Erlendir miðlar um sigur Íslands: „Martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2022 11:46 Ísland vann magnaðan átta marka sigur gegn Ólympíumeisturum Frakka í gær. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Það voru ekki bara við Íslendingar sem áttum erfitt með að trúa mögnuðum átta marka sigri íslenska handboltalandsliðsins gegn Ólympíumeisturum Frakka á EM í gær. Margir erlendir miðlar fjölluðu um leikinn og franski miðillinn L'Equipe kallaði leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“ Eins og flestir Íslendingar ættu að vita vann íslenska karlalandsliðið í handbolta ótrúlegan átta marka sigur gegn feiknasterku liði Frakka í milliriðli I á EM í gær. Íslenska liðið var nokkuð mikið lemstrað eftir að átta reyndustu leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna, og því var sigurinn því mun sætari. Sigurinn þýðir það að möguleikar Íslands á sæti í undanúrslitum eru góðir. Sigrar í seinustu tveimur leikjum liðsins gegn Króötum á morgun og Svartfellingum á miðvikudag ættu að skila liðinu þangað, en ekki verður kafað of djúpt í alla þá möguleika sem gætu komið upp hér. Líkt og Íslendingar voru erlendu miðlarnir steinhissa á stórsigri Íslands, og eins og áður segir kallaði L'Equipe leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“ Franski miðillinn var ekki sá eini sem fjallaði um leikinn á þessum nótum. Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur á TV2 í Danmörku fór einnig fögrum orðum um leik Íslendinga. „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð,“ sagði Nyegaard. Island on fire 🔥🔥🔥 https://t.co/FZG0ig6zxx— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) January 22, 2022 „Alls voru átta leikmenn frá vegna kórónuveirunnar, en á ótrúlegan hátt náðu Íslendingarnir að spila gegn „Les Blues“ með hugrekki og hjarta. Magnaður Ómar Ingi Magnússon í hægri skyttu og Viktor Gísli Hallgrímsson í markinu voru meðal þeirra leikmanna sem stigu upp fyrir eldfjallaeyjuna,“ segir í umfjöllun TV2. Danirnir voru ekki þeir einu sem hrósuðu Viktori Gísla fyrir sinn leik, en Martin Frändesjö á TV10 í Svíþjóð sagði í samtali við Sportsbladet að hann hafi fengið tár í augun. „Það gekk allt upp. Maður fær bara tár í augun við að sjá svona leik frá markmanninum,“ sagði Frändesjö. Þrátt fyrir þennan magnaða sigur Íslands í gær er markmiðinu ekki náð enn. Ísland á tvo leiki eftir í milliriðlinum og sá fyrri er gegn Króötum á morgun klukkan 14:30. Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Sjá meira
Eins og flestir Íslendingar ættu að vita vann íslenska karlalandsliðið í handbolta ótrúlegan átta marka sigur gegn feiknasterku liði Frakka í milliriðli I á EM í gær. Íslenska liðið var nokkuð mikið lemstrað eftir að átta reyndustu leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna, og því var sigurinn því mun sætari. Sigurinn þýðir það að möguleikar Íslands á sæti í undanúrslitum eru góðir. Sigrar í seinustu tveimur leikjum liðsins gegn Króötum á morgun og Svartfellingum á miðvikudag ættu að skila liðinu þangað, en ekki verður kafað of djúpt í alla þá möguleika sem gætu komið upp hér. Líkt og Íslendingar voru erlendu miðlarnir steinhissa á stórsigri Íslands, og eins og áður segir kallaði L'Equipe leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“ Franski miðillinn var ekki sá eini sem fjallaði um leikinn á þessum nótum. Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur á TV2 í Danmörku fór einnig fögrum orðum um leik Íslendinga. „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð,“ sagði Nyegaard. Island on fire 🔥🔥🔥 https://t.co/FZG0ig6zxx— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) January 22, 2022 „Alls voru átta leikmenn frá vegna kórónuveirunnar, en á ótrúlegan hátt náðu Íslendingarnir að spila gegn „Les Blues“ með hugrekki og hjarta. Magnaður Ómar Ingi Magnússon í hægri skyttu og Viktor Gísli Hallgrímsson í markinu voru meðal þeirra leikmanna sem stigu upp fyrir eldfjallaeyjuna,“ segir í umfjöllun TV2. Danirnir voru ekki þeir einu sem hrósuðu Viktori Gísla fyrir sinn leik, en Martin Frändesjö á TV10 í Svíþjóð sagði í samtali við Sportsbladet að hann hafi fengið tár í augun. „Það gekk allt upp. Maður fær bara tár í augun við að sjá svona leik frá markmanninum,“ sagði Frändesjö. Þrátt fyrir þennan magnaða sigur Íslands í gær er markmiðinu ekki náð enn. Ísland á tvo leiki eftir í milliriðlinum og sá fyrri er gegn Króötum á morgun klukkan 14:30. Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Sjá meira