Svartfellingar hafa verið í vandræðum með veiruna en þeir áttu að deila hóteli með hinum liðunum í A-riðlinum. TV2 segir frá því að evrópska handboltasambandið hafi ákveðið að færa Svartfellinga á annað hótel.
Ástæðan er sögð vera öryggisráðstafanir en það var vitað af einhverjum smitum meðal leikmanna liðsins. Liðið gistir nú á hóteli sem er í um 30 kílometra fjarlægð frá Debrecen þar sem leikirnir fara fram.
EM-lag isolert langt unna kamphallen https://t.co/wg99qx7S1C
— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) January 13, 2022
Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, fagnaði fréttunum.
„Öll liðin hafa verið að borða á sama hlaðborði og það hefur verið þröngt í matsalnum. Sú staðreynd að Svartfjallaland er ekki lengur á hótelinu okkar hefur okkur meira pláss,“ sagði Jacobsen við DR Sporten.
Fyrsti leikur Dana er einmitt á móti Svartfjallalandi í kvöld.