Skoðun

Sættir þú þig við 3000 evrur útborgaðar þegar þú átt að fá 4500 evrur útborgaðar?

Ólafur Örn Jónsson skrifar

Eða af hverju sættir þú þig við 6000 evrur þegar þú átt að fá 9000 evrur? Á fordæmalausan hátt sem aldrei hefur verið beitt fyrr á Íslandi né í öðrum vestrænum löndum hefur fjármálaráðherra skikkað Seðlabanka landsins til að kaupa upp gjaldeyri til að koma í veg fyrir að gengi krónunnar leiðrétti sig eftir hrun sem útgerðin olli til þess eins að viðhalda hrungróða útgerðarinnar á þinn og minn kostnað. Gerum okkur grein fyrir að lágt gengi krónunnar og skortur á fé í umferð er bara vont fyrir efnahag og framgang þjóðarinnar.

Er kannski verið að réttlæta „að koma upp“ gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar? Það stenst enga skoðun því að engin þjóð lætur bara laun og lífeyrisþega bera kostnaðinn af uppbyggingu gjaldeyrisforða á sama tíma og útgerðinni eru tryggðar 50% auknar tekjur á kostnað almennings og hins opinbera. OECD tekur það fram í sínum leiðbeiningum að slíkur gjaldeyrisvaraforði sé eingöngu byggður upp með sameiginlegu átaki alls þjóðfélagsins ekki bara launþega og lífeyrisþega heldur með t.d. sölu ríkiseigna eða tekna af auðlindum.

Nei, á okkur er verið að fremja fordæmalausan glæp sem á sér engin fordæmi í nútíma sögu Evrópu. Með því að grípa inn í frjálst flot krónunnar sem var/er hér við líði í áratugi er útgerðinni færður þvílíkur óáunninn óðagróði að annað annað eins hefur ekki þekkst á sama tíma og við tekjuhæsta þjóð veraldar miðað við höfðatölu búum við það að hér er landlæg fátækt, lægstlaunuðu og öryrkjar ná ekki endum saman, eldri borgarar eru svívirtir með skerðingu bóta og verðlausri hrunkrónu og við horfum á heilbrigðiskerfið sem eftir margra ára fjársvelti er að hrynja fyrir framan augun á okkur.

Við eigum að krefjast þess að þegar í stað verði gengi krónunnar leiðrétt (Evran 90 kr) með parti af gjaldeyrisforðanum og þannig komið í veg fyrir að útgerðin laumist með allan gróðann af Loðnuvertíðinni án þess að neitt komi í okkar hlut af 90 milljarða söluverðmæti. Eins ætti að hefja á ný uppbyggingu á gjaldeyrisforðanum á réttan hátt og borga laun og lífeyrisþegum það sem stolið hefur verið af okkur undanfarin 7 ár.

Ekki þegja og láta taka þig í þurran og látum heyra í okkur og brjótum furðulega þögn spilltra stjórnmálamanna og opinberra starfsmanna sem einhverra hluta vegna þegja og horfa í hina áttina á meðan við berum þjófnaðinn á herðum okkar.

Höfundur er heldriborgari og fv skipstjóri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.