Það er öllum í hag að styðja vel við námsmenn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. janúar 2022 07:00 Í dag mun ég leggja fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér breytingar á námslánakerfi háskólastúdenta. Breytingar sem fela í sér markvissari fjárhagslega stuðning við námsmenn meðan á námi stendur. Markmiðið er að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna mikið með námi, en stúdentar í íslenskum háskólum þurfa margir að vinna svo mikið með námi að það hefur áhrif á námsframvindu þeirra. Tvær einfaldar en þýðingarmiklar breytingar Í frumvarpinu eru tvær megintillögur og báðar að norrænni fyrirmynd. Sú fyrri er að nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu í 5 námsár. Þessu er ætlað að skapa aðstæður sem og hvata fyrir námsmenn til að einbeita sér að náminu. Það mun hraða námsframvindu. Stuðningur í formi námsaðstoðar skiptir máli fyrir námsmenn en hefur líka þýðingu fyrir háskólana og um leið ríkissjóð. Með bættri námsframvindu útskrifast nemendur á skemmri tíma og líkur á brottfalli minnka sömuleiðis. Þannig nýtist fjármagn háskólanna betur. Það skiptir ekki bara máli að gera nemendum kleift að ljúka námi fyrr heldur hefur mikla þýðingu fyrir þjóðfélagið að draga úr því að nemendur hætti námi án þess að ljúka því. Hin megintillaga frumvarpsins er að grunnframfærsla námslána samsvari að lágmarki neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og að taki hækkunum í samræmi við verðlag. Þetta er ekki reyndin í dag og þann veruleika þekkja námsmenn vel. Þannig yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði sú sama og stuðst er við í neysluviðmiðum fyrir aðra hópa. Árum saman hefur komið fram af hálfu stúdenta og Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Svo lág grunnframfærsla vinnur þá gegn framvindu háskólanámsins. Hagur stúdenta og háskóla Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt mikla áherslu á menntamál og á mikilvægi háskólanna fyrir þjóðfélagið. Efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri og sóttvarnaaðgerðum undirstrikaði að þjóðfélagið þarf fjölbreyttari stoðir atvinnulífs en núna er reyndin. Og meðal annars þess vegna á að fjárfesta markvisst í menntun og í menntakerfinu. Í gegnum mennakerfið og nýsköpun sköpum við eftirsóknarverð störf og mótum samfélag sem laðar að sér fólk í stað þess að fólk hverfi til annarra landa. Þannig stuðlum við líka að því að fólk sem sækir sér framhaldsmenntunar erlendis velji að koma aftur heim. Stjórnvöld eiga að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift á að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góðar aðstæður og rekstrarskilyrði. Og er gert með því að tryggja háskólastúdentum viðunandi aðstæður til náms. Ég hlakka til að ræða þetta mál á Alþingi í dag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Hagsmunir stúdenta Alþingi Viðreisn Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í dag mun ég leggja fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér breytingar á námslánakerfi háskólastúdenta. Breytingar sem fela í sér markvissari fjárhagslega stuðning við námsmenn meðan á námi stendur. Markmiðið er að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna mikið með námi, en stúdentar í íslenskum háskólum þurfa margir að vinna svo mikið með námi að það hefur áhrif á námsframvindu þeirra. Tvær einfaldar en þýðingarmiklar breytingar Í frumvarpinu eru tvær megintillögur og báðar að norrænni fyrirmynd. Sú fyrri er að nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu í 5 námsár. Þessu er ætlað að skapa aðstæður sem og hvata fyrir námsmenn til að einbeita sér að náminu. Það mun hraða námsframvindu. Stuðningur í formi námsaðstoðar skiptir máli fyrir námsmenn en hefur líka þýðingu fyrir háskólana og um leið ríkissjóð. Með bættri námsframvindu útskrifast nemendur á skemmri tíma og líkur á brottfalli minnka sömuleiðis. Þannig nýtist fjármagn háskólanna betur. Það skiptir ekki bara máli að gera nemendum kleift að ljúka námi fyrr heldur hefur mikla þýðingu fyrir þjóðfélagið að draga úr því að nemendur hætti námi án þess að ljúka því. Hin megintillaga frumvarpsins er að grunnframfærsla námslána samsvari að lágmarki neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og að taki hækkunum í samræmi við verðlag. Þetta er ekki reyndin í dag og þann veruleika þekkja námsmenn vel. Þannig yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði sú sama og stuðst er við í neysluviðmiðum fyrir aðra hópa. Árum saman hefur komið fram af hálfu stúdenta og Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Svo lág grunnframfærsla vinnur þá gegn framvindu háskólanámsins. Hagur stúdenta og háskóla Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt mikla áherslu á menntamál og á mikilvægi háskólanna fyrir þjóðfélagið. Efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri og sóttvarnaaðgerðum undirstrikaði að þjóðfélagið þarf fjölbreyttari stoðir atvinnulífs en núna er reyndin. Og meðal annars þess vegna á að fjárfesta markvisst í menntun og í menntakerfinu. Í gegnum mennakerfið og nýsköpun sköpum við eftirsóknarverð störf og mótum samfélag sem laðar að sér fólk í stað þess að fólk hverfi til annarra landa. Þannig stuðlum við líka að því að fólk sem sækir sér framhaldsmenntunar erlendis velji að koma aftur heim. Stjórnvöld eiga að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift á að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góðar aðstæður og rekstrarskilyrði. Og er gert með því að tryggja háskólastúdentum viðunandi aðstæður til náms. Ég hlakka til að ræða þetta mál á Alþingi í dag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun