Leikjavísir

Yfir­tak­a: Sunn­yAstr­a spil­ar Te­am­fig­ht Tact­ics

Samúel Karl Ólason skrifar
Sunny Astra

Sól Rós, sem gengur undir nafninu SunnyAstra, mun taka yfir streymi GameTíví í kvöld. Hún ætlar að spila leikinn Teamfight Tactics, sem kemur frá framleiðendum League of Legends.

Sól Rós er 25 ára viðskiptafræðingur sem starfar í tölvuleikjageirarnum á Íslandi. Henni finnst fátt skemmtilegra en að spila tölvuleiki og er að stíga sín fyrstu streymisskref á þessu nýja ári. Leikirnir sem Sól hefur varið mestum tíma í gegnum tíðina eru League of Legends, Genshin Impact, World of Warcraft og að sjálfsögðu Sims.

Fylgjast má með streymi SunnyAstra á Twitchsíðu GameTíví og í spilaranum hér að neðan. Streymið hefst klukkan átta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.