Erlendir miðlar um sigur Íslands: „Martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2022 11:46 Ísland vann magnaðan átta marka sigur gegn Ólympíumeisturum Frakka í gær. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Það voru ekki bara við Íslendingar sem áttum erfitt með að trúa mögnuðum átta marka sigri íslenska handboltalandsliðsins gegn Ólympíumeisturum Frakka á EM í gær. Margir erlendir miðlar fjölluðu um leikinn og franski miðillinn L'Equipe kallaði leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“ Eins og flestir Íslendingar ættu að vita vann íslenska karlalandsliðið í handbolta ótrúlegan átta marka sigur gegn feiknasterku liði Frakka í milliriðli I á EM í gær. Íslenska liðið var nokkuð mikið lemstrað eftir að átta reyndustu leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna, og því var sigurinn því mun sætari. Sigurinn þýðir það að möguleikar Íslands á sæti í undanúrslitum eru góðir. Sigrar í seinustu tveimur leikjum liðsins gegn Króötum á morgun og Svartfellingum á miðvikudag ættu að skila liðinu þangað, en ekki verður kafað of djúpt í alla þá möguleika sem gætu komið upp hér. Líkt og Íslendingar voru erlendu miðlarnir steinhissa á stórsigri Íslands, og eins og áður segir kallaði L'Equipe leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“ Franski miðillinn var ekki sá eini sem fjallaði um leikinn á þessum nótum. Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur á TV2 í Danmörku fór einnig fögrum orðum um leik Íslendinga. „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð,“ sagði Nyegaard. Island on fire 🔥🔥🔥 https://t.co/FZG0ig6zxx— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) January 22, 2022 „Alls voru átta leikmenn frá vegna kórónuveirunnar, en á ótrúlegan hátt náðu Íslendingarnir að spila gegn „Les Blues“ með hugrekki og hjarta. Magnaður Ómar Ingi Magnússon í hægri skyttu og Viktor Gísli Hallgrímsson í markinu voru meðal þeirra leikmanna sem stigu upp fyrir eldfjallaeyjuna,“ segir í umfjöllun TV2. Danirnir voru ekki þeir einu sem hrósuðu Viktori Gísla fyrir sinn leik, en Martin Frändesjö á TV10 í Svíþjóð sagði í samtali við Sportsbladet að hann hafi fengið tár í augun. „Það gekk allt upp. Maður fær bara tár í augun við að sjá svona leik frá markmanninum,“ sagði Frändesjö. Þrátt fyrir þennan magnaða sigur Íslands í gær er markmiðinu ekki náð enn. Ísland á tvo leiki eftir í milliriðlinum og sá fyrri er gegn Króötum á morgun klukkan 14:30. Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Eins og flestir Íslendingar ættu að vita vann íslenska karlalandsliðið í handbolta ótrúlegan átta marka sigur gegn feiknasterku liði Frakka í milliriðli I á EM í gær. Íslenska liðið var nokkuð mikið lemstrað eftir að átta reyndustu leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna, og því var sigurinn því mun sætari. Sigurinn þýðir það að möguleikar Íslands á sæti í undanúrslitum eru góðir. Sigrar í seinustu tveimur leikjum liðsins gegn Króötum á morgun og Svartfellingum á miðvikudag ættu að skila liðinu þangað, en ekki verður kafað of djúpt í alla þá möguleika sem gætu komið upp hér. Líkt og Íslendingar voru erlendu miðlarnir steinhissa á stórsigri Íslands, og eins og áður segir kallaði L'Equipe leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“ Franski miðillinn var ekki sá eini sem fjallaði um leikinn á þessum nótum. Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur á TV2 í Danmörku fór einnig fögrum orðum um leik Íslendinga. „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð,“ sagði Nyegaard. Island on fire 🔥🔥🔥 https://t.co/FZG0ig6zxx— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) January 22, 2022 „Alls voru átta leikmenn frá vegna kórónuveirunnar, en á ótrúlegan hátt náðu Íslendingarnir að spila gegn „Les Blues“ með hugrekki og hjarta. Magnaður Ómar Ingi Magnússon í hægri skyttu og Viktor Gísli Hallgrímsson í markinu voru meðal þeirra leikmanna sem stigu upp fyrir eldfjallaeyjuna,“ segir í umfjöllun TV2. Danirnir voru ekki þeir einu sem hrósuðu Viktori Gísla fyrir sinn leik, en Martin Frändesjö á TV10 í Svíþjóð sagði í samtali við Sportsbladet að hann hafi fengið tár í augun. „Það gekk allt upp. Maður fær bara tár í augun við að sjá svona leik frá markmanninum,“ sagði Frändesjö. Þrátt fyrir þennan magnaða sigur Íslands í gær er markmiðinu ekki náð enn. Ísland á tvo leiki eftir í milliriðlinum og sá fyrri er gegn Króötum á morgun klukkan 14:30. Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira