Handbolti

Bjarni Ófeigur á leið til Búdapest

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikur í Svíþjóð.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikur í Svíþjóð. vísir/bára

Íslenska handboltalandsliðinu er að berast liðsauki en samkvæmt heimildum íþróttadeildar er Bjarni Ófeigur Valdimarsson á leið til Búdapest þar sem Ísland leikur sína leiki á EM.

Sem kunnugt er hefur kvarnast mikið úr íslenska liðinu undanfarna daga vegna kórónuveirusmita. Alls ellefu leikmenn hafa greinst með veiruna síðan á miðvikudaginn. Vegna þessara forfalla hefur Ísland aðeins verið með fjórtán leikmenn á skýrslu í leikjunum þremur í milliriðli I.

Bjarni, sem er 23 ára skytta, leikur með Skövde í Svíþjóð og hefur gert undanfarin tvö tímabil. Bjarni lék með FH á árunum 2018-2020 og varð meðal annars bikarmeistari með liðinu 2019.

Í vetur hefur Bjarni leikið fjórtán leiki með Skövde í sænsku úrvalsdeildinni. Í þeim hefur hann skorað 62 mörk og gefið 34 stoðsendingar.

Bjarni hefur ekki leikið A-landsleik en það gæti breyst á morgun þegar Ísland mætir Svartfjallalandi í lokaleik sínum í milliriðli I.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.