. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Samfylkingin Reykjavík Guðný Maja Riba Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það eru til fátæk börn í Reykjavík, og fátækar fjölskyldur. Þær fjölskyldur sem verst standa eru einstæðir foreldrar. Og einstæðir foreldrar búa í þeim hverfum þar sem húsnæði er ódýrast. Húsnæðiskreppa höfuðborgarsvæðisins bitnar verst á tekjulágum hópum. Börn hafa margs konar þarfir sem þarf að sinna í uppvexti þeirra. Þau þurfa að eiga þess kost að alast upp við tilfinningalegt öryggi. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við efnislegan skort. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við félagslega einangrun eða útskúfun. Og þau eiga rétt á að búa í öruggu húsnæði. Reykjavík er rík borg. Ísland er ríkt land. Það er stutt síðan að samfélag okkar var meira sveit en borg, tengsl fólks betri og sterkari, lífið að sumu leyti einfaldara. Við snúum ekki þangað aftur en við getum lært af fortíðinni. Við getum rifjað upp samheldnina, tengslin, óvæntar heimsóknir, að líta hvert eftir öðru og hafa augun opin fyrir þeim sem hafa það ekki jafn gott og aðrir. Reykjavíkurborg getur auðveldað tekjulágum fjölskyldum lífið með margvíslegum hætti. Talið er að um 10% grunnskólabarna fái ekki heitan mat í hádeginu vegna þess að foreldrarnir hafa ekki efni á að greiða fyrir hann. Það er pólitísk ákvörðun að öll börn, óháð stétt og stöðu foreldra fái hollan og góðan mat í hádeginu á skólatíma. Sama gildir um frístundarstarfið. Borgin hefur komið vel til móts við fjölskyldur með frístundakortinu. En við þurfum að gera betur. Við þurfum að vinna að því að öll börn njóti frístundarinnar með vinum og skólafélögum. Og við þurfum að vera hugmyndarík og nærgætin þegar við nálgumst foreldra og fjölskyldur sem af mörgum mismunandi ástæðum notfæra sér ekki styrkinn. Við getum byggt starfið á fyrirmyndum úr íþróttahreyfingunni, við ættum að skoða stöðu þeirra barna sem ekki mæta í skipulagt tómstundarstarf og styrkja félagslega stöðu þeirra með auknum stuðning við foreldra. Við getum átt samtal og nýtt okkur þekkingu þeirra sem vinna á vettvangi. Tekju- og eignaójöfnuður hefur aukist og við sem vinnum með börnum og unglingum og erum nærri vettvangi sjáum hvar og hvernig afleiðingarnar birtast.og höfum skýra sýn á hvernig vandi þessara barna birtist því birtingarmyndir fátæktar geta verið margvíslegar. Eins hefur það sýnt sig að tómstundastarf hefur gríðarlegt forvarnargildi. Tómstundir eru allajafna mikilvægur þáttur í að efla sjálfsmynd og byggja einstaklinginn upp félagslega. Börn efnaminni foreldra eiga það til að einangrast frá vinum, einfaldlega vegna þess að þau standa þeim ekki jafnfætis. Það er staðreynd að börn eru neyslufrek og verða snemma virkir neytendur. Þau gera miklar kröfur innan hópsins og þau skapa sitt eigið neytendasamfélag en neysluhegðunin getur orðið verulegur hluti af félagslegum samskiptum. Til að falla inn í vinahópinn verður barn að standast ákveðin efnahagleg viðmið. Einangrun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir barn og eru áhrifin oft varanleg fram á fullorðinsár. Það er þess vegna brýnt að halda vel utan um börn tekjulægstu foreldranna til að þau séu jafnvíg félögum sínum og forðast að þau einangrist og upplifi félagslegan ójöfnuð. Reynslan hefur sýnt að ef stjórnvöld huga ekki að þessum hópi barna getur orðið til ný kynslóð fátækra. Mig langar til að fá tækifæri til starfa í kraftmiklum jafnaðarflokki og vinna að því sem á hug minn allan og ég tel að muni gera samfélagið okkar betra, að auknum jöfnuði og réttlæti. Við verðum að muna að hver manneskja er aðeins einu sinni barn. Það er ekki hægt að endurtaka uppeldi og þróun til sálræns jafnvægis og félagsþroska. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun