Hvenær hægir á hækkun íbúðaverðs? Bergþóra Baldursdóttir skrifar 28. janúar 2022 08:00 Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að íbúðaverð hefur hækkað mikið frá því að faraldurinn skall á. Á nýliðnu ári nam hækkunin nær 16% eða ríflega 10% að raunvirði. Þrátt fyrir að kaupmáttur launa hafi einnig vaxið töluvert það ár hækkaði raunverð íbúða mun hraðar. Mikil eftirspurn enn til staðar Þegar faraldurinn skall á hóf Seðlabankinn að lækka vexti sem varð til þess að kjör á íbúðalánum urðu hagstæðari en nokkru sinni áður hér á landi. Auk þess stóðu heimilin almennt styrkum fótum í þeirri niðursveiflu sem faraldurinn hafði í för með sér ásamt því að eignarstaða flestra heimila var sterk í sögulegu samhengi. Það er í raun ótrúlegt hversu vel flest heimili komu út úr kreppunni miðað við horfurnar í upphafi faraldurs. Þetta varð til þess að innlend eftirspurn jókst til muna og þar með talið eftirspurn á íbúðamarkaði. Umsvif á íbúðamarkaði voru nefnilega með mesta móti á nýliðnu ári. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga sló nýtt met ásamt því að veltan var töluverð. Á síðustu mánuðum hefur þó tekið að hægja á bæði veltu og fjölda þinglýstra kaupsamninga. Ástæða þess er líklega sú að lítið er um framboð á markaði en þó benda ýmsir aðrir mælikvarðar til þess að eftirspurn sé enn með mesta móti. Sölutími íbúða er mjög stuttur og enn seljast margar íbúðir yfir ásettu veðri. Samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var hlutfall íbúða sem seldust yfir ásettu verði nær 45% á höfuðborgarsvæðinu í nóvember og hefur þetta hlutfall aldrei verið hærra. Lítið framboð Þegar slíkar verðhækkanir eiga sér stað er nokkuð ljóst að framboð heldur ekki í við eftirspurnina. Þrátt fyrir það kom metfjöldi nýrra íbúða inn á markaðinn árið 2020 eða um 3.800, en á móti var byrjað að byggja töluvert færri íbúðir á því ári í samanburði við árið áður. Útlit er fyrir að sú þróun hafi haldið áfram árið 2021 en á fyrstu níu mánuðum ársins dróst íbúðafjárfesting saman um 7,5% á milli ára. Íbúðamarkaður er þess eðlis að ekki er hægt að bregðast við aukinni eftirspurn strax. Það er nefnilega svo að talsverð tímatöf er á byggingarmarkaði þegar horfur á eftirspurn breytast og alla jafna tekur um tvö ár að byggja nýjar íbúðir. Vegna þessa getur verð hækkað hratt þegar eftirspurn breytist skyndilega. Vonir standa til að framboð af nýjum íbúðum taki við sér á árinu sem rímar við talningu Samtaka iðnaðarins frá september síðastliðnum þar sem töluverð aukning var á nýjum íbúðum á fyrri byggingarstigum. Það hægir á hækkunum á árinu Það telst ekki sjálfbært til lengri tíma litið að íbúðaverð hækki umtalsvert hraðar en laun og annað verðlag. Seðlabankinn hefur þegar gripið til aðgerða til að stemma stigu við hækkunum á markaði. Bankinn hefur hækkað stýrivexti ásamt því að herða á reglum um hámarks veðsetningarhlutfall og greiðslubyrði. Þessar aðgerðir munu koma til með að hafa áhrif á íbúðamarkaðinn í vaxandi mæli. Forsendur eru fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á þessu ári en að hækkunartakturinn taki að róast með enn frekari hækkun stýrivaxta og auknu framboði af íbúðum þegar líður á árið. Fordæmi eru fyrir því að það hægist nokkuð hratt á hækkun íbúðaverðs eftir miklar verðhækkanir. Einungis þarf að líta aftur til ársins 2017 þegar mikil eftirspurnarspenna ríkti á markaði og raunverð íbúða hækkaði um 13%. Árið 2018 tók að hægja á hækkunum og hækkaði raunverð íbúða um 3% það ár. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá okkar í Greiningu Íslandsbanka hækkar íbúðaverð þó um tæp 8% á þessu ári. Við teljum að íbúðaverð hækki nokkuð fyrri hluta árs en með hærri íbúðalánavöxtum og auknu framboði róist markaðurinn þegar líða tekur á árið. Á næsta ári spáum við 3,5% hækkun og 3% árið 2024, en þá hefur jafnvægi vonandi myndast á íbúðamarkaði. Aðstæður á markaði virðast því þokast í rétta átt, sem eru ánægjulegar fréttir. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að íbúðaverð hefur hækkað mikið frá því að faraldurinn skall á. Á nýliðnu ári nam hækkunin nær 16% eða ríflega 10% að raunvirði. Þrátt fyrir að kaupmáttur launa hafi einnig vaxið töluvert það ár hækkaði raunverð íbúða mun hraðar. Mikil eftirspurn enn til staðar Þegar faraldurinn skall á hóf Seðlabankinn að lækka vexti sem varð til þess að kjör á íbúðalánum urðu hagstæðari en nokkru sinni áður hér á landi. Auk þess stóðu heimilin almennt styrkum fótum í þeirri niðursveiflu sem faraldurinn hafði í för með sér ásamt því að eignarstaða flestra heimila var sterk í sögulegu samhengi. Það er í raun ótrúlegt hversu vel flest heimili komu út úr kreppunni miðað við horfurnar í upphafi faraldurs. Þetta varð til þess að innlend eftirspurn jókst til muna og þar með talið eftirspurn á íbúðamarkaði. Umsvif á íbúðamarkaði voru nefnilega með mesta móti á nýliðnu ári. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga sló nýtt met ásamt því að veltan var töluverð. Á síðustu mánuðum hefur þó tekið að hægja á bæði veltu og fjölda þinglýstra kaupsamninga. Ástæða þess er líklega sú að lítið er um framboð á markaði en þó benda ýmsir aðrir mælikvarðar til þess að eftirspurn sé enn með mesta móti. Sölutími íbúða er mjög stuttur og enn seljast margar íbúðir yfir ásettu veðri. Samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var hlutfall íbúða sem seldust yfir ásettu verði nær 45% á höfuðborgarsvæðinu í nóvember og hefur þetta hlutfall aldrei verið hærra. Lítið framboð Þegar slíkar verðhækkanir eiga sér stað er nokkuð ljóst að framboð heldur ekki í við eftirspurnina. Þrátt fyrir það kom metfjöldi nýrra íbúða inn á markaðinn árið 2020 eða um 3.800, en á móti var byrjað að byggja töluvert færri íbúðir á því ári í samanburði við árið áður. Útlit er fyrir að sú þróun hafi haldið áfram árið 2021 en á fyrstu níu mánuðum ársins dróst íbúðafjárfesting saman um 7,5% á milli ára. Íbúðamarkaður er þess eðlis að ekki er hægt að bregðast við aukinni eftirspurn strax. Það er nefnilega svo að talsverð tímatöf er á byggingarmarkaði þegar horfur á eftirspurn breytast og alla jafna tekur um tvö ár að byggja nýjar íbúðir. Vegna þessa getur verð hækkað hratt þegar eftirspurn breytist skyndilega. Vonir standa til að framboð af nýjum íbúðum taki við sér á árinu sem rímar við talningu Samtaka iðnaðarins frá september síðastliðnum þar sem töluverð aukning var á nýjum íbúðum á fyrri byggingarstigum. Það hægir á hækkunum á árinu Það telst ekki sjálfbært til lengri tíma litið að íbúðaverð hækki umtalsvert hraðar en laun og annað verðlag. Seðlabankinn hefur þegar gripið til aðgerða til að stemma stigu við hækkunum á markaði. Bankinn hefur hækkað stýrivexti ásamt því að herða á reglum um hámarks veðsetningarhlutfall og greiðslubyrði. Þessar aðgerðir munu koma til með að hafa áhrif á íbúðamarkaðinn í vaxandi mæli. Forsendur eru fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á þessu ári en að hækkunartakturinn taki að róast með enn frekari hækkun stýrivaxta og auknu framboði af íbúðum þegar líður á árið. Fordæmi eru fyrir því að það hægist nokkuð hratt á hækkun íbúðaverðs eftir miklar verðhækkanir. Einungis þarf að líta aftur til ársins 2017 þegar mikil eftirspurnarspenna ríkti á markaði og raunverð íbúða hækkaði um 13%. Árið 2018 tók að hægja á hækkunum og hækkaði raunverð íbúða um 3% það ár. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá okkar í Greiningu Íslandsbanka hækkar íbúðaverð þó um tæp 8% á þessu ári. Við teljum að íbúðaverð hækki nokkuð fyrri hluta árs en með hærri íbúðalánavöxtum og auknu framboði róist markaðurinn þegar líða tekur á árið. Á næsta ári spáum við 3,5% hækkun og 3% árið 2024, en þá hefur jafnvægi vonandi myndast á íbúðamarkaði. Aðstæður á markaði virðast því þokast í rétta átt, sem eru ánægjulegar fréttir. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun