Má foreldri afþakka gagnslausa sáttameðferð Sævar Þór Jónsson skrifar 23. janúar 2022 12:01 Samkvæmt barnalögum þurfa allir foreldrar sem skilja að gangast undir sáttameðferð hjá sýslumanni í því skyni að láta á það reyna að ná sátt um málefni er varða börnin; forræði, lögheimili o.fl. Þetta gildir líka um ógifta foreldra þar sem gangast þarf undir sáttameðferð áður en mál er höfðað um forræði, lögheimili, umgengni og meðlag. Hefur rík áhersla verið lögð á þessa sáttameðferð enda talið barni fyrir bestu að foreldrar geti náð sátt um málefni þess. Sáttameðferð foreldra er skyldubundin samkvæmt lögunum og foreldrar eiga almennt ekki að geta komið sér hjá henni. Foreldrar eru þó ekki knúnir til þess að gera samning og sáttameðferð getur lokið árangurslausri. Er gert ráð fyrir að sáttamaður meti hvenær hann telur sættir fullreyndar. Ef annað foreldrið mætir ekki getur sáttamaður gefið út sáttavottorð eftir að hafa boðað tvívegis til sáttafund án árangurs. Þó hefur verið talið að foreldrar geti í vissum tilvikum afþakkað sáttameðferð ef hún er tilgangslaus. Í slíkum tilvikum hafa sáttamenn gefið út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 848/2016, höfðu foreldrar mætt á einn sáttafund en að honum loknum afþakkaði móðir frekari sáttameðferð þar sem hún taldi hana vera tilgangslausa. Málinu var ekki vísað frá dómi og hlaut efnislega meðferð á báðum dómstigum þess tíma. Þetta viðhorf virðist breytt nú ef marka má nýlega dóma Landsréttar. Í Landsréttarmálinu nr. 614/2021 höfðu foreldrarnir verið boðaðir til sáttameðferðar hjá sýslumanni en áður en sáttameðferð hófst afþakkaði móðir hana þar sem hún taldi hana gagnslausa. Enginn sáttafundur var því haldinn og virk sáttameðferð fór ekki fram. Sáttamaður gaf út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð tíu dögum áður en fyrirhugaður fyrsti sáttafundur skyldi fara fram. Málinu var vísað frá í héraði og sá úrskurður kærðu til Landsréttar. Landsréttur taldi í niðurstöðu sinni að sáttamaður hefði átt að gefa föður kost á að mæta á boðaðan sáttafund til að lýsa þar afstöðu sinni áður en hann gaf sáttavottorðið út enda hafi ekkert legið fyrir um afstöðu föðurins til ágreiningsefna málsins og hugsanlegra sátta. Með þessu hafi í raun engin sáttameðferð hafist og ekki verið boðað aftur til sáttafundar. Af þessu að dæma má álykta að Landsréttur telji að sáttamaður geti ekki gefið út vottorð án þess að boða tvívegis til fundar. Af því leiðir að annað foreldri getur ekki afþakkað sáttameðferð ef viðkomandi telur hana gagnslausa líkt og raunin var í dómi Hæstaréttar frá árinu 2016. En hvað ræður úrslitum? Ef til vill er nægilegt að það efnislega skilyrði sé uppfyllt að afstaða foreldra sé komin fram í málinu. Í Landsréttarmálinu hér að ofan lá ekki fyrir afstaða föður á meðan að afstaða beggja foreldra hafði komið fram í Hæstaréttarmálinu. Um þetta er ef til vill of snemmt að álykta eða fullyrða og þarfnast nánari úrlausnar Landsréttar og eftir atvikum Hæstaréttar. Hin niðurstaðan væri aftur á móti ósveigjanleg þar sem eingöngu væri litið til formreglu um tvær boðanir án þess að líta til efnisins og aðstæðna foreldra. Hafa ber í huga að löng bið er eftir því að komast að í sáttameðferð og á meðan gerist ekkert í deilum foreldranna. Ef skýr afstaða foreldra liggur fyrir, til dæmis ef þau hafa deilt lengi og langt ber á milli í afstöðu þeirra, til hvers þarf þá að eyða tíma í sáttameðferð. Væri þá ekki nærtækara og mannlegra að hleypa þeim málum áfram til úrlausnar dómstóla og stytta þannig verulega málsmeðferðartímann. Þá er alltaf hægt að leita sátta fyrir dómi, til dæmis með liðsinni dómara. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Börn og uppeldi Dómstólar Fjölskyldumál Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Samkvæmt barnalögum þurfa allir foreldrar sem skilja að gangast undir sáttameðferð hjá sýslumanni í því skyni að láta á það reyna að ná sátt um málefni er varða börnin; forræði, lögheimili o.fl. Þetta gildir líka um ógifta foreldra þar sem gangast þarf undir sáttameðferð áður en mál er höfðað um forræði, lögheimili, umgengni og meðlag. Hefur rík áhersla verið lögð á þessa sáttameðferð enda talið barni fyrir bestu að foreldrar geti náð sátt um málefni þess. Sáttameðferð foreldra er skyldubundin samkvæmt lögunum og foreldrar eiga almennt ekki að geta komið sér hjá henni. Foreldrar eru þó ekki knúnir til þess að gera samning og sáttameðferð getur lokið árangurslausri. Er gert ráð fyrir að sáttamaður meti hvenær hann telur sættir fullreyndar. Ef annað foreldrið mætir ekki getur sáttamaður gefið út sáttavottorð eftir að hafa boðað tvívegis til sáttafund án árangurs. Þó hefur verið talið að foreldrar geti í vissum tilvikum afþakkað sáttameðferð ef hún er tilgangslaus. Í slíkum tilvikum hafa sáttamenn gefið út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 848/2016, höfðu foreldrar mætt á einn sáttafund en að honum loknum afþakkaði móðir frekari sáttameðferð þar sem hún taldi hana vera tilgangslausa. Málinu var ekki vísað frá dómi og hlaut efnislega meðferð á báðum dómstigum þess tíma. Þetta viðhorf virðist breytt nú ef marka má nýlega dóma Landsréttar. Í Landsréttarmálinu nr. 614/2021 höfðu foreldrarnir verið boðaðir til sáttameðferðar hjá sýslumanni en áður en sáttameðferð hófst afþakkaði móðir hana þar sem hún taldi hana gagnslausa. Enginn sáttafundur var því haldinn og virk sáttameðferð fór ekki fram. Sáttamaður gaf út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð tíu dögum áður en fyrirhugaður fyrsti sáttafundur skyldi fara fram. Málinu var vísað frá í héraði og sá úrskurður kærðu til Landsréttar. Landsréttur taldi í niðurstöðu sinni að sáttamaður hefði átt að gefa föður kost á að mæta á boðaðan sáttafund til að lýsa þar afstöðu sinni áður en hann gaf sáttavottorðið út enda hafi ekkert legið fyrir um afstöðu föðurins til ágreiningsefna málsins og hugsanlegra sátta. Með þessu hafi í raun engin sáttameðferð hafist og ekki verið boðað aftur til sáttafundar. Af þessu að dæma má álykta að Landsréttur telji að sáttamaður geti ekki gefið út vottorð án þess að boða tvívegis til fundar. Af því leiðir að annað foreldri getur ekki afþakkað sáttameðferð ef viðkomandi telur hana gagnslausa líkt og raunin var í dómi Hæstaréttar frá árinu 2016. En hvað ræður úrslitum? Ef til vill er nægilegt að það efnislega skilyrði sé uppfyllt að afstaða foreldra sé komin fram í málinu. Í Landsréttarmálinu hér að ofan lá ekki fyrir afstaða föður á meðan að afstaða beggja foreldra hafði komið fram í Hæstaréttarmálinu. Um þetta er ef til vill of snemmt að álykta eða fullyrða og þarfnast nánari úrlausnar Landsréttar og eftir atvikum Hæstaréttar. Hin niðurstaðan væri aftur á móti ósveigjanleg þar sem eingöngu væri litið til formreglu um tvær boðanir án þess að líta til efnisins og aðstæðna foreldra. Hafa ber í huga að löng bið er eftir því að komast að í sáttameðferð og á meðan gerist ekkert í deilum foreldranna. Ef skýr afstaða foreldra liggur fyrir, til dæmis ef þau hafa deilt lengi og langt ber á milli í afstöðu þeirra, til hvers þarf þá að eyða tíma í sáttameðferð. Væri þá ekki nærtækara og mannlegra að hleypa þeim málum áfram til úrlausnar dómstóla og stytta þannig verulega málsmeðferðartímann. Þá er alltaf hægt að leita sátta fyrir dómi, til dæmis með liðsinni dómara. Höfundur er lögmaður.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun