Körfubolti

Booker og Paul fóru illa með særða djassara

Sindri Sverrisson skrifar
Chris Paul vantaði eitt frákast til að ná þrennu gegn Utah Jazz í nótt og ekki að sjá að aldurinn sé farinn að segja til sín.
Chris Paul vantaði eitt frákast til að ná þrennu gegn Utah Jazz í nótt og ekki að sjá að aldurinn sé farinn að segja til sín. AP/Matt York

Phoenix Suns hefur verið besta lið NBA-deildarinnar í körfubolta í vetur og með 115-109 sigri á Utah Jazz í nótt hefur liðið nú unnið sjö leiki í röð.

Phoenix er með langbesta sigurhlutfallið liðanna þrjátíu í deildinni og hefur unnið 37 sigra en tapað aðeins níu leikjum. Golden State Warriors koma næstir með 34 sigra og 13 töp en Utah er núna með 30 sigra og 18 töp í 4. sæti vesturdeildarinnar.

Hinn 36 ára gamli Chris Paul lék 40 mínútur og skoraði 27 stig, fleiri en hann hefur gert í einum leik í vetur, og þar af komu 15 stig í lokaleikhlutanum þegar Phoenix tryggði sér sigur.

Devin Booker skoraði 33 stig og þeir Paul því samtals 60 af stigum Phoenix. Paul gaf auk þess 14 stoðsendingar og tók níu fráköst.

Phoenix hefur aldrei í sögu félagsins verið með betra sigurhlutfall á þessum tímapunkti keppnistímabilsins, en jafnaði met sitt frá tímabilinu 2006-07.

Utah saknaði meðal annars Donovan Mitchell, Rudy Goberg og Mike Conley og varð að sætta sig við áttunda tapið í síðustu ellefu leikjum. Jordan Clarkson var stigahæstur í liðinu með 22 stig.

  • Úrslitin í nótt:
  • Cleveland 95-93 New York
  • New Orleans 117-113 Indiana
  • Oklahoma 110-111 Chicago
  • Phoenix 115-109 Utah

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.