Handbolti

Janus Daði: Verður gaman að fara í stríð með strákunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Janus er hér að pakka Hollendingunum saman.
Janus er hér að pakka Hollendingunum saman. vísir/epa

Janus Daði Smárason kom af bekknum á lokamínútum leiksins gegn Hollandi og blómstraði. Hans framlag vóg ansi þungt í þeim mikilvæga sigri.

„Ég var búinn að undirbúa mig í að komi inn á. Maður þarf alltaf að vera klár. Á endanum er þetta bara handbolti og þarna var kannski ágætt að vera alveg með kaldan haus því stressið getur kálað þessu. Það var geðveikt að koma inn á og gleyma sér aðeins í stundinni,“ segir Janus Daði þakklátur.

„Ég var alls ekkert pirraður á bekknum. Það er hollt að finna allar tilfinningarnar á bekknum.“

Ungverjar hafa oft reynst Íslendingum óþægur ljár í þúfu en það er jákvæðni í Janusi eins og öðrum.

„Mér líður mjög vel og ég held að þetta verði geggjað. Það er búið að vera erfitt oft með félagsliðinu í þessu covid-ástandi. Að fá að koma hingað, klæðast treyjunni og fá fiðringinn er frábært. Ég gæti ekki beðið um meira. Líka með þessum hópi og okkur þykir helvíti vænt um hvorn annan. Það verður gaman að fara í stríð með þeim.“

Klippa: Janus Daði vel gíraður

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×