Handbolti

Elvar: Höfum fulla trú á að við getum unnið Norðmenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elvar Örn og félagar ætla að klára EM með stæl.
Elvar Örn og félagar ætla að klára EM með stæl. vísir/epa

Elvar Örn Jónsson kom inn af miklum krafti í leiknum gegn Svartfellingum eftir að hafa hrist af sér Covid-veiruna. Hann virtist líka vera búinn að hrista af sér svekkelsið með að komast ekki í undanúrslit er við hittum hann í gær.

„Auðvitað var þetta svekkjandi en það er alltaf leiðinlegt að þurfa að stóla á aðra. Maður var ekki að búast við miklu en það hefði verið frábært ef Danir hefðu unnið. Eina sem maður er að hugsa um núna er að vinna þennan leik gegn Noregi,“ segir Elvar Örn ákveðinn.

„Hausinn er kominn þangað. Það er mikið undir. Við getum tryggt okkur inn á HM og það er það eina sem við hugsum um núna.“

Þó svo Elvar Örn hafi átt góðan leik síðast þá voru veikindin að stríða honum. Ekki að það sæist.

„Ég var þreyttur í gær en er allir ðað koma til í dag. Það eru margir lúnir og ég hef verið í fríi í viku þannig að ég kvarta ekki. Við höfum spilað vel sem lið og höfum fulla trú á að við getum unnið Norðmenn. Við ætlum að vinna þennan leik og tryggja okkur inn á HM.“

Klippa: Elvar hugsar bara um Noregsleikinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×