Okrað með aðstoð ríkisins Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2022 08:37 Hugsum okkur ungt par sem er að byrja að búa. Það flytur inn fullt tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fylgja sjálfstæðu lífi. Um það leyti berst SMS: „Velja þarf raforkusala innan 7 daga.“ Síðan fylgir slóð á opinberan vef þar sem raforkumarkaðurinn er skýrður í nokkru máli. Eftir að hafa verið send áfram á eftir nokkrum vefsíðum enda þau á síðu þar sem eru tenglar yfir á vefi rafmagnssalanna þar sem hægt er skrá sig í viðskipti. Unga parið okkar villtist á þessari leið og af því að það átti eftir að festa gólflistana þá gleymdist rafmagnið. Það var vissulega áfram í innstungunum en þar sem þau höfðu ekki valið sér rafmagnssala sjálf þá flutti ríkið viðskipti þeirra til eins sölufyrirtækisins. Þau fengu ekkert að vita af því en nafnið á sölufyrirtækinu birtist á reikningi í heimabankanum við næstu mánaðamót. Hvernig velur ríkið uppáhaldsfyrirtækið sitt? Hvernig skyldi ríkið nú velja fyrirtækið sem það færir viðskiptavini nauðungarflutningum til? Jú, það er farið í listaverð rafmagnsalanna og sá sem er með lægsta meðalverðið yfir tiltekið tímabil fær sjálfkrafa viðskipti þeirra sem ekki velja sér rafmagnssala sjálf. Unga parið, sem hefur ýmislegt við peningana að gera á nýja staðnum, er þá að fá lægsta verðið á markaðnum, myndi maður halda. Ónei, þannig er því ekki varið. Þau borga hæsta verðið á markaðnum, langhæsta verðið. Fyrirtækið sem sendir opinberu starfsmönnunum lægsta listaverðið er nefnilega búið að búa til sérstakan okurflokk fyrir unga parið og önnur þau sem ekki velja sér rafmagnssala sjálf. Í staðinn fyrir að borga listaverðið sem opinberu starfsmennirnir eru með í höndunum borga söguhetjur okkar verð sem er næstum tvöfalt hærra, 75% hærra en verðið sem var gefið upp til að verða þessara nauðungarflutninga raforkukaupenda aðnjótandi. Í stað þess að borga listaverðið 6,44 kr eru þau að borga 11,16 kr. á kílóvattstund. Ótækt Þetta er ekki bara óviðunandi. Það er algerlega ótækt að ríkið taki að sér að flytja viðskipti mörg þúsund manns án vitneskju þess yfir í hæsta verðið á markaðnum. Og svona gengur þetta, mánuð eftir mánuð eftir mánuð, að ung pör á öllum aldri sem eru að byrja búskap, eða bara að flytja, eru þvinguð af ríkinu í viðskipti við fyrirtæki sem auglýsir lægsta verðið en rukkar svo hæsta verðið – langhæsta verðið hjá N1 rafmagn. Við erum búin að benda Orkustofnun og orkumálaráðuneytinu á þetta, hvernig stórgallaðar reglur eru misnotaðar til að snuða fólk. Þetta er samt ennþá í gangi. Rafmagnskaup um þúsund heimila eru flutt í hverjum mánuði yfir í sérstakan, leynilegan okurverðflokk sem hvergi er finnanlegur opinberlega. Er fólki treystandi til að velja? Unga parið má þakka fyrir að ríkið hafi ekki tekið að sér að velja seljendur fyrir þau á öðrum nauðsynjum til heimilishaldsins. Hugsum okkur sérstakan okurbrunatryggingaflokk fyrir húsnæðið, sérstakan okurverðflokk fyrir fjarskiptin á heimilinu þar sem unga parið er rukkað um 75% hærra verð en það hélt í upphafi, bara af því að ríkið tók að sér að velja tryggingafélag og fjarskiptafélag fyrir það. Ef fólk getur valið sér tryggingafélag sjálft og fjarskiptafélag sjálft, þá er því treystandi að velja sér raforkusala. Ríkisvarða okrið sem nú viðgengst er ekki í boði. Það verður að stöðva. Strax. Höfundur er framkvæmdastýra Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Berglind Rán Ólafsdóttir Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Sjá meira
Hugsum okkur ungt par sem er að byrja að búa. Það flytur inn fullt tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fylgja sjálfstæðu lífi. Um það leyti berst SMS: „Velja þarf raforkusala innan 7 daga.“ Síðan fylgir slóð á opinberan vef þar sem raforkumarkaðurinn er skýrður í nokkru máli. Eftir að hafa verið send áfram á eftir nokkrum vefsíðum enda þau á síðu þar sem eru tenglar yfir á vefi rafmagnssalanna þar sem hægt er skrá sig í viðskipti. Unga parið okkar villtist á þessari leið og af því að það átti eftir að festa gólflistana þá gleymdist rafmagnið. Það var vissulega áfram í innstungunum en þar sem þau höfðu ekki valið sér rafmagnssala sjálf þá flutti ríkið viðskipti þeirra til eins sölufyrirtækisins. Þau fengu ekkert að vita af því en nafnið á sölufyrirtækinu birtist á reikningi í heimabankanum við næstu mánaðamót. Hvernig velur ríkið uppáhaldsfyrirtækið sitt? Hvernig skyldi ríkið nú velja fyrirtækið sem það færir viðskiptavini nauðungarflutningum til? Jú, það er farið í listaverð rafmagnsalanna og sá sem er með lægsta meðalverðið yfir tiltekið tímabil fær sjálfkrafa viðskipti þeirra sem ekki velja sér rafmagnssala sjálf. Unga parið, sem hefur ýmislegt við peningana að gera á nýja staðnum, er þá að fá lægsta verðið á markaðnum, myndi maður halda. Ónei, þannig er því ekki varið. Þau borga hæsta verðið á markaðnum, langhæsta verðið. Fyrirtækið sem sendir opinberu starfsmönnunum lægsta listaverðið er nefnilega búið að búa til sérstakan okurflokk fyrir unga parið og önnur þau sem ekki velja sér rafmagnssala sjálf. Í staðinn fyrir að borga listaverðið sem opinberu starfsmennirnir eru með í höndunum borga söguhetjur okkar verð sem er næstum tvöfalt hærra, 75% hærra en verðið sem var gefið upp til að verða þessara nauðungarflutninga raforkukaupenda aðnjótandi. Í stað þess að borga listaverðið 6,44 kr eru þau að borga 11,16 kr. á kílóvattstund. Ótækt Þetta er ekki bara óviðunandi. Það er algerlega ótækt að ríkið taki að sér að flytja viðskipti mörg þúsund manns án vitneskju þess yfir í hæsta verðið á markaðnum. Og svona gengur þetta, mánuð eftir mánuð eftir mánuð, að ung pör á öllum aldri sem eru að byrja búskap, eða bara að flytja, eru þvinguð af ríkinu í viðskipti við fyrirtæki sem auglýsir lægsta verðið en rukkar svo hæsta verðið – langhæsta verðið hjá N1 rafmagn. Við erum búin að benda Orkustofnun og orkumálaráðuneytinu á þetta, hvernig stórgallaðar reglur eru misnotaðar til að snuða fólk. Þetta er samt ennþá í gangi. Rafmagnskaup um þúsund heimila eru flutt í hverjum mánuði yfir í sérstakan, leynilegan okurverðflokk sem hvergi er finnanlegur opinberlega. Er fólki treystandi til að velja? Unga parið má þakka fyrir að ríkið hafi ekki tekið að sér að velja seljendur fyrir þau á öðrum nauðsynjum til heimilishaldsins. Hugsum okkur sérstakan okurbrunatryggingaflokk fyrir húsnæðið, sérstakan okurverðflokk fyrir fjarskiptin á heimilinu þar sem unga parið er rukkað um 75% hærra verð en það hélt í upphafi, bara af því að ríkið tók að sér að velja tryggingafélag og fjarskiptafélag fyrir það. Ef fólk getur valið sér tryggingafélag sjálft og fjarskiptafélag sjálft, þá er því treystandi að velja sér raforkusala. Ríkisvarða okrið sem nú viðgengst er ekki í boði. Það verður að stöðva. Strax. Höfundur er framkvæmdastýra Orku náttúrunnar.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun