Björgunarpakki fyrir börn í faraldrinum – mannréttindi barna skert Ellen Calmon skrifar 19. janúar 2022 11:30 Á tímum faraldursins er mikilvægara en nokkurn tímann áður að huga sérstaklega að barnafjölskyldum. Þar er mikilvægast að huga að geðheilsu og virkni barna og ungmenna. Ég tel að veita þurfi barnafjölskyldum sérstakan stuðning til að komast í gegnum þær þrengingar sem margar þeirra búa við um þessar mundir, uppeldislega, andlega og félagslega. Líðan foreldra hefur áhrif á börnin Gera má ráð fyrir því að foreldrar og forsjáraðilar barna sem hafa misst vinnuna þurfi sérstakan stuðning. Þá má gera ráð fyrir því að á heimili þar sem fullorðna fólkið er atvinnulaust, mikið heima við, mögulega í áður óþekktum fjárhagslegum þrengingum og hefur ekki atvinnutengdum verkefnum til að dreifa, líði ekki vel. Það sama á við um foreldra sem eru langveikir eða örorkulífeyrisþegar þar sem börnin njóta mögulega ekki sömu þjónustu og áður, eru meira heima við, í síendurtekinni sóttkví eða þurfa að sæta einangrun. Þetta er breyttur veruleiki og reynist sumum barnafjölskyldum mjög þungur og getur haft verulega alvarlegar afleiðingar fyrir börnin, en tilkynningum til barnaverndaryfirvalda hefur fjölgað umtalsvert á tímum faraldursins og samkvæmt frétt RÚV frá 24. ágúst í fyrra hafði tilkynningum um kynferðisofbeldi gagnvart börnum fjölgað um 65%. Mannréttindum barna er ógnað Samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir að „…aðildarríki [skulu] veita foreldrum og lögráðamönnum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar…“. Í samningnum er líka talað um rétt barna til heilbrigðisþjónustu, náms, rétt til að stunda leiki, vera í tómstundum og frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Upptöldum réttindum barna er sannarlega ógnað á tímum faraldursins. Nú er mikilvægara en áður að við öll stöndum vörð um réttindi barna og gætum þess að þau njóti allra þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum og að foreldrar fái viðeigandi aðstoð. Skerðing á réttindum barna hefur verið töluverð á þessum fordæmalausu tímum. Réttur á góðu geði Biðlistar í geðheilbrigðisþjónustu barna hafa bara vaxið og munu eflaust fara vaxandi nú í faraldrinum og þegar honum að lokum slotar. Síendurtekin vonbrigði, raskanir á daglegu lífi, takmarkanir, einangrun og áföll barna í faraldrinum munu hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér á líf og geðheilbrigði þeirra og sumar munu ekki koma fram fyrr en síðar á lífsleiðinni. Eina leiðin til að sporna við þessum neikvæðu afleiðingum er að grípa til strax aðgerða. Skömm ríkisins er mikil í þessum efnum Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 segir að langir biðlistar barna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu séu óviðunandi og þar sé ríkið að ganga gegn lögbundum skyldum þess. Þá segir einnig að þessi langa bið stefni velferð barna og langtímahagsmunum þeirra í tvísýnu. Biðlistar á Þroska- og hegðunarstöð ríkisins eru geigvænlegir og hafa bara lengst síðust ár þrátt fyrir ámælingar Ríkisendurskoðunar. Sveitarfélögin að sligast Sveitarfélögin í landinu sem sinna nærþjónustu við börn í skóla- og frístundastarfi og velferðarþjónustu eru að sligast undan álagi og auknum kostnaði. Starfsfólk á þessum sviðum hefur staðið vaktina langt umfram það sem eðilegt þykir og á það þökk og hrós skilið fyrir þeirra óeigingjarna framlag. Álag og kostnaður sveitarfélaga hefur aukist svo um munar og erfitt getur reynst að mæta grunnþörfum í þjónustu. Ríkið verður að stíga inn og útbúa aðgerðarpakka fyrir sveitarfélögin svo hægt sé að koma til móts við þá auknu þjónustuþyngd sem við okkur blasir þannig að hægt sé að tryggja rétt barna til að vaxa og dafna. Mér finnst mikilvægara nú en nokkurn tímann áður að styrkja barnavernd, standa vörð um réttindi barna og gæta að virkni og geðheilbrigði þeirra. Einungis þannig getur sú kynslóð vaxið sterkari út úr faraldrinum. Sterkari kynslóð þýðir öflugra samfélag og öflugri framtíð. Ég kalla hér með eftir tafarlausum aðgerðum ríkisstjórnarinnar til handa börnum! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkinginnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Borgarstjórn Geðheilbrigði Réttindi barna Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Á tímum faraldursins er mikilvægara en nokkurn tímann áður að huga sérstaklega að barnafjölskyldum. Þar er mikilvægast að huga að geðheilsu og virkni barna og ungmenna. Ég tel að veita þurfi barnafjölskyldum sérstakan stuðning til að komast í gegnum þær þrengingar sem margar þeirra búa við um þessar mundir, uppeldislega, andlega og félagslega. Líðan foreldra hefur áhrif á börnin Gera má ráð fyrir því að foreldrar og forsjáraðilar barna sem hafa misst vinnuna þurfi sérstakan stuðning. Þá má gera ráð fyrir því að á heimili þar sem fullorðna fólkið er atvinnulaust, mikið heima við, mögulega í áður óþekktum fjárhagslegum þrengingum og hefur ekki atvinnutengdum verkefnum til að dreifa, líði ekki vel. Það sama á við um foreldra sem eru langveikir eða örorkulífeyrisþegar þar sem börnin njóta mögulega ekki sömu þjónustu og áður, eru meira heima við, í síendurtekinni sóttkví eða þurfa að sæta einangrun. Þetta er breyttur veruleiki og reynist sumum barnafjölskyldum mjög þungur og getur haft verulega alvarlegar afleiðingar fyrir börnin, en tilkynningum til barnaverndaryfirvalda hefur fjölgað umtalsvert á tímum faraldursins og samkvæmt frétt RÚV frá 24. ágúst í fyrra hafði tilkynningum um kynferðisofbeldi gagnvart börnum fjölgað um 65%. Mannréttindum barna er ógnað Samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir að „…aðildarríki [skulu] veita foreldrum og lögráðamönnum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar…“. Í samningnum er líka talað um rétt barna til heilbrigðisþjónustu, náms, rétt til að stunda leiki, vera í tómstundum og frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Upptöldum réttindum barna er sannarlega ógnað á tímum faraldursins. Nú er mikilvægara en áður að við öll stöndum vörð um réttindi barna og gætum þess að þau njóti allra þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum og að foreldrar fái viðeigandi aðstoð. Skerðing á réttindum barna hefur verið töluverð á þessum fordæmalausu tímum. Réttur á góðu geði Biðlistar í geðheilbrigðisþjónustu barna hafa bara vaxið og munu eflaust fara vaxandi nú í faraldrinum og þegar honum að lokum slotar. Síendurtekin vonbrigði, raskanir á daglegu lífi, takmarkanir, einangrun og áföll barna í faraldrinum munu hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér á líf og geðheilbrigði þeirra og sumar munu ekki koma fram fyrr en síðar á lífsleiðinni. Eina leiðin til að sporna við þessum neikvæðu afleiðingum er að grípa til strax aðgerða. Skömm ríkisins er mikil í þessum efnum Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 segir að langir biðlistar barna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu séu óviðunandi og þar sé ríkið að ganga gegn lögbundum skyldum þess. Þá segir einnig að þessi langa bið stefni velferð barna og langtímahagsmunum þeirra í tvísýnu. Biðlistar á Þroska- og hegðunarstöð ríkisins eru geigvænlegir og hafa bara lengst síðust ár þrátt fyrir ámælingar Ríkisendurskoðunar. Sveitarfélögin að sligast Sveitarfélögin í landinu sem sinna nærþjónustu við börn í skóla- og frístundastarfi og velferðarþjónustu eru að sligast undan álagi og auknum kostnaði. Starfsfólk á þessum sviðum hefur staðið vaktina langt umfram það sem eðilegt þykir og á það þökk og hrós skilið fyrir þeirra óeigingjarna framlag. Álag og kostnaður sveitarfélaga hefur aukist svo um munar og erfitt getur reynst að mæta grunnþörfum í þjónustu. Ríkið verður að stíga inn og útbúa aðgerðarpakka fyrir sveitarfélögin svo hægt sé að koma til móts við þá auknu þjónustuþyngd sem við okkur blasir þannig að hægt sé að tryggja rétt barna til að vaxa og dafna. Mér finnst mikilvægara nú en nokkurn tímann áður að styrkja barnavernd, standa vörð um réttindi barna og gæta að virkni og geðheilbrigði þeirra. Einungis þannig getur sú kynslóð vaxið sterkari út úr faraldrinum. Sterkari kynslóð þýðir öflugra samfélag og öflugri framtíð. Ég kalla hér með eftir tafarlausum aðgerðum ríkisstjórnarinnar til handa börnum! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkinginnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun