Körfubolti

Þorleifur Ólafsson: Spiluðum vel í þrjá leikhluta

Andri Már Eggertsson skrifar
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með úrslit kvöldsins
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með úrslit kvöldsins Vísir/Hulda Margrét

Grindavík tapaði sínum fjórða leik í röð gegn Breiðabliki í kvöld. Leikurinn endaði 77-71 Kópavogskonum í vil og var Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, svekktur með úrslitin.

„Mér fannst við eiga að byrja leikinn miklu betur. Ég er mjög ánægður með þrjá leikhluta en við byrjuðum leikinn afar illa,“ sagði Þorleifur svekktur með byrjun Grindavíkur.

Breiðablik var sextán stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og fannst Þorleifi vanta baráttu og vilja í sínar konur á þeim kafla. 

„Ég held að okkur hafi skort baráttu og vilja. Breiðablik vildi þetta meira í byrjun og við vorum á hælunum sem Breiðablik nýtti sér.“

Grindavík lagði ekki árar í bát heldur tókst að minnka leikinn niður í fjögur stig strax á fimm mínútum sem Þorleifur var ánægður með. 

„Við spilum þrjá leikhluta mjög vel. Breiðabliki tókst að halda okkur frá sér með nokkrum ótrúlegum skotum þar sem við klikkuðum varnarlega. Okkur tókst ekki að komast yfir og því fór sem fór.“

Þorleifi fannst mikil orka fara í það að þurfa elta forskot Breiðabliks strax í upphafi leiks og reyndist góð byrjun Breiðabliks vera of stór biti til að kyngja. 


Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.