Mögnuð leikskólastétt sem verðskuldar virðingu Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 17. janúar 2022 11:31 Leikskólar Reykjavíkur geyma yngstu borgaranna, kynslóðina sem tekur við og glíma þarf við fjölmörg vandamál sem við eldri höfum skilið eftir. Á fyrstu árunum mótast framtíðin og í leiktækjunum hoppa og skoppa áhyggjulaust forsætisráðherrar, seðlabankastjórar, sjómenn og eflaust leynast nokkrir lögfræðingar í sandkassaleik. Þetta er mikilvægur og viðkvæmur hópur og því eru starfsmenn leikskóla í miklu ábyrgðarstarfi. En hvers vegna er þá starfið ekki metið að verðleikum? Starfsfólk leikskóla á erfitt með að sinna starfi sínu eins það vildi, það er ekkert afleysingarfólk sem leysir af þegar upp koma veikindi og eykst álagið með því sem fleiri starfsmenn veikjast. Erfitt er að manna stöður á leikskólum og skyldi engan undra. Tími er kominn til að skilgreina hlutverk starfsfólks upp á nýtt og leggja áherslu á að samræmi sé á milli launakjara og ábyrgðar í starfi. Það að starfa á leikskóla snýst ekki eingöngu um að gæta barna því hlutverkið er miklu frekar að mennta, kenna og þjálfa. Starfsmenn leikskóla þurfa að geta greint vanda barna og komið með tillögur að lausn. Að mínu mati eiga leikskólamálin að vera eitt af forgangsmálum í næstu kosningum því þar er aldeilis tækifæri til að gera betur, við starfsfólk, börnin og borgarbúa. Lykillinn er mögulega sá að hlusta á skoðanir skólastjórnenda og starfsmanna leikskóla. Þau hafa tilfinningu fyrir málaflokknum og hafa áhyggjur af fjölmörgum þáttum. Þetta er mögnuð stétt og hún verðskuldar þá virðingu og kjör sem hún skilið. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Leikskólar Reykjavíkur geyma yngstu borgaranna, kynslóðina sem tekur við og glíma þarf við fjölmörg vandamál sem við eldri höfum skilið eftir. Á fyrstu árunum mótast framtíðin og í leiktækjunum hoppa og skoppa áhyggjulaust forsætisráðherrar, seðlabankastjórar, sjómenn og eflaust leynast nokkrir lögfræðingar í sandkassaleik. Þetta er mikilvægur og viðkvæmur hópur og því eru starfsmenn leikskóla í miklu ábyrgðarstarfi. En hvers vegna er þá starfið ekki metið að verðleikum? Starfsfólk leikskóla á erfitt með að sinna starfi sínu eins það vildi, það er ekkert afleysingarfólk sem leysir af þegar upp koma veikindi og eykst álagið með því sem fleiri starfsmenn veikjast. Erfitt er að manna stöður á leikskólum og skyldi engan undra. Tími er kominn til að skilgreina hlutverk starfsfólks upp á nýtt og leggja áherslu á að samræmi sé á milli launakjara og ábyrgðar í starfi. Það að starfa á leikskóla snýst ekki eingöngu um að gæta barna því hlutverkið er miklu frekar að mennta, kenna og þjálfa. Starfsmenn leikskóla þurfa að geta greint vanda barna og komið með tillögur að lausn. Að mínu mati eiga leikskólamálin að vera eitt af forgangsmálum í næstu kosningum því þar er aldeilis tækifæri til að gera betur, við starfsfólk, börnin og borgarbúa. Lykillinn er mögulega sá að hlusta á skoðanir skólastjórnenda og starfsmanna leikskóla. Þau hafa tilfinningu fyrir málaflokknum og hafa áhyggjur af fjölmörgum þáttum. Þetta er mögnuð stétt og hún verðskuldar þá virðingu og kjör sem hún skilið. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun