Farðu varlega, það gæti komið snjóflóð Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 19. janúar 2022 07:30 Þorrinn er á næsta leiti með öllum sínum tilbrigðum í veðri sem okkur býðst á þessu landi. En það þarf ekki þorrann til að vá liggi yfir á vegum landsins. Í þessari viku urðu öfgar í veðrabrigðum þess valdandi að vegir um Súðavíkur- og Eyrarhlíð lokuðust vegna snjóflóða. Lokunin um Súðarvíkurhlíð stóð yfir í 14 klukkustundir. Þar á undan hafði verið viðvörun vegna snjóflóðahættu í tvo sólarhringa. Þegar veginum var lokað síðastliðið sunnudagskvöld urðu 25 manns veðurtepptir í Súðavík. Súðvíkingar eru þekktir fyrir taka vel á móti fólki í þessum aðstæðum en það er þó ekki auðvelt sérstaklega á tímum samkomutakmarkanna. Það má segja að Vestfirðingar séu orðnir vanir öðru eins í gegnum árin en þrátt fyrir það er grundvallarþörf þess samfélags sem við erum búin að hanna greiðar samgöngur. Kröfur um enn meiri samvinnu í samfélögum krefjast betri og öruggari samgangna. Gríðarlegar samgöngubætur hafa orðið á Vestfjörðum, þá sérstaklega á norðanverðu svæðinu. Mikil aukning hefur orðið á vetrarþjónustu sl. áratugi en úrbóta er enn þörf. Sér í lagi þegar frekari uppbygging atvinnulífs við Djúp eru fyrirhugaðar, bæði í laxeldinu og á vinnslu kalkþörunga í Súðavík. Jarðgöng er lausnin Það er ljóst að það þarf að ráðast í jarðgangnaframkvæmdir milli Súðavíkur og Ísafjarðar, aðeins þannig er hægt að tryggja öryggi vegfarenda. Það er ekki bara lokun vegarins sem skapar vanda heldur eru oft í gildi óvissustig, þá falla snjóflóð utan lokana sem og grjóthrun. Það ber þó að taka fram að vöktun á hættunni hefur aukist og orðið betri. Þrátt fyrir að vegfarendur pirri sig á lokunum, þá er gott að vita af því að fylgst er vel með þegar hættuástand skapast og brugðist við því. Það vill enginn að slys verði á veginum. Uppbygging samfélaga Samgöngubætur og greiðar samgöngur er grunnur fyrir uppbyggingu og þéttingu samfélaga. Það er gríðarlega mikilvægt að skoða hugmyndir um jarðgöng milli byggðakjarna á Vestfjörðum af fullri alvöru. Á Vestfjörðum býr fólk sem sækir vinnu daglega milli svæða, fólk sem vinnur m.a. við fiskeldi en það skilar þjóðarbúinu milljarða í útflutningstekjur. Svo að þessi atvinnugrein sem og aðrar á svæðinu haldi áfram að skila tekjum til þjóðarinnar þá þurfa að vera til staðar skilvirkar, öruggar, heilsárs samgöngur. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að huga að jarðgöngum frá Patreksfirði yfir í Tálknafjörð og undir Hálfdán. Við þurfum að horfa til framtíðar, fleiri jarðgöng eru og eiga að vera möguleg. Mikilvægt er að um þau sé kveðið í samgönguáætlunum næstu ára. Ég get lofað ykkur því að jarðgöng koma til með að borga sig á margan hátt. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Samgöngur Súðavíkurhreppur Framsóknarflokkurinn Ísafjarðarbær Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þorrinn er á næsta leiti með öllum sínum tilbrigðum í veðri sem okkur býðst á þessu landi. En það þarf ekki þorrann til að vá liggi yfir á vegum landsins. Í þessari viku urðu öfgar í veðrabrigðum þess valdandi að vegir um Súðavíkur- og Eyrarhlíð lokuðust vegna snjóflóða. Lokunin um Súðarvíkurhlíð stóð yfir í 14 klukkustundir. Þar á undan hafði verið viðvörun vegna snjóflóðahættu í tvo sólarhringa. Þegar veginum var lokað síðastliðið sunnudagskvöld urðu 25 manns veðurtepptir í Súðavík. Súðvíkingar eru þekktir fyrir taka vel á móti fólki í þessum aðstæðum en það er þó ekki auðvelt sérstaklega á tímum samkomutakmarkanna. Það má segja að Vestfirðingar séu orðnir vanir öðru eins í gegnum árin en þrátt fyrir það er grundvallarþörf þess samfélags sem við erum búin að hanna greiðar samgöngur. Kröfur um enn meiri samvinnu í samfélögum krefjast betri og öruggari samgangna. Gríðarlegar samgöngubætur hafa orðið á Vestfjörðum, þá sérstaklega á norðanverðu svæðinu. Mikil aukning hefur orðið á vetrarþjónustu sl. áratugi en úrbóta er enn þörf. Sér í lagi þegar frekari uppbygging atvinnulífs við Djúp eru fyrirhugaðar, bæði í laxeldinu og á vinnslu kalkþörunga í Súðavík. Jarðgöng er lausnin Það er ljóst að það þarf að ráðast í jarðgangnaframkvæmdir milli Súðavíkur og Ísafjarðar, aðeins þannig er hægt að tryggja öryggi vegfarenda. Það er ekki bara lokun vegarins sem skapar vanda heldur eru oft í gildi óvissustig, þá falla snjóflóð utan lokana sem og grjóthrun. Það ber þó að taka fram að vöktun á hættunni hefur aukist og orðið betri. Þrátt fyrir að vegfarendur pirri sig á lokunum, þá er gott að vita af því að fylgst er vel með þegar hættuástand skapast og brugðist við því. Það vill enginn að slys verði á veginum. Uppbygging samfélaga Samgöngubætur og greiðar samgöngur er grunnur fyrir uppbyggingu og þéttingu samfélaga. Það er gríðarlega mikilvægt að skoða hugmyndir um jarðgöng milli byggðakjarna á Vestfjörðum af fullri alvöru. Á Vestfjörðum býr fólk sem sækir vinnu daglega milli svæða, fólk sem vinnur m.a. við fiskeldi en það skilar þjóðarbúinu milljarða í útflutningstekjur. Svo að þessi atvinnugrein sem og aðrar á svæðinu haldi áfram að skila tekjum til þjóðarinnar þá þurfa að vera til staðar skilvirkar, öruggar, heilsárs samgöngur. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að huga að jarðgöngum frá Patreksfirði yfir í Tálknafjörð og undir Hálfdán. Við þurfum að horfa til framtíðar, fleiri jarðgöng eru og eiga að vera möguleg. Mikilvægt er að um þau sé kveðið í samgönguáætlunum næstu ára. Ég get lofað ykkur því að jarðgöng koma til með að borga sig á margan hátt. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun