Handbolti

Guðmundur: Leikirnir telja en ekki yfirlýsingarnar fyrir mót

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur er búinn að bíða lengi eftir þessu móti.
Guðmundur er búinn að bíða lengi eftir þessu móti.

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er nokkuð brattur í aðdraganda EM enda leikmenn heilir og undirbúningur gengið vel þrátt fyrir allt.

„Núna erum við að einbeita okkur að fyrsta leik. Þó svo við séum komnir langt í undirbúningnum þá eru auðvitað hlutir þarna sem við erum að taka lokaákvarðanir um,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sem hefur í mörg horn að líta í Búdapest.

„Við erum búnir að negla niður flesta hluti og við erum að greina allt. Við tökum upp allar æfingar og við greinum þær. Þetta er mikil og skemmtileg vinna.“

Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið er allur hópurinn kominn til Búdapest og það sem meira er þá er enginn meiddur. Það er mikil breyting frá síðustu árum þar sem tæpir menn fóru með út.

„Þetta var mjög erfitt til að mynda í fyrra. Núna vantar þrjá sterka menn sem hefðu verið með en það eru Haukur Þrastar, Svein Jóhannsson og Hákon Daði. Við erum með hina í góðu standi og þeir eru að spila vel. Okkur líður vel með liðið að mörgu leyti. Er ég segi það þá eru það auðvitað leikirnir sem telja á endanum en ekki yfirlýsingar fyrir mót. Það eru samt allar forsendur til staðar og við verðum að standa okkur á vellinum og þá er allt mögulegt.“

Eins og alþjóð veit er Guðmundur mikill vinnuþjarkur og kemur sínu til drengjanna.

„Mér líður vel með leikskipulagið. Við erum með nýja hluti í sókn, áherslubreytingar í vörn og liðið tekur þátt í samtalinu og það er vilji til þess að gera vel.“

Klippa: Guðmundur búinn að negla niður flesta hlutiFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.