Viðskipti erlent

Gefa milljón ef Ís­land vinnur

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld. EPA/Skjáskot

Veðmálafyrirtækið Coolbet hyggst gefa heppnum Twitter-notanda slétta milljón ef íslenska landsliðið í handbolta vinnur leikinn á móti Dönum á EM í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19.30 og tístir Coolbet einfaldlega: „Við ætlum að snúa upp á veiruna á þessum erfiðu tímum!“

Leikreglur eru einfaldar: „Ef að Ísland sigrar drögum við út heppinn fylgjanda sem like-ar tweetið sem fær 1.000.000 inneign á Coolbet.“

Þegar fréttin er skrifuð hafa rúmlega 1.200 manns lækað umrætt tíst.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.