Viðskipti innlent

Bæta fjórum á­fanga­stöðum við leiða­kerfið

Atli Ísleifsson skrifar
Icelandair mun fljúga til samtals 43 áfangastaða í millilandaflugi sumarið 2022.
Icelandair mun fljúga til samtals 43 áfangastaða í millilandaflugi sumarið 2022. Vísir/Vilhelm

Icelandair hefur birt upplýsingar um sumaráætlun sína og hafa fjórir áfangastaðir bæst við leiðakerfið – Róm á Ítalíu, Nice í Frakklandi, Alicante á Spáni og Montreal í Kanada.

Í tilkynningu frá Icelandair segir að félagið muni fljúga til 43 áfangastaða í millilandaflugi sumarið 2022 – 29 áfangastaðir í Evrópu og fjórtán í Norður-Ameríku.

„Í dag bættust Róm og Nice við sem nýir áfangastaðir í leiðakerfinu. Til viðbótar var Montreal nýverið bætt við á ný auk þess sem Alicante færist nú yfir í leiðakerfi Icelandair, en félagið hefur hingað til flogið til Alicante í leiguflugi.

Róm. Flugtímabil: 6. júlí til 4. september. Flogið tvisvar í viku á miðvikudögum og sunnudögum.

Nice. Flugtímabil: 6. júlí til 27. ágúst. Flogið tvisvar í viku á miðvikudögum og laugardögum.

Montreal. Flugtímabil: 24. júní til 25. september. Flogið þrisvar í viku á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum.

Alicante. Flugtímabil: fram til loka október. Flogið einu sinni til tvisvar í viku á fimmtudögum og sunnudögum.

43 áfangastaðir í Evrópu og Norður-Ameríku

Icelandair flýgur samtals til 43 áfangastaða í millilandaflugi sumarið 2022. Þar af eru 29 áfangastaðir í Evrópu og 14 áfangastaðir í Norður-Ameríku.

Heilsársáfangastaðir: Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Oslo, Helsinki, Amsterdam, París, Berlín, Frankfurt, Munchen, Zurich, London, Glasgow, Manchester, Dublin, Boston, New York, Seattle, Washington, Denver, Chicago, Toronto, Tenerife, Nuuk og Kulusuk.

Árstíðarbundnir áfangastaðir: Róm, Nice, Montreal, Alicante, Raleigh-Durham, Bergen, Billund, Hamborg, Genf, Brussel, Minneapolis, Vancouver, Portland, Anchorage, Baltimore, Mílanó, Madrid, Salzburg, Orlando, Ilulissat og Narsarsuaq,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
1,99
12
116.626
SVN
0,1
8
70.820
EIK
0
1
20
ICEAIR
0
134
341.309
ORIGO
0
6
73.695

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,73
24
315.194
ARION
-1,1
45
999.063
LEQ
-1,08
1
15.658
HAGA
-1,06
11
373.720
ISB
-0,97
21
211.085
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.